75% er alltof lítið.

Þetta eru ekki góðar fréttir ef rétt er hermt af morgunblaðinu.

Ég sé ekki betur en að hér sé verið að leggja upp með að ríkið eða SÍ taki lán til þess að koma kröfuhöfum úr landi og þá er ekki einu sinni komin lausn á því hvernig losna á við upphaflegu snjóhengjuna (jöklabréf á höfuðbók 27). Það væri hræðileg niðurstaða.

Menn verða að fara að sameinast um að verðfella krónueignir kröfuhafa og jöklabréfaeigenda.  Það gerist ekki nema að lífeyrisjóðir og SÍ/ríkið hætti að gefa eigendum þessara eigna undir fótinn með að það standi til þess að kaupa þetta af þeim.


mbl.is Vilja lágmark 75% afslátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður er enginn munur á þínum krónum og krónum kröfuhafa. Eina leiðin til að verðfella krónueignir kröfuhafa og jöklabréfaeigenda er að setja af stað óðaverðbólgu, gengisfellingu sem gerir krónur verðlausar. En þar sem stærstu krónueignir þessara kröfuhafa eru eignarhlutir í Íslandsbanka og Arion banka hefði gengisfelling ekki mikil áhrif á verðmæti eignarinnar. Bankarnir standa þó krónan falli. 

Það er nokkuð snúið dæmi að stela frá útlendingum sem ekki eru eins vitlausir og Íslendingar. Og siðferði þjóðarinnar orðið nokkuð skrítið þegar þvinganir, kúganir og þjófnaður er talið sjálfsagt mál. Þar fór manndómurinn fyrir lítið, hafi hann einhverntíman verið til staðar.

Ufsi (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 12:46

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Benedikt. Hvað eru jöklabréf og hvers vegna eru þau einhvernveginn mitt vandamál?

Ég hef lengi leitað skýringa á því og spurt hagfræðinga og stjórnmálamenn, líka þá í seðlabankanum.

Enginn hefur getað gefið mér skiljanlegt svar, og margir þeirra virðast ekki einu sinni vita svarið almennilega sjálfir.

Getur þú gefið mér skiljanlegt svar við spurningunni: Hvað eru jöklabréf og hvaða máli skipta þau fyrir mig?

Guðmundur Ásgeirsson, 22.10.2013 kl. 13:15

3 Smámynd: Benedikt Helgason

Ef manndómur þinn Ufsi fellst í að reyna að tryggja að vogunnarsjóðir, hvers hluthafaskirteini eru mögulega að einhverju leyti í höndunum á þeim aðilum sem komu landinu á hausinn, komist úr landi með ofurhagnað í formi skuldsetts gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar, á meðan Íslendingar geta ekki fjármagnað heilbrigðisþjónustuna, þá höfum við trúlega ekki fengið sama uppeldið.

Sanngjarnasta lausnin á þessu máli er einfaldlega sú að erlendum eignum þrotabúanna verði öllum steypt í sama pott og þær paraðar á móti öllum óskum kröfuhafa um kaup á gjaldeyri (þar undir óskir jöklabréfaeigenda).  Það þýðir, gróft áætlað, að kröfuhafar bankanna og jöklabréfaeigendur fara út á genginu 240 kall evran og mega vel við una. En slíka lausn er hins vegar ekki hægt að þvinga fram á meðan endalaust er haldið áfram að gefa kröfuhöfum undir fótinn með að það standi eitthvað betra til boða. 

Og svo er munurinn á mínum krónum og krónum kröfuhafa sá að mínar eru ekki að bíða eftir því að komast út úr landinu.

Benedikt Helgason, 22.10.2013 kl. 13:24

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað eru jöklabréf og afhverju eru þau mitt vandamál?

Guðmundur Ásgeirsson, 22.10.2013 kl. 13:35

5 Smámynd: Benedikt Helgason

Það er góð spurning Guðmundur og trúlega get ég ekki dregið þig nær landi með þekkingu á þessu en þú hefur fengið annars staðar frá. En eins og ég hef skilið þetta, og í leiðinni lýsi ég eftir einhverjum sem kann þessu betur skil, þá eru "jöklabréfin" í raun innistæða á bók í SÍ (höfuðbók 27). Upphæðin ætti að vera af stærðargráðunni 400 milljarðar. Og ef ég ætti að giska á eitthvað þá hefur þeirri innistæðu verið kippt úr umferð með samkomulagi við eigendur þessara eigna um "bestu ávöxtun á byggðu bóli" eins og "einhver" orðaði það svo "skemmtilega".

Benedikt Helgason, 22.10.2013 kl. 13:39

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hverjir eiga þessa innstæðu og hvers vegna er það mitt vandamál þó einhver eigi bankainnstæðu?

Ég myndi nú bara almennt samgjeðjast þeim sem eiga bankainnstæður. Ég á engar. En afhverju er þetta mitt vandamál?

Guðmundur Ásgeirsson, 22.10.2013 kl. 13:58

7 Smámynd: Benedikt Helgason

Nei, ég á ekkert endilega von á að þú missir svefn yfir því Guðmundur þó að einhver eigi innistæðu á bók einhvers staðar. Og ef við getum sætt okkur við höft um ókomna tíð þá væri hugsanlega hægt að slappa fullkomlega af yfir þessu máli.  Hins vegar ef sá skilningur minn er réttur að þessari upphæð hafi í raun verið kippt úr umferð, og þá mögulega til þess að minnka peningamagn í umferð, þá má hafa af því nokkrar áhyggjur að þessum innistæðum verði sleppt lausum innan hafta.  Það gæti væntanlega haft leiðindaráhrif á verðbólguna.

En eins og ég segi, finnum einhvern sem veit eitthvað um þetta jöklabréfamál og látum hann segja okkur hvernig þessu er háttað. 

Benedikt Helgason, 22.10.2013 kl. 14:13

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já ég skil áhyggjur þínar vel ef það er tilfellið að þetta séu "bundið" fé sem gæti einmitt valdið verðbólgu erf það kæmist í frjálsa umferð. En ef þetta eru bara innstæður, afhverju er þetta þá kallað jöklabréf? Mér finnst það skrýtið hugtak.

En ég er fullkomlega sammála því að þetta er eitthvað sem við þyrftum helst að fá betri upplýsingar um.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.10.2013 kl. 14:48

9 identicon

er nokkuð samála þér. er sjálfur á móti því að seðlabankinn skrifi uppá þettað tivonandi skuldabréf. því um leið eru þetað ornar ríkisskuldir það hafa nukkrar þjóðir farið þá leið og ekki géfist vel og ef ílla fer eiga þeir sem kaupa skuldabréfið kröfu á ríkisjóð enn ekki bankana, við núverandi aðstæður er ríkið altaf í betri aðstæðum heldur en þegar ríkið er skuldunauturin þá eru kröfuhafar með viníngin. einsog sést með argentínu. seðlabankin hefur víst borið þessar fréttir til baka sem er léttir.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 20:46

10 Smámynd: Benedikt Helgason

Nákvæmlega Kristinn Geir.

SÍ bar þetta að einhverju leyti tilbaka í gær en Mogginn er byrjaður að hamra járnið aftur hér í morgunsárið.  Það ber að taka öllum fréttum af þessum málum með fyrirvara.  Kröfuhafar virðast hafa nóg af fólki í vinnu til þess að grugga vatnið. Og núna er verið að láta líta út fyrir að 75% afföll séu einhver ósigur fyrir þá þegar staðreyndin er sú að hagkerfið má undir engum kringumstæðum bæta við sig erlendum skuldum þegar það getur ekki einu sinni staðið undir bölvuðu Landsbankabréfinu.

Benedikt Helgason, 23.10.2013 kl. 06:00

11 identicon

samála

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 08:10

12 identicon

samála

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1009

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband