Já, og beinduð henni að þjóðinni.

Það verður að taka undir með Árna Páli hérna; Jóhönnu stjórnin hlóð byssuna ... en beindi henni reyndar að þjóðinni. Það er rétt að rifja það upp hvernig ÁPÁ vildi leysa þetta mál, hann lýsir því best sjálfur, ganga í ESB og taka upp Evru:

http://www.arnipall.is/greinar/ad_ausa_fley_med_fingurbjorg/

Hviss, bang, og krónueignir slitabúanna orðnar að skuldum Íslendinga við Seðlabanka Evrópu. Breyta skuldum í „ónýtum gjaldmiðli“ yfir í skuldir í „alvöru gjaldmiðli“. Það gera auðvitað bara snillingar. Til þess að koma þessari helstefnu í framkvæmd þurfti að samþykkja Svavars-samninginn, helst óséðan, og ljúga gjaldeyrisskuldum upp á nýja Landsbankann. Kúba norðursins, gefa bankana, hóta þjóðinni. Þetta gat einfaldlega ekki klikkað. Eða ...?

Hvað sem mönnum finnst um þessa lausn Laugarvatnsstjórnarinnar á þessum vanda þá er hún þó trúlega 1000 milljörðum skárri en „business-planið“ sem ÁPA eyddi orðsporinu í að reyna að koma í framkvæmd.


mbl.is „Við settum kúluna í byssuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samfylkingin hefur aldrei útskýrt með hverju hún ætlar að kaupa 11 milljarða evra til að "taka upp" sem gjaldmiðil Íslands. Halda þau kannski að evrópski seðlabankinn ætli að gefa okkur þá peninga í góðgerðaskyni?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2015 kl. 22:51

2 Smámynd: Benedikt Helgason

Ef ég man rétt Guðmundur, þá lýsti gjaldkeri SF þessu ferli í frægum pistli. Þetta var eitthvað á þá leið að Seðlabanki Evrópu myndi bara láta okkur hafa Evrur fyrir krónurnar okkar (og þar með talið  krónur krófuhafa) og svo yrði snjóhengjan meira og minna bara að "litlu pósthólfi" sem SÍ væri með á sinni könnu inni í Seðlabanka Evrópu. Þetta var svona "ESB-leysir-allt-fyrir-mann-ef-maður-trúir-bara-nógu-heitt" lausn. 

Það segir sig hins vegar sjálft að tilgangurinn með ERM II fordyrinu að upptöku Evru er að búið sé að eyða öllu ójafnvægi á gjaldeyrismarkaði upptöku ríkis áður en Seðlabanki Evrópu byrjar að verja gjaldmiðil þess ríkis með vikmörkum.  M.ö.o. krónueignir kröfuhafa hefðu ekki breyst í Evrur fyrr en búið var að gengisfella krónuna um ca. 30% ofan á gengisfallið sem kom vegna hrunsins.

Ég giska á að ef Jóhönnu-stjórnin hefði séð í gegnum þetta og byrjað bara á því að leysa úr hrunmálunum með almannahagsmuni að leiðarljósi (þar með talið skuldamál heimila), í stað þess að fara í að sækja um í ESB 2009 og sleikja upp kröfuhafa, þá sæti sú stjórn ennþá við völd og væri komin langt með að koma ESB aðildinni í gegn hjá þjóðinni.   

Benedikt Helgason, 29.10.2015 kl. 07:41

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem ég á við er, að ef ECB myndi taka við krónum í skiptum fyrir evrur, þá væri krónan orðin "alþjóðalega gjaldgeng" mynt og þau rök fyrir því að losa sig við hana væru þar með horfin. Til þess að taka upp evru þyrfti þessu marki fyrst að vera náð, en þegar því marki væri náð þá væri engin ástæða lengur til að skipta um gjaldmiðil. Catch 22.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2015 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband