Ástþór, Stefán Jón, Björn Valur, Þorgrímur Þráins og ÓRG

Konan sagði mér að vera kurteis í þetta skiptið, þess vegna er ég búinn að vera 12 tíma með þennan pistil. En ég held að það hafi tekist.

Fólk er að máta sig í forsetaembættið eftir að ÓRG lýsti því yfir að það væru líkur á því að hann myndi hætta ... einhvern tímann. Og allir karlmennirnir í hópnum (að Þorgrími undanskildum) eru búnir að rífa sig úr að ofan, ákvörðun ÓRG um að hætta hefði engu breytt um þeirra áform, þeir hefðu farið fram hvort sem ÓRG hefði verið í framboði eða ekki.  Ég dreg það reyndar í efa, það er enginn kandidat í sjónmáli sem ÓRG hefði ekki farið létt með að tjarga, fiðra, draga í gegnum olíupoll og bróka upp að bringuspjaldi.

Og nú sýnist mér að Björn Valur Gíslason, vinstri græna sameiningartáknið, gæti verið að máta sig í embættið. Alla vega steitir hann hnefanum í átt að ÓRG, sem að mati BVG náði að kljúfa þjóðina í herðar niður 97% vs. 3% í fyrri Icesave kosningunni á meðan BVG hafi náð að sameina báða vinstrimennina (hann og SJS).  Illar tungur sögðu mér reyndar að BVG gæti ekki einu sinni náð kjöri til embættis á tveggja manna trillu. Ég veit það svo sem ekki, hann yrði að minnsta kosti varamaður.

Ég er annálaður falsspámaður þegar kemur að kosningaúrslitum, ég taldi Ólaf ekki eiga neinn séns þegar hann fór fyrst fram og engar líkur á því að ég muni hitta á þetta núna. En alla vega, ég dreg í efa að Stefán Jón nái flugi í þessu, nálgunin á þetta er of tecnókrataleg þ.e.a.s. það er búið að analýsera hlutverk forsetans í drasl áður en búið er að bjóða sig fram.  Þetta er guð hjálpi mér bara forsetaembætti og ekki eitthvað flókið eins og skurðlækningar þar sem þarf að planleggja hvert einasta handtak áður en það er framkvæmt.  Þorgrímur Þráins er held ég of mikil manneskja í þetta. Hann er góður, mannlegur og hrekklaus; sennilega vill þjóðin meiri rebba eftir ÓRG tímabilið. Þar fyrir utan þá sennilega hatar menningarelítan Þorgrím fyrir að skrifa bækur sem fólk les og eru ekki stútfullar af einhverju hokurblæti.  Ég dáist að Ástþóri, það er sjálfsagt að reyna þetta einu sinni enn ef það tekst á annað borð að safna undirskriftum. Björn Valur gæti sópað til sín fylgi þess fólks sem fyrirlítur bæði lífið og tilveruna, það gæti fleytt honum spölkorn.

En einhver kona? Eins og Katrín Jakobs með broskall?  Kannski, það er alltaf einhver eftirspurn eftir fólki með lágstemmdar skoðanir. Sjálfur væri ég dálítið spenntur fyrir að heyra hvað Ólafur Jóhann hefur um þetta mál að segja en frá toppstöðu í Sony yfir í að „tróna“ yfir íslenska fjósinu er kannski ekkert sérlega spennandi fyrir ferilskránna.

Jón Gnarr kannski? Sjáum hvað setur.


mbl.is Ástþór vongóður í þetta skiptið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir margt af þessu.

Líklega væri af þessum valkostum, heppilegastur hinn dagfarsprúði Ólafur Jóhann. Eins konar nútíma Kristján Eldjárn sem róaði þjóðina niður í kjölfar hinna erfiðu flúðasiglinga sem Ólafur R. leiddi okkur þó farsællega í gegnum. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.1.2016 kl. 04:54

2 Smámynd: Benedikt Helgason

Mér sýnist að væntingarnar til næsta forseta gætu verið dálítið misjafnar Bjarni Gunnlaugur.  Meðan við gætum fellt okkur við vel gefinn forseta sem nær að róa þjóðina með yfirvegun og föðurlegri umhyggju þá er vinstri vængurinn trúlega að leita sér að forseta sem lýsir yfir sjálfstæði á Bessastöðum, gengur beint inn í ESB og krefst þess að fá að standa við Svavars-samninginn.

Kannski að prins/kong Hinrik úr Danaveldi gæti verið málamiðlun en hann mun hafa "sagt upp störfum" nýlega, orðinn langþreyttur á að leika byssugutta danadrotningar.  Hann kann að minnsta kosti að baða sig upp úr vellystingum svo þjóðhöfðingja sæmir.

Benedikt Helgason, 3.1.2016 kl. 12:16

3 identicon

Næsti forseti þarf náttúrulega að gæta mjög að veisluútgjöldum ef marka má fjármálaráðherrann. ;-)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.1.2016 kl. 13:23

4 Smámynd: Benedikt Helgason

Helv... Ég var búinn að gleyma því.  Þá getum við strikað út Hinrik. Hann kostar 160 milljónir ís.kr. á ári á eftirlaunum og sjálfsagt tvöfalt meira ef við ætlum að fá hann til þess að vinna eitthvað.

Benedikt Helgason, 3.1.2016 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband