22.5.2016 | 14:47
Algjör snilld
Er það bara ég eða erum við fá íslenskan NBA spilara eftir nokkur ár ? En ég er hér með orðinn Jeremy Lin aðdáandi, algjörlega brilliant hjá honum að taka þátt í þessu. Og já, maður sér það þegar hann tekur smá á því að þá má sennilega ekki blikka auga því þá er hann bara horfinn. Mér sýnist að ég gæti þurft að hafa hálfan körfuboltavöll af dagsljósi á milli okkar ef ég ætti að drippla "nálægt honum" án þess að eiga það á hættu að hann steli boltanum.
En að vellinum sjálfum sem hlýtur að vera með þeim æðislegri sem maður sér. Þvílíkt útsýni! Nú hef ég ekki áhyggjur að hinum unga Júlíusi Orra en ef það væru verri skyttur á þessum velli en hann, ættu þær þá á hættu að þurfa að sækja boltann niðri á Drottningarbraut ef þær hitta ekki spjaldið?
Hélt ég væri að ruglast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Benedikt Helgason (Seiken)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.