Almenn krafa myndi hjálpa

Undanfarna daga hefur maður orðið var við að það örli á einhverskonar sammúð með kröfuhöfum bankanna og hræðsluáróðri um að það muni aldrei koma erlend fjárfesting til Íslands ef við beitum þá hörku. Gleymið þessu, því ef allt hefði ræst sem að skjálfandi á beinunum menn sögðu okkur um afleiðingar af því að segja nei við Icesave, þá værum við á "norður-Kúbu". Það er einfaldlega öllum í heiminum sama um það hvort að einhverjir vogunnarsjóðir fái meira eða minna út úr sinni spákaupmennsku.  

En þegar það er sagt þá er rétt að minna á það er sunnudagsmorgun og þá hefur maður leyfi til þess að hafa fullkomlega rangt fyrir sér þegar maður ályktar yfir rótsterkum kaffibolla. En vandamálið er stórt og sjálfsagt að leita allra leiða til þess að leysa það. Þetta snýst um að vinda ofan af ca. 1000 milljarða krónueignum sem við höfum ekki efni á að greiða út til kröfuhafa í gjaldeyri. Og þetta snýst um að vinna til baka eitthvað af því 2000 milljarða tjóni sem íslenskir skattgreiðendur sitja uppi með í formi ríkisskulda vegna þess að einkafyrirtæki fóru á hausinn við að gullhúða heilsteikta grísi.  Þann penning þurfum við einfaldlega að ná í og hlífa þá í engu aðilum sem gæti ekki verið meira sama um hvort að islensk heilbrigðis- og menntakerfi molna niður að grunni þegar þeir innleysa margfalldan hagnað. 

Og það dugar mér ekki sem rök gegn því að fara "geislasverðsleiðina" sem Guðbjörg skattalögfræðingur hjá Deloitte lagði til í vikunni, að Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson lögfræðingur segi að skattakrafa ríkisins verði í besta falli almenn krafa í þrotabú bankanna. Ef skattakrafa ríkisins fæst samþykkt sem almenn krafa þá dugar það væntanlega til þess að vinda ofan af höftunum að viðbættum 500 milljarða úgönguskatti. Krafan yrði af stærðargráðunni 36% af 60000 milljörðum sem gera ca. 2200 milljarðar. Það gera c.a. 500 milljarða til ríkisins í 25% endurheimtum ef ég er ekki að misskilja þetta allt saman.

En á morgun er von á seinna EFTA álitinu um verðtrygginguna. Ég krossa fingur fyrir þjóðina í von um að dómstóllinn beri gæfu til þess að úrskurða lántakendum í hag.  Það myndi rýra lánasöfn/eiginfé bankanna sem væri mikil hjálp í þerri viðleitni okkar að bræða niður krónueignir erlendra kröfuhafa og að endurreisa efnahagskerfi landsins.


mbl.is Ríkið geti ekki þurrkað upp þrotabúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr!

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.11.2014 kl. 11:17

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bankarnir hafa aldrei greitt ríisábyrgðargjald fyri að ríkið skyldi bjarga innstæðum þeirra. Þetta myndi lenda í hæsta áhættuflokki sem þýðir 4% ríkisábyrgðargjald á ári. Innstæðurnar sem var bjargað voru 1600 milljarðar sem gerir 64 milljarða á ári og 384 milljarða frá því að innstæðunum var bjargað á kostnað ríkisins.

Ríkisábyrgð er eignaupptaka úr sjóðum almennings til einkafyrirtækja, ef ekki er greitt ríkisábyrgðargjald.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.11.2014 kl. 12:04

3 Smámynd: Benedikt Helgason

Mér líst vel á þessa hugmynd Guðmundur Á. 

Benedikt Helgason, 23.11.2014 kl. 13:30

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Allt tal um þrotabú bankanna er mjög villandi.  Gömlu bankarnir eru ekki formlega gjaldþrota né í gjaldþrotameðferð. Þeir eru venjuleg hlutafélög í fullum rekstri undir stjórn slitastjórnar sem tóku við hlutverki skilanefndar skipuð var af FME í október 2008. Hlutverk skilanefndar var tilgreint að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi viðkomandi banka.

Það er ekkert víst að neinn gömlu bankanna fari nokkurn tímann í gjaldþrot.

Formlega eru þeir enn í eigu gömlu hluthafanna, því engin hlutabréfaeign hefur verið þurrkuð út, færð niður eða formlegt eignarhald fært erlendu kröfuhöfum. Þess vegna finnst mér furðulegt að RSK forskrái ekki þessa eign á skattframtal, því hún er sannarlega til staðar þó verðlaus sé um þessar mundir.

Erlingur Alfreð Jónsson, 23.11.2014 kl. 13:38

5 Smámynd: Benedikt Helgason

Það er auðvitað þrusu góður punktur Erlingur.  Hins vegar neyðumst við sennilega til þess að hafa alltaf þrotabú í huga því það er sú staða á ferlinu sem við endum í ef að t.d. slitsstjórnirnar óska eftir gjaldþrotameðferð.  Þegar það er sagt þá hlýtur það að auka möguleika okkar á skattlagningu og þvingunnaraðgerðum að gömlu bankarnir starfi ennþá eins og fjármálafyrirtæki á sínum gömlu kennitölum.  Það er t.d. útilokað að ímynda sér að þau geti sloppið við bankaskattinn þegar þannig er í pottinn búið.

Benedikt Helgason, 23.11.2014 kl. 14:34

6 Smámynd: Filippus Jóhannsson

Hrægammarnir eiga ekki að fá neitt, svo að sjálfsögðu er kominn tími til að leggja niður slitanefndirna sem er að þéna hundruði milljóna.

Filippus Jóhannsson, 23.11.2014 kl. 16:12

7 Smámynd: sleggjuhvellur

Við getum líka alveg eins prenntað okkur útur vandanaum.

Prenntum þúsund milljarða og borgum skuldir, byggjum landsspítlaa og hækkum öll laun um 100%

Það mun hafa svipuð áhrif.

Þetta virkaði svo vel í Zimbabwe ekki satt?

sleggjuhvellur, 24.11.2014 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband