Nei, Hanna Birna

Þetta eru makalaus ummæli ef rétt er eftir henni haft.  Jón Gnarr og Besti flokkurinn buðu ekki fram. Bitist var um fylgið þeirra í gær og það virðist hafa farið mest til SF og eitthvað til Bjartrar Framtíðar.  Sjallarnir sáu minnst af því.

Staðreyndin er sú að Jón Gnarr yfirgaf sviðið sem stór sigurvegari, hann niðurlægði uppskáldaða pólitíkusa eins og Hönnu Birnu og sýndi fram á að fólkið í landinu þarf ekkert að óttast þó að það greiði einstaklingum eða flokkum atkvæði sitt jafnvel þó það sé ekki skilgetið afkvæmi hins íslenska fjórflokkakerfis.

Það er rétt að minna á að það var ekki Jón Gnarr eða Besti Flokkurinn sem setti Orkuveituna á hausinn. Það nægir að skoða þróun skulda OR til þess að átta sig á því að fjórflokkurinn í borginni, eins og hann leggur sig, tók með einum eða öðrum hætti þátt í því, þann rúma áratug sem póltíkin var að dunda sér við að fokka upp því fyrirtæki. 


mbl.is Úrslitin mikið áfall fyrir Jón Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Tilgangurinn með þessu gönuhlaupi er að draga athyglina frá öðru sögulegu afhroði Sjálfstæðisflokksins í röð í Reykjavík.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.6.2014 kl. 21:24

2 identicon

Held að Hanna Birna sjái það þannig að Jón Gnarr var sitjandi Borgarstjóri en hún var löngu hætt.

Held að flestir sjái það líka þannig.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 22:22

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sameinaðist ekki Bezti Flokkurinn og Björt Framtíð i sameiginlegt framboð?

Ef það er rétt þá fekk Jon Gnarr einn a nösina.

Ef fólk hefði verið ánægt með hvernig borginni var stjórnað síðasta kjörtímabil þá hefði Æ flokkurinn fengið mikið Meira fylgi, en svo var ekk.

En i staðinn fengu þau Æi nei ekki aftur.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 3.6.2014 kl. 02:31

4 identicon

Nei Jóhann
ef að Jón Gnarr gefur ekki kost á sér í framboð og hverfur af sviðinu þýðir ekkert að tengja það honum eitthvað þó fólk sem var með honum í flokki fái dræm atkvæði í öðrum flokki
þaðværi svipað og að einhver hrinti frænda vinar þíns í drullupoll og segði það vera mátuleg hefnd gagnvart einhverju sem þú gerðir

Ragnar víðisson (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 08:40

5 Smámynd: Benedikt Helgason

Takk fyrir innlitið allir.

Ég ákvað gera grein fyrir minni skoðun með örlítið nákvæmari hætti með nýjum pistli um málið.

Benedikt Helgason, 3.6.2014 kl. 10:07

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Var Jon Gnarr einn i Bezta Flokknum?

Ef að kjósendur hefðu verið ánægðir með Jon Gnarr og hans flokk að þá hefði sullið Björt Framtíð og Bezti Flokkurinn fengið 40% eða Meira greiddra atkvæða en svo varð ekki.

Jon Gnarr fekk nokkra a nösina, en eg alveg 100% viss um að Jóni Gnarr er alveg nákvæmlega sama af þvi að hann er sjálfselstur og hugsar bara um hagnað fyrir sjálfan sig.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 4.6.2014 kl. 03:32

7 identicon

sorrý
það að segja flokk sem er hættur störfum og annann flokk sem nokkrir úr gamla flokkinum ganga í vera sama hlutinn er frekar ógáfulegur hlutur að halda fram
var sjálfstæðisflokkurinn einhverntímann nasistaflokkur af því að einhverjir úr þjóðernishreyfingu íslendinga gengu aftur í hann eftir að sá flokkur hætti störfum um 1944 ?
ég myndi giska á að svara nei við þeirri spurningu.
(afsakið mig fyrir að vekja upp lögmál godwins hérna)
það er svo mjög eðlilegt að fylgi flokks sem hættir fari ekki endilega með þeim einstaklingum sem ganga í aðra flokka
það er ekki hægt að kalla það að fá nokkra á nösina.
hvað varðar það svo að setja það á mann sem ER hættur í pólitík er framlenging á þegar langdregnum pælingum

hvað varðar meinta sjálfselsku Jóns þá bendi ég á að það er ekki auðvelt starf að reka heila borg, þetta er ekki starf sem að fólk ætti að gera af sjálfselsku, bæði kosningabarátta sem að getur orðið óvægin og persónuleg og svo fjögur ár á eftir því þar sem að allra augum er beint að honum og hann undir smásjá, sérstaklega frá áður og enn valdamiklu og ríku fólki sem að fannst alls ekkert fyndið að hann skyldi taka af þeim völdin með þessum hætti.
sjálfselskur eiginhagsmunaseggur myndi að minnsta kosti reyna að draga sér fé fyrir erfiðið

Ragnar víðisson (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband