Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Mænudeyfing og drop á morgun

Ef þið haldið að ég sé að fara að horfa á þennan Noregs-leik á morgun þá er það rangt hjá ykkur.  Ég ætla að liggja uppi í rúmmi, mænudeyfður, með drop í æð og bíða þar af mér það versta. Það er best fyrir húsgögnin og heimilisfriðinn.  Háspennuleikir eru ekki mín sterkasta hlið.

Ég segi kannski ekki, að ef ég næði nú að Jóga mig í gegnum daginn, drekka gríðarlegt magn af róandi Abend Te og leggja kaldan bakstur á ennið, að ég myndi ekki horfa á Sviss-Slóvenía í gegnum fingurna með lófana yfir andlitinu.

En hvað sem verður þá er frúin byrjuð að undirbúa sig.  Hún er að hlaða rafstuðsbyssuna inni í eldhúsi, en henni beitir hún gjarnan á mig rétt áður en ég fíra helv... sjónvarpinu fram af svölunum þegar okkar menn hafa brennt af færi.

Ég mun hins vegar ekki draga af mér eitt augnablik ef að íslenska liðið kemst í fyrsta sinn í umspil.  Ég er nefninlega gríðarlega sterkur í fagnaðarlátum. 


mbl.is Síðasta „tvennan“ gegn Noregi fyrir 26 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki leiðinlegt að vera í Sviss núna.

Ég er að horfa á Alan Sutter og þulinn í svissneska sjónvarpinu að brasa við að útskýra hvað gerðist í seinni hálfleik, en þetta tekur sjáanlega á þá.

Það skal tekið fram að ég varð ekki var við það í fjölmiðlum hér fyrir leikinn að menn teldu sig geta valtað yfir íslenska liðið. Heimamenn voru ásáttir um að eiga góða möguleika á að tryggja sér farseðilinn til Brasilíu í leiknum en það var víða varað við að íslenska liðið væri erfitt viðureignar og þá sérstaklega sóknin.

En þetta var frábært hjá okkar mönnum og gaman að þeir skuli ennþá eiga þokkalegan séns á að komast á stórmót þegar 3 leikir eru eftir í riðlinum. Það er ekki hægt að biðja um meira.

Það skal tekið fram að ég hef ekki lengur taugar í að horfa á landsleiki hvort sem það er í handbolta eða fótbolta.  Ég laumast hins vegar til þess að kíkja öðru hverju á beinu handskrifuðu lýsingarnar á netinu, en þannig losna ég við að taka kvíðastillandi og fá ábendingar frá frúnni um að ég þurfi að fara á reiðistjórnunnarnámskeið.


mbl.is Jóhann bjargaði stigi með þrennu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband