Vollgeld

Þetta er spennandi en ég geri mér ekki grein fyrir því hvernig svissneska þjóðin er skipt í afstöðu sinni til þessa máls, þ.e.a.s. að taka peningaprentunarvaldið af einkareknum bönkum og færa það inn í svissneska seðlabankann:

http://www.vollgeld-initiative.ch/english/

Það sem margir vita ekki er að svissneskum bönkum var bjargað í október 2008 í ótrúlegri aðgerð sem framkvæmd var í skjóli nætur. Ef ég man rétt þá var björgunnarpakkinn af stærðargráðuni 6000 milljarðar íslenskra króna (60 milljarðar franka) sem svissneski seðlabankinn lagði inn í UBS gegn því að bankinn afskrifaði eitraðar eignir.  Á móti fékk seðlabankinn ca. 10% hlut í bankanum.

Í framhaldi af þessu má segja að ást hins almenna borgara á bankakerfinu hér suðurfrá hafi verið af skornum skammti tala nú ekki um þar sem bankabónusar urðu aftur normið örfáum árum eftir þessa björgunaraðgerð.

Á móti kemur að fólk er hér reglulega minnt á að svissnesk hagsæld sé að miklu leyti tilkomin vegna þess hversu fjármálageirinn sé öflugur.  Svisslendingar hafa í raun svo til endalaust aðgengi að lánsfé á lágum eða engum vöxtum og hafa lært að umgangast slík forréttindi. Það verður seint sagt að íslenskir bankamenn hafi náð að tileinka sér þá list með sannfærandi hætti því það er verið að gera upp íslenska 2007 bankakerfið þessa dagana með ca. 50% afskriftum. Það er þrekvirki í ábyrgðarlausri bankastarfsemi.

Ef ég á að giska á eitthvað þá mun byrja hræðsluáróður í svissneskum fjölmiðlum (er reyndar þegar hafinn) til þess að vinna gegn þessari tillögu um að taka peningarprentunnarvaldið af bönkunum og ætli heimamenn endi ekki á að fella þetta 70/30 skipt eftir "Röstigraben" (þýskumælandi hlutinn á móti og frönsku-/ítölskumælandi hlutinn með). En sjáum til.

Ef það væri eitthvað vit í Pírötunum heima á Fróni þá myndu þeir fylkja sér að baki hugmyndum Frosta Sigurjóns um að koma þessu í framkvæmd á Íslandi. Nú er tækifærið, við sitjum með bróðurpartinn af bankakerfinu á ríkisreikningnum og því hægt að gera róttækar breytingar. 


mbl.is Bönkum bannað að búa til peninga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Benedikt. Varðandi það sem þú segir í færslunni um pírata, vil ég benda þér á að þeir samþykktu fyrir meira en tveimur árum síðan stefnu sem gengur út á að kanna frekar kosti og galla þess að taka upp nýtt peningakerfi, og í þeirri stefnu er einmitt vísað til þeirra hugmynda sem hópurinn Betra Peningakerfi hefur sett fram. Frosti Sigurjónsson lagði svo núna í haust fram þingsályktunartillögu um umbætur á fyrirkomulagi peningamyndunar, og einn af meðflutningsmönnum þeirrar tillögu er Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður pírata.

Samkvæmt þessu virðist því vera heilmikið vit í "Pírötunum heima á Fróni" svo ég leyfi mér að nota þitt orðalag. :)

https://x.piratar.is/issue/57/

http://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=145&mnr=169

Guðmundur Ásgeirsson, 29.12.2015 kl. 13:08

2 Smámynd: Benedikt Helgason

Takk fyrir þetta Guðmundur.

Þá kemur til greina að styðja þá.

Benedikt Helgason, 31.12.2015 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband