Úff!

Hvað á maður að segja? Engin stefnuskrá, engar hugmyndir og svo skilar Guðmundur Steingríms að sjálfsögðu auðu í einu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar. Er ekki með neitt. Algjörlega blankó. Ég get svarið það að það væri betra fyrir Bjarta Framtíð að halda bara fast í upphaflega prógrammið, að tjá sig aldrei um neitt sem skiptir máli.

En hvað segja kjósendur þessa flokks? Hvernig sjá þeir fyrir sér að höftin verði losuð? Gera 781 milljarða snjóhengju (síðasta mat SÍ) að skuld inni í Seðlabanka Evrópu eins og systurflokkurinn hefur barist svo hatramlega fyrir eða ...?

Ég held ég verði að taka undir með Lilju Mósesdóttur sem skrifaði einhversstaðar í kommentakerfi á fjölmiðli nýlega að almenningur væri ótrúlega kærulaus í afstöðu sinni gagnvart þeirri hættu sem steðjar að.

 


mbl.is Bæri hag kröfuhafa fyrir brjósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Að mínu áliti er þessi maður vindbelgur og tækifærisinni dauðans.  Vil bara vera í pólitík eins og pabbi og afi. Verst er að það vantar alveg að vita hvað hann vill. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2015 kl. 23:46

2 identicon

Því miður er Sigmundur Davíð að víkja sér undan að svara mjög svo mikilvægri spurningu.  Það gerir spurninguna hvorki verri né betri þó Guðmundur Steingríms láti hana sér um munn fara.

  Hvernig má það vera að þegar menn eru sammála að vandinn við snjóhengjuna sé sá að ef eigendur þeirra króna er hana mynda, vildu allir skifta þeim yfir í gjaldeyri með tilheyrandi gengisfalli, hvernig má þá það vera einhver lausn að tappa af þessari krónueign með útgönguskatti og veita þeim peningum inn í samfélagið, hvaðan þeim verður að sjálfsögðu skift yfir í gjaldeyri til að greiða fyrir innflutning.

Auðvitað á að setja svona 70% útgönguskatt og eyða svo þeim krónum er þannig safnast af því að engin verðmæti eru á bak við þær.

Ég hef svo sem litla trú á blaðrinu í Guðmundi en stundum ratast kjöftugum satt á munn. Miklu ískyggilegri finnast mér undanbrögð Sigmundar D. gagnvart því að gera grein fyrir þessu.

Ég var satt að segja að vona að hann væri ekki sá lýðskrumari andskotans að ætla að telja fólki trú um að þarna væru á ferðinni raunveruleg verðmæti.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.2.2015 kl. 00:50

3 Smámynd: Benedikt Helgason

Afsakið sein svör bæði tvö en ég er tveimur klukkutímum á undan ykkur hér niðurfrá þannig að ég er farinn að sofa á meðan þið eruð ennþá í baráttunni.

Benedikt Helgason, 25.2.2015 kl. 09:37

4 Smámynd: Benedikt Helgason

@Ásthildur. Ég held að Guðmundur Steingríms þurfi fyrst og fremst að fara að fullorðnast pólitískt. Það dugar ekki í lengdina að segja bara að maður vilji ekkert vesen og segja pass í stærstu málunum. Björt Framtíð heldur á fylgi sem getur rokið annað á 0.5 sekúndum ef Guðmundur og félagar ná ekki að innsigla það.  Hvað gerist t.d. ef að Samfylkingin finnur sér formann sem hefur breiða skírskotun, talar ekki bara í frösum og er ekki innsmurður í ófögnuð velferðarstjórnarinnar?  Fer þá ekki fylgið að streyma frá Bjartri og yfir á SF?

Benedikt Helgason, 25.2.2015 kl. 09:42

5 Smámynd: Benedikt Helgason

@Bjarni. "Hvernig má það vera að þegar menn eru sammála að vandinn við snjóhengjuna sé sá að ef eigendur þeirra króna er hana mynda, vildu allir skifta þeim yfir í gjaldeyri með tilheyrandi gengisfalli, hvernig má þá það vera einhver lausn að tappa af þessari krónueign með útgönguskatti og veita þeim peningum inn í samfélagið, hvaðan þeim verður að sjálfsögðu skift yfir í gjaldeyri til að greiða fyrir innflutning."

Auðvitað skiptir útfærslan lykilmáli, og það er ekkert víst að SDG og félagar séu með skothelt plan, en það sem mér blöskrar kannski fyrst og fremst í viðhorfum Guðmundar er að það er eins og það megi ekki reyna leysa málið öðru vísi en að hörmungarvæða efnahagskerfið enn frekar en orðið er.

Ég hef talað fyrir hærri útgönguskatti eins og þú en í því samhengi þá skiptir höfuðmáli hvaða skattstofn við erum að tala um.  Það dugar ekki í mínum heimi að skatta bara snjóhengjuna (800 milljarðar) um 30%, það liggur í augum uppi.  En ef skatturinn er 30% af öllum eigum þrotabúanna (ca. 2400 milljarðar?) þá er þetta farið að líkjast einhverju.

Ég er ekki viss um að það þurfi að taka allar krónueignirnar úr umferð. Ef innistæður kröfuhafa í bankakerfinu eru t.d. notaðar til þess að greiða niður lán í bankakerfinu (t.d. kostnaður við leiðrétttinguna) þá sýnist mér að það hafi jákvæð áhrif á peningamagn í umferð (höfuðbækur lána og innistæðna báðar færðar nær núlli). En vissulega er það þannig með hluta af þessu gæti SÍ þurft að taka úr umferð og mjatla út í rólegheitum eins og þeir hafa verið að gera. Ef ég man rétt þá hafa þeir haldið stórum skuldabréfaflokkum frá markaði en töluðu um að selja hann fjárfestum í kjölfar leiðréttingarinnar til þess að lækka lausar innnistæður í kerfinu geri ég ráð fyrir (innistæður í bankakerfinu notaðar til þess að greiða SÍ fyrir bréfin). 

Benedikt Helgason, 25.2.2015 kl. 10:02

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Benedikt, já það er aldeilis hætt við því.  Ef þeim til dæmis auðnaðist að fá Stefán Jón Hafstein eða einhvern álíka í forsvar.  Einhvern með alvöru markmið en ekki eintóma hlaupapólutík.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2015 kl. 10:08

7 Smámynd: Benedikt Helgason

Já Ásthildur þú segir nokkuð, ég hafði ekki einu sinni hugsað út í Stefán Jón. Það er aldrei að vita nema að hann sé maðurinn í þetta fyrir SF.

Benedikt Helgason, 25.2.2015 kl. 10:45

8 identicon

Hið eina svar sem heitið gat að S.D. gæfi var að nauðsynlegt sé að lækka snjóhengjuna til að losna við vaxtakostnað.

Þetta var samt náttúrulega ekkert svar þar sem ekki var spurt um af hverju ætti að lækka snjóhengjuna heldur hvernig.

Snjóhengjuvandinn er m.a. afleiðing þess að bönkum var veitt leyfi til að búa til innistæður. Frosti Sigurjónsson gerði að sínum málflutningi nauðsyn þess að gæta að peningaprenntun og taka hana frá bönkunum.  Það er engu líkara en að Framsókn sé búin að súrsa þessar hugmyndir niður í tunnu hugsanlega til þess að draga þær fram fyrir næstu kosningar.  A.m.k. ef marka má undanbrögð S.D.

Þetta var nú samt eitt það almerkilegasta sem kom fram fyrir síðustu kosningar þ.e. hugmyndir um betra peningakerfi. http://betrapeningakerfi.is/page/2/ Þeir sem tala fyrir sjálfstæði landsins og gildi sjálfstæðrar myntar(ég þar með talinn) verða um leið að gera sér grein fyrir og leitast við að sníða af annmarka íslensku krónunnar. En áður en evrusvæðið fór að brenna, þá voru það ein helstu rök aðildarsinna að krónan dygði ekki, við þyrftum að taka upp aðra mynt og þar væri evran ein í boði en aðeins með aðild að ESB.

Þó að klúður evrusvæðisins létti heldur undir þessa dagana þá réttlætir það ekki þessa súrsun hugmynda Frosta og fl. Það er t.d. ótækt að hafa vofandi yfir óðaverðbólgu út af snjóhengjunni og flest lán bundin í vísitölu.  Vísitöluna er á hinn bóginn erfitt að afnema ef alltaf er verið að dæla krónum í hagkerfið.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.2.2015 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband