Froða 101

Í ljósi stöðu Samfylkingarinnar, sem mælist við „spærregrænsen“ eins og Danir myndu orða það, þá eru þessi bílalánaummæli Katrínar brjálæðislega vitfirrt.

Það ber enginn flokkur meiri ábyrgð á því að fólk þurfti að glíma við grensulausar innheimtuaðgerðir á t.d. bílalánum, sem meðal annars voru tilkomin vegna skipulagðrar ólöglegrar lánastarfsemi fjármálafyrirtækja í stjórnum hverra sátu í alla vega einu tilviki velferðarstjórnarþingmaður, en Samfylkingin sjálf. Og það er heldur engin skýring nærtækari á gjöreyðingu Samfylkingarinnar en akkúrat þessi efnahagslega árás á fólk og fyrirtæki sem flokkurinn var í forsvari fyrir. Velferðarstjórnin sat með allar upplýsingar um þessa ólöglegu lánastarfsemi og gat valið að nota þær gegn þrotabúunum til þess að hámarka afskriftir og takmarka skaðann fyrir íslensk heimili og fyrirtæki hagkerfinu til hagsbóta.

Ég hef oft og mörgum sinnum farið yfir það á þessari síðu að sú ákvörðun Samfylkingarinnar að reyna að hámarka lánasöfn gamla Landsbankans, til þess að fylla upp í Icesave holuna, sem var jú skilyrði ESB fyrir því að tekið yrði við umsókninni í sambandið sumarið 2009, er sennilega heimskulegasta skógarferð sem nokkurt íslenskt stjórnmálaafl hefur lagt upp í. Afleiðingin er gjöreyðing á ca. 30% fylgi. Það er sennilega ekki hægt að toppa það.

Það verður að teljast nokkurt heilbrigðismerki hjá íslenskum kjósendum ef þeir velja að leggja þennan flokk niður. En að hlusta á hvern frammámanninn/-konuna úr þessari fylkingu koma fram full af vandlætingu á ástandinu og bjóðandi „samtal um framtíðina“ eða aðra álíka froðu er fyrst og fremst óhugnanlegt. Það koma nefninlega bara tvær skýringar til greina á þessum málflutningi; önnur er heimska en hin er hræsni.


mbl.is Í þyrlu á meðan aðrir greiði bílalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einmitt!  En þriðja skýringin, til viðbótar þeim tveimur sem þú nefnir, gæti líka komið til greina; sjálfsbjargarviðleitni.

Kolbrún Hilmars, 28.5.2016 kl. 14:42

2 Smámynd: Benedikt Helgason

Þú meinar Kolbrún.  Ég hefði talið að sjálfsbjargarviðleitni hefði falist í því að Gosi myndi játa brot sitt og byrjaði að endureisa orðspor sitt þaðan.  En ég get auðvitað ekki útilokað að það myndi leiða af sér loka hrunið sem kæmi flokknum niður í stöugt 0% fylgi.

Ég er þess hins vegar fullviss að flokksmenn muni núna kjósa sér þann frambjóðanda til formanns sem er í mestri afneitun. Sem minnir mig á það sem Flosi heitinn Ólafsson sagði einhvern tímann um Eurovision: "Það lag sem er líkast hinum vinnur". 

Benedikt Helgason, 28.5.2016 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband