Brynjar og bleiki fíllinn

Mér líst vel á að Sigmundur haldi áfram með þetta mál því það er bleikur fíll í skýrslunni hans Brynjars en undirstrikunin er mín:

Mat Deloitte á yfirfærðum eignum var sömu annmörkum háð og bráðabirgðamat FME þar sem mikil óvissa ríkti um verðmæti eignanna. Rétt er að taka fram í þessu sambandi að í fyrirmælum FME til matsaðilans kom fram að ekki skyldi miða við “fire sale” eða “brunaútsölu” heldur horfa í gegnum hagsveifluna í matsvinnunni, þ.e. að miða skyldi við “through the cycle view” eins og það er orðað í fyrirmælunum. Er það í samræmi við 6. gr. yfirlýsingar Seðlabankans og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) frá 15. nóvember 2008, þar sem því var heitið að kröfuhafar myndu ekki skaðast sérstaklega við það að bönkunum yrði skipt upp.

Nú er rétt að minna fólk á að það sem hefði verið þjóðhagslega hagkvæmasta útkoman út úr uppgjöri bankana hefði verið sú að skuldir hefðu verið afskrifaðar eins mögulegt væri og innistæður tryggðar upp í topp til þess að lágmarka eignir þrotabúanna og þar með vandann sem felst í því að koma kröfuhöfum úr landi.

Og í guðanna bænum ekki niðurlægja ykkur með því að tala um eignaréttar hitt og eignarréttar þetta, eins og Brynjar gerir í skýrslunni, því kjarninn í neyðarlagaferlinu öllu er ein risastór bótalaus eignatilfærsla frá kröfuhöfum til innistæðueigenda. Þessi tilfærsla hélt fyrir dómsstólum. Þess utan þá sitja skattgreiðendur á Íslandi uppi með holu í ríkisbókhaldinu upp á 1500-2000 milljarða vegna hrunsins sem engar bætur hafa ennþá fengist upp í. Hvaða eignaréttarvarnir eru fólgnar í því?

Það sem við höfum hins vegar orðið vitni að, allt frá hruni, er að leiðtogar landsins hafa skorast undan því að reyna að þvinga útkomu uppgjörsins í áttina að þessum lykilhagsmunum okkar. Undirstrikaði textinn er bara ein birtingarmynd af þessu en annar bleikur fíll (sem er jafnstór og olíuskip) er Icesave-málið allt. Og þetta hefur verið orðað með ýmsum hætti; Árni Páll og Katrín Júlíusdóttir tala gjarnan um að við verðum að „standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar“ þegar talað er um að taka á kröfuhöfum og Steingrímur J. var með „endurreisn orðspors Íslands“ á heilanum allt síðasta kjörtímabil. Og planið við þá endurreisn var auðvitað að sleikja upp kröfuhafa með því að skuldavæða landið og innprenta lýðnum sjálfhatur sem selst eins heitar lummur á vinstrivængnum.

Þá þarf varla að rifja upp frammistöðu SÍ, FME og nokkura ráðherra þegar þeir reyndu að fá afturvirka SÍ vexti dæmda á gengistryggðu lánin undir þeim formerkjum að bankakerfið væri að fara til helvítis. Bankakerfið hefur núna, þrátt fyrir að hafa bara unnið hlutasigur í því máli bókfært hjá sér ca. 300 milljara virðisaukningu á lánasöfnum sem Brynjar telur að „hefði hugsanlega mátt semja um hlutdeild í“ !!! You couldn‘t make this shit up, could you? Hagsmuni hverra voru FME, SÍ og ráðherrar að verja þegar þeir voru að berjast fyrir því troða borgurum landisns ofan í grjótnámur bankana? Þessi virðisaukning hefur aukið á vanda okkar við að aflétta höftunum.     

En svo er það auðvitað spurningin, hversu miklu af þessu er hægt að klína á Steingrím, því hann gengur inn í samkomulag sem hrunstjórnin hafði gert við AGS. En ég hygg samt að miðað við hvernig hann að hagaði máli sínu fyrir kosningarnar 2009, með ítrekaðar „over my dead body“ yfirlýsingar um ICESAVE, ESB og AGS, að kjósendur VG hafi mátt hafa aðrar væntingar til SJS en að hann viki frá því að berjast fyrir þessum meginhagsmunum þjóðarinnar sem ég lýsi hér að ofan.

En það þarf enginn að efast um að ístöðuleysið hafði afeiðingar fyrir VG í kosningunum 2013. Fylgið var komið niður fyrir 5% í skoðanakönnunum þegar SJS var loksins skipt út fyrir Katrínu Jakobs og henni væntanlega gert að tjá sig aldrei um málefni sem neinu máli skipta ... Og taka þar með upp stefnu Bjartrar Framtíðar í heilu lagi og án nokkura breytinga.


mbl.is Vill rannsókn erlendra aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar: "Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir."

    • Kröfuhafar bankanna létu eignir sínar af hendi þegar þeir lánuðu bönkunum þær.

    • Þeir voru ekki skyldaðir til þess heldur gerðu það af fúsum og frjálsum vilja.

    • Þó þeir fái þær ekki allar til baka, er það tap frekar en skerðing eignarréttar.

    • Taprekstur fyrirtækja hefur hingað til ekki verið talinn varða eignarnámsbótum.

    • Síst af öllu þegar tapið má rekja til óábyrgra ráðstafana stjórnenda þeirra!

    P.S. Innstæður voru ekki tryggðar með eignum kröfuhafa heldur skuldum almennings (útlánum bankanna).

    Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2015 kl. 14:23

    2 Smámynd: Benedikt Helgason

    Rétt athugað GÁ.

    Benedikt Helgason, 19.2.2015 kl. 15:07

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Um bloggið

    Benedikt Helgason (Seiken)

    Höfundur

    Benedikt Helgason
    Benedikt Helgason

    Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

    Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

    Færsluflokkar

    Apríl 2024
    S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6
    7 8 9 10 11 12 13
    14 15 16 17 18 19 20
    21 22 23 24 25 26 27
    28 29 30        

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (30.4.): 4
    • Sl. sólarhring: 4
    • Sl. viku: 27
    • Frá upphafi: 864

    Annað

    • Innlit í dag: 4
    • Innlit sl. viku: 27
    • Gestir í dag: 4
    • IP-tölur í dag: 4

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband