21.4.2013 | 19:37
Já, hverju eru þið búnir að lofa kröfuhöfum?
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1294406/
http://islandsfengur.blog.is/blog/islandsfengur/entry/1294386/
Ómar hefur eftirfarandi eftir Ívari Páli Jónssyni, viðskiptablaðamanni á Morgunblaðinu: íslensk stjórnvöld skrifuðu undir viljayfirlýsingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins haustið 2008, um að þau ábyrgist að erlendir eigendur íslenskra eigna geti skipt þeim í erlendan gjaldeyri þegar gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt, á stöðugu gengi. Þar er um að ræða hundraða milljarða króna ríkisábyrgð á skuldum við útlendinga". Ofan á þetta kom svo auðvitað loforð um að gengið yrði frá Icesave áður en umsóknin í ESB hlyti brautargengi. Við þurfum ekki að giska mörgum sinnum á í hvað átti að nota skuldsettan gjaldeyrisvaraforðann þegar þessi loforð eru höfð í huga.
Og hafi fólk skort einhverja skýringu á því af hverju Samfylkingingarfólk og Sjallar eru vitstola af bræði á öllum umræðuþráðum þessa dagana, þegar þeir reyna að hræða úrganginn úr landslýð ef hann vogar sér að trúa á það markmið Framsóknarflokksins að taka á erlendum kröfuhöfum í stað þess að fylgja réttum-þeim-veskið-stefnu" Samfylkingar og Sjálfstæðismanna, þá er hún sennilega falin í þessum orðum sem Ómar vitnar í.
Vegsummerkin eftir þessa atburðarrás eru alls staðar. Bendið mér t.d. á einhvern sem hefur talað máli kröfuhafa af meiri innlifun en Árni Páll Árnason. Við hann eru meira að segja kennd lög sem hann setti kröfuhöfum til dýrðar. Já, ég veit að hann sagði að lögin hefðu verið gjöf hans til skuldugra heimila en markmið þeirra kristallast í þeirri staðreynd að Drómi, sem innheimtir ca. 1400 lán sem Seðlabankinn á, tekur ekkert mark á þessum lögum.
Og hverjir eru það sem hrópa hæst núna um að við verðum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar" þegar kröfuhafa ber á góma? Hvaða skuldbindingar eru það? Er það viljayfirlýsingin um að kröfuhafar geti valsað úr landi með fúlgur fjár og skilið landsmenn eftir með gjaldeyrisskuldir upp á hundruð milljarða. Er það þetta sem er átt við þegar talað er um velferðarstjórn í anda norrænna jafnaðarmanna? Að byrðum vegna taps áhættufjárfesta, sem þjóðin ber enga ábyrgð á, sé dreift jafnt á alla?
Og hagsmuna hverra eru menn eins og Einar K. Guðfinnsson að gæta þegar þeir eru að grugga vatnið með svona skrifum eins og birtast hérna?
http://ekg.blog.is/blog/ekg/entry/1294483/
Er það sama ískalda hagsmunamat" og fékk Einar til þess að segja já við seinni Icesave lögunum?
Er engin einasta leið til þess að fá þennan mannskap til þess að standa þó ekki væri nema einu sinni í lappirnar?
Um bloggið
Benedikt Helgason (Seiken)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eftir mörg góð og upplýsandi innlegg í athugasemdakerfum netmiðlanna, þar sem rædd hafa verið ýmis eftirhruns mál eins og t.d. uppgjör fallina fjármálafyrirtækja, gjaldeyris(skuld)varasjóðurinn, seðlabankinn, alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og samhengi þessara þátta við skuldamál heimilanna er Meistari Seiken byrjaður að blogga. Það er mikið fagnaðarefni.
Toni (IP-tala skráð) 23.4.2013 kl. 08:41
Velkominn á svæðið Toni. Alltaf gaman að hitta gamla kunningja
Benedikt Helgason, 24.4.2013 kl. 08:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.