Að leggja niður Landsdóm.

 

Hver ykkar sitja í störfum þar sem þið berið enga ábyrgð ef þið verðið staðin að vítaverðum skussaskap?  Eiga láglaunaðir lögreglumenn, sem oft þurfa að taka leiftursnöggar ákvarðanir undir miklu álagi, ekki á hættu að verða dæmdir til refsingar fari þeir út fyrir þann ramma sem þeirra starfi er settur?

Hvað með skurðlækna? Dæmum við þá ekki til refsingar ef þeir sýna af sér vítavert gáleysi í starfi? Jafnvel þó svo að ekki hafi verið um ásetning að ræða?

Já, eða verkfræðinga? Þegar ég sinnti ráðgjafastörfum á erlendri grundu var í því fyrirtæki sem ég starfaði í stundum talað um byggingaverkfræðinginn sem hannaði múr sem bundinn var við steyptan vegg með of fáum vírum.  Múrinn hrundi ofan á bíl og banaði þar með að minnsta kosti einni manneskju.  Hönnuðurinn var dæmdur til fangelsisvistar.

Og af hverju í ósköpunum ættum við að leggja niður Landsdóm? Til þess að skapa kjörnum fulltrúum vettvang til þess að komast refsilaust upp með skussaskap eða ásetning um að valda þjóðinni tjóni? Eigum við ekki að minnsta kosti að bíða með að leggja dóminn niður þar til komin er niðurstaða í það hvort aðkoma hrunstjórnarinnar að endurreisn nýja Landsbankans mun kosta þjóðarbúið 100 milljarða umfram það sem endurreisnin hefði þurft að gera?

Að mínu mati endurspeglar þetta viðhorf Bjarna eitt af þjóðarmeinum íslensks samfélags þ.e.a.s. að við erum sífellt að gefa hvort öðru afslátt af góðum vinnubrögðum. Slíkt tíðkast fyrst og fremst í umhverfi þar sem of margir eru að sinna störfum sem þeir eru ekki hæfir til að gegna.

 


mbl.is Ætla að leggja niður landsdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðleifur R Kristinsson

það er ekkert að landsdómi og það var ekki landsdómur sem ákvað að sækja Geir Haarde einan til saka .......það voru alþingismenn og konur sem kusu fyrst hvern skyldi senda í landsdóm og dæma þar.

landsdómur sem dómsvald réð því ekki hver skyldi settur fyrir dóminn.

og nú eru alþingismenn hræddir við landsdóm af því að þegar búið er að senda einhvern fyrir landsdóm geta þeir sjálfir ekkert stjórnað landsdómi sjálfir ....eða svo lýtur þetta út fyrir mér..

mikið réttlæti

Guðleifur R Kristinsson, 1.7.2013 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband