Hvers virði er Landsbankinn?

Væntanlegur kaupandi á hlut ríkisins í Landsbankanum þarf væntanlega að setja nokkra fyrirvara í kaupsamninginn.


1) Álit EFTA dómsstólsins virðist benda til þess að það sé óheimilt að skipta út vaxtaákvæðum gengistryggðra lána (SÍ vextir í staðinn fyrir t.d. Libor) en ef ég hef tekið rétt eftir þá mun eitt svoleiðis mál vera í gangi einhvers staðar í dómskerfinu. Þetta gæti þýtt frekari niðurfærslu gengistryggðra neytendalána.

2) Álit EFTA dómsstólsins virðist renna stoðum undir málflutning t.d. HH um að útfærsla verðtryggðra neytendalána sé ekki í samræmi við lög. Ef það er rétt þá þýðir það væntanlega að færa þarf niður verðtryggð lánasöfn bankans.

3) Bankinn á ekki fyrir skuldum sínum í erlendri mynt og er að því leytinu til eins staddur og hrun bankarnir í október 2008 nema hvað að í dag þá er SÍ með aðgengi að erlendu lánsfé til þess að bjarga bankanum frá greiðsluþroti. Það er ekki fyrirséð hvernig undið verður ofan af þessu og þá hvaða kostnaður fellur á bankann ef honum verður yfirleitt bjargað.

Sjálfur myndi ég ekki snerta á þessum banka með eldtöngum fyrr en það er búið að komast til botns í þessum málum en ég dreg það ekki í efa eitt augnablik að lífeyrissjóðir landsins klæji í fingurnar eftir því að fá að henda í þetta peningum.  En er eitthvað eiginfé eftir í Landsbankanum ef þetta fer allt á versta veg séð frá sjónarhóli bankans?


mbl.is Selja á 30% í Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Tekur virkilega einhver ennþá mark á greiningardeildum bankanna eftir dæmalaus "afrek" þeirra í aðdraganda bankahrunsins?

corvus corax, 11.9.2014 kl. 11:46

2 Smámynd: Benedikt Helgason

Það er spurning corvus. Mér finnst þær hafa haft á köflum nokkuð til máls að leggja hér eftir hrun en þær voru auðvitað hvorki fugl né fiskur þegar þær störfuðu sem auglýsingastofur bankana fyrir hrun.

Benedikt Helgason, 11.9.2014 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1009

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband