Loksins eitthvað um Icesave

Ég held að þetta sé ekkert sérlega flókið; Meðferð verlferðarstjórnarinnar á Icesave málinu er órjúfanlega tengd umsókninni um aðild að ESB. Já, já. Ég hef skrifað þetta oft áður en málið er bara það skuggalegt að það er nauðsynlegt að halda því á lofti.

Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir orðuðu þetta einhvern veginn þannig að ESB hefði ekki tekið við umsókn Íslands í sambandið sumarið 2009 ef íslensk stjórnvöld hefðu ekki ábyrgst þessar greiðslur til Hollendinga og Breta án málaferla. Þetta sjónarmið kemur trúlega upp á borðið þegar í október 2008 samanber umsátur ESB ráðherra um Árna Matthiesen þegar dæma átti í málinu á 24 tímum. Í framhaldinu geysa Árni Páll og Össur fram á ritvöllinn til þess að mæla fyrir mikilvægi þess að þetta sé uppgert enda þá þegar væntanlega búnir að lúra að hrunið gefur möguleika á leiftursókn í átt að ESB aðild. Árni Páll kallaði inngöngu í sambandið og upptöku Evru kraftaverkameðal eða eitthvað álíka í grein í MBL í okt. 2008. Og ef ég man rétt þá fordæmir Össur í MBL grein í október eða nóvember 2008 þá lögfræðinga sem vilja skoða lagastöðuna í málinu en ekki greiða þetta umhugsunarlaust.

Svavar kemur heim með vonlausan samning í júní 2009 nokkrum dögum áður en það á að skila inn umsókninni í sambandið og kannski ekkert sérstaklega við hann að sakast. Hann virðist hafa fallið á tíma og trúlega er nefndin hans í lítilli aðstöðu til þess að semja þegar íslensk stjórnvöld hafa það sem útgangspunkt að málið fari ekki í dóm til þess að verða við kröfu ESB. Þess má geta að Hreyfingin greiddi ekki aðildarumsókninni atkvæði sitt vegna þess að þingmenn hennar töldu að umsóknin um aðild að ESB og Icesave málið væru nátengdir hlutir.

Lee Bucheit fékk svo það verkefni að ná betri samningi en Svavar en hann hafði sömu skorður og Svavar þ.e.a.s. að málið mætti ekki fara í dóm. Ef ég man rétt þá kom þetta fram í viðtalinu sem Þóra Arnórs tók við Bucheit eftir að samningurinn var í höfn.

„Ábyrgðalaus meðferð á fé“ er ekki síðasti frasinn sem manni dettur í hug um þessa nálgun velferðarvængsins á þessu máli.


mbl.is Hefði kostað 208 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og svo reyna þeir sem voru meðmæltir þessum samningum, að halda því fram að ef þeir hefu verið samþykktir HEFÐI LOKANIÐURSTAÐAN ORÐIÐ SÚ SAMA SEM RAUNIN VARÐ.  En þeir horfa alveg framhjá þeirri staðreynd að BRETAR OG HOLLENDINGAR ÆTLUÐU AÐ "LÁNA" OKKKUR FYRIR ICES(L)AVE KRÖFUNUM Á OKURVÖXTUM.

Jóhann Elíasson, 9.2.2016 kl. 12:46

2 Smámynd: Benedikt Helgason

Það er auðvitað rétt hjá þér Jóhann að niðurstaða hefði engan veginn verið sú sama.

Við þetta má svo bæta, að skuldabréfið sem nýji Landsbankinn lagði inn í þrotabúið, var sennilega þrotabúinu óþarflega hagstætt og þess vegna náðust trúlega betri innheimtur upp í Icesave en reiknað var með í upphafi.  Ég hef engan séð reikna það dæmi til enda en skuldabréfið virðist a.m.k. hafa verið gefið út í erlendri mynt án þess að á móti kæmi erlendar eignir.

Benedikt Helgason, 9.2.2016 kl. 13:32

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hárrétt Benedikt. Landsbankabréfið er "Icesave IV" og það komu engar erlendar eignir á móti, aðeins ólöglega gengistryggð krónulán til íslenskra fyrirtækja. Landsbankabréfið var þar af leiðandi líka ólöglega gengistryggt, auk þess að vera ólöglegt af þremur ástæðum til viðbótar. Þegar Sigmundur Davíð, InDefence maður, var nýorðinn forsætisráðherra skoraði ég á hann í eigin persónu að rifta þessum ólöglega gjörningi, en það hefur hann ekki gert enn. Ætli það sé kannski fjármálaráðherrann sem hefur staðið í vegi fyrir því líkt og öðrum áherslumálum Framsóknar?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.2.2016 kl. 14:20

4 Smámynd: Benedikt Helgason

Það er rétt Guðmundur.  Maður batt ákveðnar vonir við að Sigmundur Davíð hefði áhuga á að fletta ofan af þessu ferli öllu þegar hann komst til valda en það varð ekki niðurstaðan. og já, miðað við farsann í kringum fundargerðirnar sem Vigdís Hauks er að reyna að fá afhentar þá finnst manni líklegt að það sé einhver "flöskuháls" í fjármálaráðuneytinu.  Mig grunar að það hljóti að liggja fyrir einhver friðarskyldu samningur á milli kröfuhafa og stjórnvalda frá velferðarstjórnartímabilinu sem ræður því að það er alveg sama hver er við völd, málin verði ekki upplýst.

Benedikt Helgason, 9.2.2016 kl. 16:24

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Í fyrsta lagi þá var þaða ríkisstjórn Geirs Haarde sem lagði línurnar varðandi Svavarssamninginn með undirritun Árna Mattiessen á viljayfirlýsingu sem var mun verri en Svavarssamningruinn þannig að Svavar náði því töluverðum árangri við að laga hann. Ríkisstjórn Geirs Haarde hefði ekki á prónunum að sækja um aðild að ESB og því er það út í hött að tala um þennan samning sem hluta af því umsóknarferli.

Í öðru lagi er í þessum útreikningum skautað framhjá því að vaxtagreiðslurnar hefðu myndarð almenna kröfu í þrotabú gamla Landsbankans. Nú liggur fyrir að það náist um þriðjungur upp í þær þannig að kostnaðurinn hefði því orðið umtalsvert minni en þetta. Og þar með hefði kostnður ríkisins af seinasta samningum sem fór í þjóðaratkvæðagreiðslu ogðið innan við 40 milljarðar. Þar sem óklárað Icesave málið á þeim tíma tafði endurreisn bankakerfisins um 9 mánuði og tafði því endurreisn efnahagslífsins að sama skapi er ljóst að tap ríkissjóðs af þeim töfum hefur orðið mikið meiri en því nemur. Það var því klárlega efnahaglegur afleikur að hafna þeim samningi.

Í þriðja lagi þá er það rakið kjaftæði að samningurinn um skuldabréfið milli gamla og nýja Landsbankans hafi verið ólöglegt og þar með hefði Sigmundur Davíð enga möguleika á að rifta því bréfi. Og það er líka kjafæði að ekki hafi komið erlendar eignir á móti því það að hafa það skuldabréf í erlendum gjaldmiðlum var eimitt til að jafna stöðuna hvað varðar eignir og skuldbindingar tengdum erlendum gjalmiðlum. Í því efni er líka vert að hafa í huga að skuldabréf í erlendum gjaldmiðli gat fengist með lægri vöxtum en hefði það verið í íslenskum krónum og þar að auki hefur gengi krónunnar styrkst síðan þá eins og menn áttu von á þegar samið var um skuldabéfið og hefði Landsbankinn því tapað hátt í 100 milljörðum kr. á því að hafa skuldabéfið í íslenskum krónum og þá væri nettó eign íslenska ríkisins í honum lægri sem því næmi.

Sigurður M Grétarsson, 9.2.2016 kl. 18:23

6 Smámynd: Benedikt Helgason

Það er vissulega rétt Sigurður M að Geir Haarde hafði ekki í hyggju að sækja um í ESB enda gekk sú stjórn svo sem ekki frá samningi um Icesave. En var það nú samt ekki þannig að Samfylkingin beið svo sem ekki boðana með að hóta stjórnarslitum ef ekki yrði farið í þennan ESB leiðangur?

Ég hef reyndar hvergi séð að það fáist þriðjungur upp í almennar kröfur í gamla Landsbankann en það má vera að það sé rétt hjá þér. Já og vissulega náði Bucheit betri samningi en Svavar, þökk sé sennilega kjósendum sem kjöldrógu velferðarstórnina í fyrstu Icesave kosningunum. Það breytir hins vegar ekki heildarmyndinni á þessum glórulausa leiðangri sem velferðarstjórnin lagði upp í.  Það var í raun aldrei til sú upphæð sem sú stjórn var ekki tilbúinn að greiða til þess að ganga frá Icesave og tryggja ESB umsókninni framgang. Ég minni á að það var samkvæmt Lilju Mósesdóttur ekki einn einasti þingmaður Samfylkingarinnar sem taldi sig þurfa að sjá Svavarssamninginn áður en þau samþykktu hann.  Manstu eftir einhverjum öðrum málum heldur en ESB-umsókninni sem getur fengið Samfylkingarþingmenn til þess sturta skynseminni niður í klóakið án þess að hugsa sig um?

Það hefur enginn getað bent mér á hvaða erlendar eignir komu á móti skuldabréfinu sem nýji Landsbankinn lagði inn í gamla bankann.  Og reyndar þykist ég muna að ég hafi átt orðaskipti við þig inni á síðunni hans Halldórs Jónssonar þar sem þú viðurkenndir að það hefðu ekki komið erlendar eignir á móti bréfinu en eyddir nokkrum tíma í að réttlæta það að bréfið hefði verið gefið út í erlendum myntum þrátt fyrir það.

Ég veit að þetta svíður Sigurður M, en staðreyndin er engu að síður sú að þið settuð saman og reynduð að útfæra eitthvert heimskulegasta ógæfuplan sem um getur í íslenskri stjórnmálasögu og er þá langt til jafnað.  Afleiðingarnar voru efnahagsleg árás á heimili og fyrirtæki landsmanna og nú eruð þið að súpa seyðið af því með afhroði í kosningum og könnunum.  En það er kannski ekki ástæða til þess að örvænta, ef yfirtaka Sigmundar Davíðs á Framsóknarflokknum og kosningasigur 2013 á að kenna okkur eitthvað, þá er það það að það er hægt að bjarga stjórnmálaflokkum frá bráðum bana en það krefst þess þó sennilega að skipt verði um 90% af miðstjórninni og upp úr.

Benedikt Helgason, 9.2.2016 kl. 19:35

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Í fyrsta lagi þá komu stjórnasrslitin árið 2009 til vegna búsáhaldabiltingarinnar en ekki kröfuf Samfylkingarinnar um aðildarumsókn að ESB.

Í öðru lagi voru Icesaave samingarnir algerlega óháðir ESB umsókn og var aldrei á nokktum tímapunkti verið að leggja klafa á íslensku þjóðina til að geta fengið aðildarsamning við ESB. Þetta snerist allt um að tryggja lánsfé frá Alþjóða gjaldeyrissjóðunum og norðurlandaþjóðunum til að geta endurreist hrunið efnahagslíf.

Í þriðja lagi fór Svavarssamningirinn aldrei í þjóðaratkvæðagreiðslu heldur var hann samþykktur með skilyrðum sem Bretar og Hollendingar höfnuðu og út úr þvi kom svo fyrri samningurinn sem fór í þjóðaratkvæðagreiðslu. Áður en sú þjóðaratkvlðagreiðsla fór fram voru Bretar og Hollendingar þegar búnir að gefa vilyrði um betri samning og því hafnaði þjóðin eðlilega þeim nýja. Meira að segja Steingrímur og Jóhanna mættu ekki einu sinni á kjörstað til að styðja þann samning. Ég sjáLanlfur sagði nei við honum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í fjórða lagi var mikil áhætta fólgin í því að fara með málið´fyrir dómstóla sem reyndar stóð ekki til boða þegar svavarssamningirinn var gerður. Viðo vorum heppin því vegna mistaka ESA við stefnu sína tókst okkur að fá þeim þætti sem mesta áhættan fólst í fOyrir okkur vísað frá dómi. Það var ekki fyriséð þegar taka þurfti afstöðu til samningsins. Það að þrotabú gamla Landsbankans myndi að öllum líkindum eiga fyrir öllum höfuðstól skuldarinnar lá hins vegar fyrir þá. Í dag er ljóst að allar líkur eru á að 9 mánaða töf á endurreisn efnahagslífsins hefur kostað okkur mun meira en seinasti samningurinn hefði kostað þrátt fyrir fullnaðarsigur í dómsmáli hvað þá hefðum við ekki verið svo heppinn.

Hvað varðar skuldabréf Landsbankans þá var ég að tala um eignir tengdar erlendum myntum en ekki erlendar eignir. Hluti þeirra eigna var reyndar síðar dæmdur vera með ólöglega tengingu við erlendar myntir en það breytti því ekki að það var einfaldleg of mikil gengisáhætta fólgin í þvi´að hafa skuldabréfið í íslenskum krónum. Þar að auki voru kröfuhafar gamla Landsbankans tilbúnir að sætta sig við lægri vexti vegna skuldabréfs í erlendum myntum. Þar sem krónan hafði hrunið langt niður fyrir eðlilegt gengi var fyrirséð að hún myndi styrkjast áður en til greiðslu kæmi og því fólst bæði minni áhætta og lægri vextir í því að hafa skuldabréfið í erlendum myntum. Til viðbótar við það hefði lánshæfi bankans og þar með vaxtakjör verið mun verri ef tekin hefði verið sú gengisáhætta að hafa skuldabréfið í íslenskum krónum. Það þurfti aðeimns um 30% styrkingu íslenski krínunnar til svo allt eigið fé bankans hefði þurdrkast út hefi þetta skuldabréf verið í íslenskum krónum og það vantar ekki mikið upp á að það hafi einmitt gerst með gengið.

Það er einfaldlega kjafætði að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hafi á einhverjum tímapunkti unnið gegn hagsmunum íslenskra heimila. Visssulega gerði hún mistök og má eftirá sjá að sumt hefði betur verið gert öðruvísi. En alla tíð vann hún að hagsmunum íslenskra heimila út frá þeim upplýsingum sem hún hafði á hverjum tíma.

Sigurður M Grétarsson, 10.2.2016 kl. 06:57

8 Smámynd: Benedikt Helgason

Það er svo að segja ekkert í þessu síðasta kommenti sem er sammála Sigurður M en ég nenni eiginlega ekki mikið ofan í smáatriðin á þessu, við erum búnir að fara í þetta mörgum sinnum. Núna hef ég áhuga á stóru myndinni.

Það er í raun þannig að ófrávíkjanleg forsenda fyrir því að málflutningur þinn fái meðbyr er að fólk sé fífl. Að eftir 4 ár af samfelldri netherferð velferðarvængsins, þar sem þú sjálfur drógst t.d. ekkert af þér inn í netheimum við að tala niður fólk í skuldavandræðum í þágu ESB umsóknar t.d. á síðunni hjá Marínó, þá sé ennþá til fólk sem muni kaupa:

Að ákafi verlferðarstjórnarinnar (sem á köflum jaðraði við vitfirringu) við að koma á Icesave samningi óháð kostnaði, sé ótengt ESB umsókn þrátt fyrir fullyrðingar stjórnarliða um að svo sé að ekki sé nú talað um aragrúa af vegsummerkjum sem benda til hins gagnstæða.

Að uppbygging bankakerfisins, sem vel að merkja þolir illa dagsljós samanber „týndar fundargerðir“, sé óháð ESB umsókn þegar það liggur fyrir að velferðarstjórnin gekk langt við að hámarka innheimtur fyrir gamla Landsbankann sem skuldaði Icesave sem ESB vildi fá greitt.

Að það sé að ástæðulausu að ráðherrar velferðarstjórnarinnar reyndu að hafa áhrif á dómsstóla til þess að fá það sem ráðherrarnir töldu vera ásættanlega útkomu út úr dómsmálum tengdri ólögmætri gengistryggingu þegar það liggur ljóst fyrir að velferðarstjórnin samdi um að gefa út skuldabréf fyrir hönd nýja Landsbankans í erlendri mynt sem átti að tryggja með gengistryggðum krónueignum gamla bankans.

Það sem ég velti hins vegar fyrir mér Sigurður M er hvenær er komið nóg?  Hvenær er kominn tími til þess að hætta að segja að hvítt sé svart og svart sé hvítt horfast í augu við það sem gerðist á síðasta kjörtímabili.  Þó að kjósendur séu ekki allir uppteknir af smáatriðunum eins og ég og þú í sambandi við þetta glórulausa plan verlferðarstjórnarinnar þá fundu þeir á eigin skinni afleiðingarnar af því að þið reynduð að koma því í framkvæmd. Fylgi Samfylkingarinnar er komið niður í 9% úr 30% plús. Mér sýnist þú vera nánast einn eftir af velferðarblogghernum sem ert ennþá að reyna selja þessa möntru um að ESB umsóknin og „efnahagsplan“ velferðarstjórnarinnar hafi verið ótengdir hlutir.  Viltu halda því áfram þangað til fylgið er komið niður í 5%?  Þegar það er komið niður í 3%? Væri ekki nær að fara að eyða tíma sínum í að setja saman plan um hvernig má sáttum við kjósendur að nýju með því að gera upp þetta tímabil og ræsta út þá hrappa úr Samfylkingunni sem stóðu að þessari efnahagsárás á íslensk heimili og fyrirtæki?

Benedikt Helgason, 10.2.2016 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 840

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband