Slitastjórnarblús

Það er spurning hvort að það þurfi ekki að fara að skila gjaldeyrisvaraforðanum aftur til þeirra sem lánuðu okkur hann. Það segir sig sjálft að slitastjórnirnar eru að vonast til þess að við notum hann til þess að koma þeim úr landi. Á meðan það glittir í forðann þá finnst þeim 35% útgönguskattur "óraunhæfur". Persónulega þá finnst mér 35% allt of lág tala en það er svo annað mál.  

 


mbl.is Fullkomlega óraunhæf skattlagning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Án gjaldeyrisvaraforða er landið óstarfhæft. Nær allur innflutningur stöðvast, skipa og flugfloti Íslendinga fá ekki afgreiðslu erlendis og kreditkort hætta að virka utanlands. Gjaldeyrisvaraforði er trygging fyrir því að erlendir viðskiptavinir geti fengið greitt í einhverju öðru en Íslenskum krónum.

Of hár skattur verður bara til þess að eigendurnir bíða lengur, eignin er svo gott sem gengistryggð og á vöxtum þannig að þeir tapa engu og höftin haldast lengur okkur til skaða.

Jos.T. (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 11:25

2 Smámynd: Benedikt Helgason

Það segir sig sjálft Jos T. að það þarf ekki 500 milljarða af gjaldeyrisvaraforða (ca. 1/3 af þjóðarframleiðslu) fyrir innan gjaldeyrishöft til þess að geta flutt inn vörur. Forðinn er langt, langt umfram þarfir og var trúlega stofnaður upphaflega til þess að geta gert upp Icesave eða frelsa kröfuhafa sem fer gegn hagsmunum almennings í landinu.

Hvað seinni fullyrðinguna þína um skattinn varðar þá vísa ég í ummæli mín um þetta á öðrum þræði þar sem verið var að ræða það hvort að kröfuhafar myndu bara hanga innan við höftin ef skatturinn væri of hár og fá kröfur sínar útgreiddar í krónum:

___________

Þetta er auðvitað ágætis pæling Magnús en vandamálið við hana er kannski helst það að hún gerir ráð fyrir að íslenska ríkið og SÍ sitji hjá aðgerðalaus og segi bara „úps“. Það verður að teljast ólíklegt. En við skulum halda áfram að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn.

Segjum sem svo að SÍ væri kominn með allann þennan gjaldeyri í hendur og kröfuhafar vildu fá krónur fyrir hann.  Þá mætti hugsa sér að SÍ yrði við því, við tækjum verðtrygginguna úr sambandi og hleyptum verðbólguskotinu í gegn. Samhliða myndi SÍ gera upp 300 milljarða skuld sína við ríkið með erlendum gjaldeyri sem myndi nota það fé til þess að gera upp erlendar skuldir OR og Landsvirkjunnar.  Restina af gjaldeyrinum myndi svo SÍ lána ríkinu á 0% vöxtum sem myndi svo endurlána það sveitarfélögum þannig að þau gætu gert upp allar sínar erlendu skuldir (en borga ríkinu tilbaka í krónum) og ríkið myndi svo kaupa fyrir restina erlend ríkisskuldabréf. Þannig myndum við setja gjaldeyrisvarasjóðinn niður í núll. Eða að lífeyrissjóðir okkar veldu að fara út með alla lífeyrissjóðina á 35% útgönguskatti til þess að verja sig fyrir verðbólguskotinu eða þeirri hótun að ríkið myndi setja ÍBLS í þrot.  Það myndi fría fjárfestingarými innan hagkerfisins fyrir kröfuhafana án þess að íslenskir aðilar hefðu tapað neinu fé (það hefði bara færst frá lífeyrissjóðum yfir til ríkisins vegna útgönguskattsins).

Þá hefðu kröfuhafar farið úr þeirri stöðu að hafa 2000 milljarða af erlendum eignum og 1000 milljarða af íslenskum eignum í augsýn yfir í þá stöðu að eiga 3000 milljarða af íslenskum eignum sem væru hugsanlega á leiðinni í gegnum 50% verðbólguskot og engjan gjaldeyri að sjá nokkur staðar. Sjáðu til Magnús, vandamálið við að nota kjarnorkuvopn er að maður getur skapað sjálfum sér kjarnorkuvetur.

En ef við komum okkur núna aftur yfir í raunheim, þá er það alveg ljóst að báðir aðilar þ.e.a.s. íslenska ríkið/SÍ annars vegar og kröfuhafar hins vegar munu bregðast við aðgerðum mótaðilans og hugsanlega með dramatískum hætti. Vandmálið er nefninlega stórt og getur kallað á óvenjulegar lausnir.  En eitt er ljóst. Á meðan SÍ heldur úti 500 milljarða skuldsettum gjaldeyrisvaraforða þá munu kröfuhafar ganga um götur Reykjavíkur með vatn í munnvikunum í von um að íslenska ríkið sé nógu vitlaust til þess að skuldsetja sig í erlendri mynt til þess að koma þeim úr landi. 

Benedikt Helgason, 20.11.2014 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 918

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband