Er óvinur óvinar míns vinur minn?

Það er varla að það taki því að blogga um svona fréttir. Hlutirnir gerast það hratt að allt sem maður skrifar er orðið úrelt á einum seinni parti.  En jæja, látum bara tímann um að fylla í sporin.

Ég er ekki sá eini á netinu sem lætur sér orðið "hefnd" detta sér í hug um þetta framboð DO. M.o.ö. að hann sé að fara fram til þess að splitta fylgi Ólafs og tryggja Guðna kjörið. Eða er fólk virkilega á þeirri skoðun að DO eigi einhvern vinningsmöguleika í þessum kosningum? Þegar það er sagt þá er auðvitað ekkert víst að þetta fari svona en það yrði enginn hissa ef þetta yrði útkoman. Sumir eru reyndar að giska á að ÓRG dragi framboð sitt til baka. Það kann að vera. ÓRG gæti reyndar gert DO grikk og dregið framboð sitt til baka með orðum um að nú væri kominn kandidat sem hann styddi heilshugar og svo horft á DO tapa kosningunum.

En það er auðvitað dálítið mergjað, ef þetta er tilfellið, að DO noti restina af lífsneistanum í að reyna að ná fram hefndum á ÓRG til þess að koma Icesave-sinnanum Guðna Th. á Bessastaði. En DO væri þá alla vega ekki sá eini sem væri rekinn áfram af hefndarþorsta, a.m.k. þá kætist vinstri vængurinn gríðarlega á fésbókinni er mér sagt af fésbókarfulltrúa heimilisins. Og vissulega er það staðreynd að sitjandi forseti hefur tjargað og fiðrað til bæði hægri og vinstri í gegnum tíðana. En menn geta svo velt því fyrir sér hvort að óvinur óvinar míns sé vinnur minn í raun.

Annars fær Magnús Helgi Björgvinsson moggabloggari prik fyrir að spá því fyrr í vikunni að DO færi fram. Þegar ég las það þá datt mér í hug að MHB hefði komist á happy hour en ég verða að beygja mig í duftið og játa að hann hitti naglann á höfuðið.

En í öðrum framboðsfréttum get ég nefnt að ég spurði frúnna hér fyrir stuttu hvort að ég ætti ekki að fara fram, ég yrði örugglega frábær forseti og það virtust allir telja sig eiga góðan séns.  Það kom hik á hana, meira að segja dálítið langt hik.  Og svo svaraði hún, af úthugsaðari diplómatíu: "Ég held að þú yrðir fínn aðstoðar eitthvað".  Ég játa að það dróg dálítið úr áhuga mínum á að fara fram að ég myndi sennilega ekki einu sinni ná kjöri inni á Neunbrunnenstrasse. Það kom svo auðvitað í ljós í framhaldinu að sú staðreynd að ég á launareikning í svissneskum banka kemur auðvitað gjörsamlega í veg fyrir að það myndist jákvæð múgæsing í kringum framboð mitt.

Hvað sem þessu líður þá er ljóst að ég á erindi við Herr Dr. Wiederkehr ræðismann.  Það er ekki hægt að sleppa því að kjósa í þessum kosningum.


mbl.is Davíð býður sig fram til forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Stund hefndarinnar er runnin upp. Davíð ætlar sér ekki að verða forseti, hann ætlar að fella þann sitjandi. Þeir sem til þekkja, segja DO ákaflega langrækinn mann.

Már Elíson, 8.5.2016 kl. 13:08

2 Smámynd: Benedikt Helgason

Já það segir sagan Már, að DO gangi ekki vel að fyrirgefa. Við lifum áhugaverða tíma.

Benedikt Helgason, 8.5.2016 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband