Skuldaumræðan

Ég hef fylgst með umræðu um skuldamál heimila úr "fjarlægð" og gert við hana athugasemdir í "nálægð" hvar sem ég hef fengið því við komið. Og þessi umræða er að mínu viti komin í ákveðnar ógöngur engum til gagns og öllum til ama.

Undanfarið höfum við notið þeirrar "blessunar" að fá að lesa fallega framsett hugverk harðfullorðinna manna um verðtryggingu á einhvers konar dæmisöguformi sunnudagsskólanna. Einn þeirra talar um að þegar hann lánar hest þá vilji hann fá hann aftur, annar stillir upp einhverjum vinum sínum sem eru að braska með íbúðir í útleigu annars vegar og íbúðir til eigin nota hins vegar og sá þriðji þekkir einhvern Sigmund sem lánar einhverjum Davíð 1000 kall (eða var það öfugt) en nú getur Davíð ekki borgað sem er auðvitað svakaleg tragedía. Ályktunin sem þessir sómamenn draga af þessu öllu er svo auðvitað sú að mikilvægt sé að verðtryggja allt nema launin og að fólki beri að borga skuldir sínar þó það getið það ekki því annars verði engir hestar eftir til útreiðar.

Þessi barnsvæðing umræðunnar um skuldamál heimilanna er svo í óvenju skarpri andstöðu við "örlítið" faglegri innlegg hagfræðinga eins og Ólafs Margeirssonar, Ólafs Ísleifssonar, Lilju Mósesdóttur, Þórs Saari, Ólafs Arnarssonar og svo Paul Krugman´s (þessi með Nóbelinn) um þessi mál. Reyndar lét sá síðastnefndi hafa það eftir sér í viðtali eftir AGS ráðstefnuna í Hörpunni að við yrðum að leiðrétta skuldir heimilanna meðan við héldum praktískt séð ennþá á gömlu bönkunum en þess utan að hætta að verðtryggja. Þegar honum var bent á að þá yrðu lífeyrissjóðirnir óánægðir þá svaraði hann því til að það væri andsamfélagslegt því það kæmi í veg fyrir að hagkerfið næði sér.

Það furðulegasta við þessa umræðu alla eru kannski ekki endilega þessar helgisögur um fólk sem vill braska með húsdýr heldur sú staðreynd að það eru ennþá til aðilar sem eru að reyna að selja þá hugmynd að það sé í boði að gera ekki neitt. Og reyndar að það sé sérstaklega mikilvægt af því að allt annað muni kosta einhvern eitthvað.

Ég get ekki séð að aðgerðaleysi sé í boði vegna þess að í Íbúðalánasjóð mun þurfa að moka ca. 150 milljörðum ofan á það sem hefur verið skóflað inn í hann nú þegar ef ég hef skilið fréttir af fjárhagsstöðu sjóðsins rétt, þ.e.a.s. ef að menn velja að skipa honum ekki slitastjórn og senda skuldabréfaeigendur (lífeyrisjóðina) í klippingu. En hvernig hyggjast þeir sem engu vilja kosta til við lausn skuldamála heimilanna leysa vanda sjóðsins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband