Eftirgjöf skulda þrotabúanna skattskyld?

Þetta var til umræðu fyrir nokkrum mánuðum síðan og gott ef það var ekki skattalögfræðingur frá einmitt Deloitte sem benti á þennan möguleika við að gera upp þrotabúin. En eitt er auðvitað að það komi álit frá skattalögfræðingum um þessi mál en annað er að ef að þessi túlkun er komin inn í bindandi álit ríkisskattstjóra. Þá erum við klárlega búin að skrúfa hörkustigið upp um tvö hak.

Ég hef svo sem áður tjáð þá skoðun mína að það eigi að snýta þrotabúunum. Og mér sýnist þessi túlkun á lögunum gera það mögulegt. Ég missi engan svefn yfir því þó að kröfuhafar þurfi að hverfa af landi brott með skottið á milli fótanna. Og mér er þá alveg sama hvort um er að ræða vogunnarsjóði eða lífeyrissjóði þýskra tannlækna sem taka sér stöðu með vogunnarsjóðum. Þeir eru allir jafn óvinveittir íslensku samfélagi.

Í sem styðstu máli þá varð hrunið á Íslandi vegna þess að einkabankar tóku lán í útlöndum sem þeir gátu ekki borgað til baka. Á því bera þessir bankar (og þar með þrotabú þeirra) fyrst og fremst ábyrgð sjálfir. Flóknara er það ekki og almenningur á að beyta takmarkalausri hörku við að hafna ábyrgð á tapinu sem af þessu hlýst, því hvernig skilaboð eru það sem við sendum ef að við erum að bæta fjárfestum upp rænulausar lánveitingar? Það væri aumingjavæðing kapítalismans því með því værum við að taka úr sambandi einn allra mikilvægasta þáttinn í frjálsum viðskiptum sem er að eyða þeim aðilum úr kerfinu sem eru líklegastir til þess að fara sér að voða.

Kjarnin í þessu máli, sem er efnahagslegt uppgjör hrunsins er sá, að íslensk samfélag, ríkið, heimili og fyrirtæki hafa orðið fyrir gríðarlegu tjóni vegna þess og þá á ennþá eftir að greiða fyrir seinni hluta hrunsins sem er kostnaðurinn við afléttingu hafta. Og nú eru brátt liðin 7 ár frá hruni og það er fyrst núna sem íslenska ríkið er farið að spá í með skattlagningu að ná í fé upp það tjón sem hefur orðið á t.d. lánasafni íbúðalánasjóðs.

Göfugasta skylda ríkisins er að hugsa um almannahag sem er ósamrýmanlegur hag kröfuhafa. Ríkisskattsjóri fær prik frá mér með að standa fastur fyrir í þessu máli. Strippum þrotabúin eins langt og lög leyfa.


mbl.is Eftirgjöf skulda ber 36% skatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Það var sá sami.  Sami lögfræðingur.

Eg segi fyrir mig, - að eg botna ekkert í hvað fólk er að segja þarna eða hvað moggi vill segja með þessu.

Þetta er bara eitthvað rugl sýnist mér.

Í fyrsta lagi þyrfti maður að sjá þetta álit ríkisskattstjóra varðandi Icebank til átta sig á hvernig það er relevant varðandi þessa kröfuhafa.

Eins og þetta hljómar eða eins og framsetningin er, - þá virkar þetta alveg hroðalega vitlaust.

Það er líka erfitt að átta sig á hvað lögfræðingur Deloit er að meina eða hver afstaða hans er.  Er hann ekki að hæðast að áliti ríkisskattstjóra?  Jú, mér sýnist það.  Lögfræðingurinn hefur aldrei heyrt um annað eins fyrr.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.5.2015 kl. 10:36

2 Smámynd: Benedikt Helgason

Já var einmitt að spá í það hvort að þetta væri ekki sami lögfræðingur og síðast. Mér sýnist hún ekkert vera að hæðast að þessu, lýsir því bara yfir að þetta væri nýmæli er það ekki?

Benedikt Helgason, 8.5.2015 kl. 11:01

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Veit það ekki.  Þarfnast nánari skýringar.  Sennilega er nánar fjallað um þetta í blaðinu mogga, - en ég les það aldrei.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.5.2015 kl. 12:13

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Benedikt,

Ég skil þetta ekki alveg heldur, en sýnist þetta eiga við öll þrotabú.  Þannig að ef að þrotabú getur ekki greitt kröfuhöfum, þá eigi þrotabúið að greiða skatt af þeirri upphæð sem þeir geta ekki greitt.  Ég sé ekki alveg hvernig gjaldþrota fyrirtæki á að greiða skatt af því sem það getur ekki greitt???  Það vantar eitthvað stórt í þetta púsluspil til að þetta komi heim og saman...

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 8.5.2015 kl. 18:02

5 Smámynd: Benedikt Helgason

Sæll Arnór.

Ég veit þetta svo sem ekki og er bara að hugsa upphátt en ég er að giska á að hér spili inn "varðveislulögmál" í skattkerfinu. M.ö.o. að einhvers staðar í ferlinu er lögaðili sem getur fengið skattaafslátt út á þetta tap. Við það tapar skattheimtan innkomu sem þess í stað er tekin inn í búinu.

Benedikt Helgason, 8.5.2015 kl. 18:39

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta álit er hér:  https://www.rsk.is/fagadilar/bindandi-alit/bindandi-alit-nr-02-15

Þetta er langt og flókið, - en engu líkara er að skilja verði eins og Arnór lýsir.  Engu líkara við fyrstu sýn.

Sko, þetta stenst ekkert.  Sem sagt, að það á greiða yfir 30% skatt af því sem það getur ekki greitt, - og sá skattur á að fá forgang í eigur búsins!

Samkvæmt þessu væri þá líklega hægt ganga á þær eigur sem þó eða  þurrka eigurnar upp í sumum tilfellum eins og lögfræðingurinn bendr á.  (Að vísu er talað um að hægt sé að færa tap á móti og ekki gott að átta sig á því dæmi)

Þetta stenst ekkert, að mínu mati.  það hlýtur að vera einhver misskilningur þarna eða eitthvað atriði sem vantar inní dæmið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.5.2015 kl. 19:04

7 Smámynd: Benedikt Helgason

Það er ekki gott að segja Ómar. Skattalögfræðingurinn hjá Deloitte segir þetta og ríkisskattsjóri segir þetta og ég geri nú ráð fyrir að í ljósi stöðunnar þá hafi hann rennt þessu framhjá fleiri en einum lögfræðingi þegar yfirvofandi eru gjaldþrot fjármálafyrirtækja af stærðargráðunni nokkrar þjóðarframleiðslur.

En það þarf varla að efast um það að þetta endar fyrir dómsstólum ef að þetta ýtir ekki bara slitastjórnunum í að semja um slitin á skynsamlegri nótum en þær hafa viljað fram að þessu. Eftir það þá vitum við hvað er hægt og hvað er ekki hægt í þessu samhengi.

Benedikt Helgason, 8.5.2015 kl. 20:24

8 identicon

þettað var líka í umræðuni um 110% leiðinni ekki veit ég hvernig sú umræða endaði en ekki fór sú stjórn þá leið svo. senlega er hún ekki fær 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 11.5.2015 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1009

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband