Leiðréttingin

Fyrstu viðbrögð í netheimum eru eins og við mátti búast. Samfylkingarliðar snappa af bræði svo ekki sé fastar að orði kveðið, Róbert Marshall ætlar að fá sér æfón 6 og Illugi Jökuls er ennþá að leita að 300 milljörðunum sem Össur lofaði Sigmundi. Þeir sem á annað borð þora að viðurkenna stuðning við stjórnina, þrátt fyrir að eiga það á hættu á að verða makaðir upp úr úrgangi listrænna vinstrimanna, eru sáttari.

Ein af mínum fyrstu athugasemdum í netheimum sem ég lagði inn á Eyjuna, sennilega í Nóvember 2008, var á þá leið að leiðréttingar á lánum þyrfti að ná í gegnum dómsstóla. Það fríar að minnsta kosti samfélagsmiðla frá þeirri umræðu um hvað sé sanngjarnt og hvað sé ekki sanngjant. Þegar á öllu er á botnin hvolft þá er þetta ennþá mín skoðun og ég hef því meiri áhuga á dagsetningunni 24. Nóvember, þegar von er á seinna áliti EFTA dómsstólsins um verðtryggð lán en ég hef á dagsetningunni 10. nóvember. Í EFTA álitinu gæti falist upphafið af endinum á kreppunni, því það er varla til fljótlegri leið til þess að bræða stóran klaka úr snjóhengjuna enn að fá útfærslu verðtryggingar dæmda ólögmæta. Sérfróðir menn um málefnið segja mér hins vegar, að álitið verði trúlega í stíl við það fyrra þ.e. að íslenskum dómurum verði sagt að girða sig sjálfir og dæma í málinu samkvæmt lögum hvað sem það þýðir svo.


mbl.is Greiðslubyrði lækkar um 15%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég er alveg sammála þér að 24.nóv. er mun áhugaverðari dagsetning. En það má ekki gleyma því Benedikt, að þó að íslenskum dómstólum hafi verið gert að girða sig sjálfir í fyrra áliti EFTA, voru nokkuð skýrar leiðbeiningar um hvernig þeir eiga fara að á því. Svo á eftir að sjá hvernig þeim tekst að snúa sig undan því þegar þar að kemur.

Erlingur Alfreð Jónsson, 10.11.2014 kl. 15:28

2 Smámynd: Benedikt Helgason

Sammála Erlingur, leiðbeiningarnar voru skýrar í fyrra álitinu en ég hef reyndar séð eina tillögu að undankomuleið fyrir íslenska dómsstóla en verð reyndar að viðurkenna að ég man ekki einu sinni hvernig sá fídus átti að líta út. Og já, fyrr en lokadómar hafa litið dagsins ljós er best að segja sem minnst.

Benedikt Helgason, 10.11.2014 kl. 15:33

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Getur verið að dagsetningin 24. nóv. hafi nokkuð að gera með það að núna sé búið að seinka staðfestingartíma "leiðréttingarinnar" fram í desember? Nei... það getur ekki verið... ;)

Spurningin: Þann 24. nóv. mun EFTA-dómstóllinn aðeins svara einni spurningu. Það er hvort það séu óréttmætir skilmálar að láta viðskiptavin fá greiðsluáætlun sem miðaðst við 0% verðbólgu, þegar það er víðsfjarri öllum veruleika bæði fyrr og síðar? Svarið við spurningunni er mjög augljóst, það eina sem á eftir að koma í ljós er hvort að EFTA-dómstóllinn muni þora að svara rétt.

Undankomuleiðin: Hvort þú "máttir vita" hver kostnaðurinn yrði... Með kynningu á leiðréttingunni í dag var í rauninni viðurkennt að svo var ekki. Svona ef það skyldi ekki hafa verið alveg augljóst fyrir, að engum datt í hug að þurfa að borga yfir 400 miljónir til baka fyrir 26 milljón króna húsnæðislán.

Tengsl við snjóhengjuna: Verðtryggingin hefur afskaplega lítið með snjóhengjuna að gera heldur frekar 350 milljarða uppsafnaðan hagnað nýju bankanna sem situr þar og bíður ráðstöfunar (eða endurheimtu). Það hefur þegar verið settur á skattur fyrir 80 milljörðum sem verður hægt að nýta til að takast á við afleiðingarnar fyrir Íbúðalánasjóð, og þá verða 270 milljarðar ennþá eftir til að leiðrétta með.

Raunverulega snjóhengjan: Landsbankabréfin upp á 250 milljarða í erlendum gjaldeyri eru stærsti bitinn í henni. Þennan ísjaka er eins og allt hitt auðveldast að bræða í gegnum dómskerfið, enda eru þetta klárlega ólöglega gengistryggð lán þar sem það var aldrei neinn gjaldeyrir lánaður (plús a.m.k. þrjár ástæður í viðbót fyrir því að þetta eru ólöglegir pappírar).

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2014 kl. 19:35

4 Smámynd: Benedikt Helgason

Takk fyrir innlitið Guðmundur.

Jú, útkoman úr verðtryggingardómsmálunum snertir snjóhengjuna.  Arion og Íslandsbanki eiga væntanlega verðtryggð lánasöfn sem þarf að færa niður ef lántakendur vinna sín dómsmál en eins og þú veist þá getur þessi niðurfærsla orðið stór en fer þó eftir hvaða skurðpunkt yrði miðað við í endurútreikningi.  Þá skilst mér að einhverjir erlendir krónueigendur hafi fært sig yfir í íbúðabréf en ef allt fer á versta veg fyrir lánveitendur þá geri ég ráð fyrir að menn skoði það alvarlega að setja ÍBLS í þrot og senda skuldabréfaeigendur í klippingu.  

Benedikt Helgason, 10.11.2014 kl. 19:57

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Arion og Íslandsbanki eiga fyrir því að niðurfæra samkvæmt dómi. Það mun lítil áhrif hafa á snjóhengjuna.

Það sem er helst til þess fallið að snerta snjóhengjuna (fyrir utan Landsbankabréfin) er bankaskatturinn, og hann ætti að nota fyrir Íbúðalánasjóð til að endurfjármagna hann án þess að það þurfi að koma úr vasa almennings.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2014 kl. 22:18

6 Smámynd: Benedikt Helgason

Sæll Guðmundur.  Að mínu viti heyra undir snjóhengjuna allar þær krónueignir útlendinga sem líklegar væru til þess að breytast í óskir um kaup á gjaldeyri ef höftunum yrði aflétt.

Undir þessa skilgreiningu fellur það eiginfé sem skilanefndirnar eiga í t.d. Arion og Íslandsbanka sem er í samræmi við mat t.d. SÍ á því hvaða fé væri líklegt til þess að leita út úr landinu við afnám hafta. Þetta eiginfé þarf mögulega að færa niður eins og þú bendir á en þar fyrir utan þá erum við með t.d. sjálfstætt starfandi bílalánafyrirtæki í eigu erlendra aðila í landinu fyrir utan möguleikan á að klippa skuldabréfaeigendur. Þetta eru ekki óverulegar upphæðir. Ég hef sjússað á að heildaráhrifin á snjóhenjuna væru af stærðargráðunni 200-300 milljarðar ef ítrustu kröfur lántakenda ná í gegn og stjórnvöld beita skuldabréfaeigendur hörku.  Það er eins og 5 ár af bankaskatti og hærri upphæð en SÍ hefur náð að vinna á hengjunni þau 6 ár sem höftin hafa varað.

Stóra sorgin í þessu er hins vegar sú að sennilega hefði hagstæður dómur lítil áhrif á uppgjör gamla Landsbankans, en ef að rétt hefði verið staðið að samningum á milli gamla og nýja bankans þæ væru það almennir kröfuhafar í gamla bankann sem þyrftu að taka á sig niðurfærslu verðtryggðra lánasafna í kjölfar dóma. Ég hef enga trú á því að velferðarstjórnin hafi gert fyrirvara í samningum um verð á lánasöfnum gamla Landsbankans. 

Benedikt Helgason, 11.11.2014 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband