21.3.2015 | 14:35
Að kljúfa hár í vindi
Ég er ekki einn um það að finnast atburðarrásin á flokksþingi Samfylkingarinnar vera hreint með ólíkindum. Látum það eiga sig að það er ekki nema fyrir gríðarlega vel þjálfað pólitískt auga að geta greint muninn á stefnu Árna Páls og Sigríðar Ingibjargar. Það er eins og að reyna að kljúfa hár í vindi. Fyrir þá sem ekki eru fermdir inn í þetta batterí þá er hin almenna skoðun sú að ÁPÁ og SII eru einfaldlega bæði smurð inn í ófögnuð velferðarstjórnarinnar, þar undir Icesave, bankauppbygginguna og árásina á heimili og fyrirtæki landsmanna.
En til þess að þétta raðirnar þá hvetja sumir flokksmenn nú liðið áfram með því að beina spjótunum að hinum sameiginlega óvini, vondu hægri stjórninni. Stærsti óvinur jafnaðarmanna er hins vegar ekki Framsókn, Sjallar eða forsetinn; stærsti óvinur jafnaðarmanna eru jafnaðarmenn og óendanlegur vilji þeirra og geta til þess að taka heimskulegar ákvarðanir. Hægri stjórnin mun sjá um að farga sér sjálf, til þess þarf hún enga hjálp.
Ég neita því ekki að ég hef ákveðna samúð með ÁPÁ eftir atburði gærdagsins en ef maður bakkar hins vegar þrjú skref afturábak og horfir yfir sviðið þá er eitthað svo óendanlega sorglegt að fylgjast með þessu. Þegar öllu er á botnin hvolft þá er fólk að berast á banaspjótum vegna ágreinings um hver eigi að skipa slitastjórnina hjá pólitískt gjaldþrota jaðarstjórnmálaafli, á fámennri eyju úti í miðju norður-Atlandshafinu. Fyrsta fórnarlambið í þessu drama er einfaldlega mannleg reisn þess fólks sem nennir að eyða tíma sínum í þetta. En ég skal taka hattinn ofan fyrir ÁPÁ ef honum tekst að vinna þokkalega úr þessari stöðu en ef ég væri í hans sporum þá myndi ég sofa með annað augað opið og hægri hendina á vopninu undir koddanum.
Þessa dagana er hins vegar hægt að gleðjast yfir því að Píratarnir skuli vera að háma í sig fylgið. Það bendir til þess að það sé ennþá lífsneisti með þjóðinni og gefur von um að einhvern tímann muni tímasetningar passa þannig saman að óánægjufylgið þjappi sér á bakvið eitt stjórnmálaafl eins og gerðist með Besta flokkinn í Borginni. Það er ekki víst að það heiti Píratar frekar en Samstaða eða Dögun þegar við náum á þann stað. Aðalatriðið er hins vegar að fólk átti sig á að þetta er eina leiðin til þess að þvinga í gegn nauðsynlegar breytingar í Íslenskum stjórnmálum.
Segjast sjá fingraför Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Benedikt Helgason (Seiken)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Finnst þér Píratar þvinga í gegn nauðsynlegar breytingar í borginni?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.3.2015 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.