Um stýrivexti

Kannski er það bara innbyggða "samsæringa-kenninga-eðlið" mitt sem fær mig til þess að hafa vantrú á skýringum peningastefnunefndar, en nefndin virðist sjá mikið drama í uppsiglingu á hverjum einasta vaxtafundi án þess að restin af þjóðinni komi auga á það. Ég gæti best trúað að það sem drífi verkið hjá þeim sé fyrst og fremst að halda upp verðmæti skulda sem SÍ, ÍBLS og nýju bankarnir eiga.

Núverandi stýrivextir, sem hafa verið óbreyttir í langan tíma, virðast mynda einhvers konar gólf fyrir peningastefnunefnd jafnvel þó svo að þeir séu verulega hærri en verðbólgan.

Það er spurning hvort að þetta gólf sé ekki lagt þar sem það er til þess að koma í veg fyrir uppgreiðslutap hjá ÍBLS sem væntanlega myndi aukast ef stýrivextir lækka, endurreisn bankanna er síðan væntanlega byggð á ákveðnum forsendum um vaxtamun (smbr. Víglundarfundargerðir ef ég man rétt). Rúsínan í pylsuendanum er svo væntanlega sú að útkoman úr eignasöfnum SÍ verður hærri eftir því sem stýrivextir eru hærri, en ég geri ekki ráð fyrir að tryggir lesendur síðunnar hafi gleymt því hversu ríka áherslu Már og Gylfi Magnússon lögðu á það að gengistryggð lánasöfn yrðu sett á SÍ vexti þegar dómur féll um lögmæti gengistryggingar. 

Ég segi svona.


mbl.is Óbreyttir vextir í tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband