20.11.2014 | 10:53
Mér líst vel á þetta
Ef þetta er rétt metið hjá Guðbjörgu, sem ég vona svo sannarlega að sé tilfellið, þá legg ég til að við kjósum hana sem forseta. Þetta er eins og að eiga geislasverð þegar óvinurinn á bara tréprik.
Ríkið getur tæmt þrotabúin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.11.2014 | 20:35
Slitastjórnarblús
Það er spurning hvort að það þurfi ekki að fara að skila gjaldeyrisvaraforðanum aftur til þeirra sem lánuðu okkur hann. Það segir sig sjálft að slitastjórnirnar eru að vonast til þess að við notum hann til þess að koma þeim úr landi. Á meðan það glittir í forðann þá finnst þeim 35% útgönguskattur "óraunhæfur". Persónulega þá finnst mér 35% allt of lág tala en það er svo annað mál.
Fullkomlega óraunhæf skattlagning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2014 | 15:18
Leiðréttingin
Fyrstu viðbrögð í netheimum eru eins og við mátti búast. Samfylkingarliðar snappa af bræði svo ekki sé fastar að orði kveðið, Róbert Marshall ætlar að fá sér æfón 6 og Illugi Jökuls er ennþá að leita að 300 milljörðunum sem Össur lofaði Sigmundi. Þeir sem á annað borð þora að viðurkenna stuðning við stjórnina, þrátt fyrir að eiga það á hættu á að verða makaðir upp úr úrgangi listrænna vinstrimanna, eru sáttari.
Ein af mínum fyrstu athugasemdum í netheimum sem ég lagði inn á Eyjuna, sennilega í Nóvember 2008, var á þá leið að leiðréttingar á lánum þyrfti að ná í gegnum dómsstóla. Það fríar að minnsta kosti samfélagsmiðla frá þeirri umræðu um hvað sé sanngjarnt og hvað sé ekki sanngjant. Þegar á öllu er á botnin hvolft þá er þetta ennþá mín skoðun og ég hef því meiri áhuga á dagsetningunni 24. Nóvember, þegar von er á seinna áliti EFTA dómsstólsins um verðtryggð lán en ég hef á dagsetningunni 10. nóvember. Í EFTA álitinu gæti falist upphafið af endinum á kreppunni, því það er varla til fljótlegri leið til þess að bræða stóran klaka úr snjóhengjuna enn að fá útfærslu verðtryggingar dæmda ólögmæta. Sérfróðir menn um málefnið segja mér hins vegar, að álitið verði trúlega í stíl við það fyrra þ.e. að íslenskum dómurum verði sagt að girða sig sjálfir og dæma í málinu samkvæmt lögum hvað sem það þýðir svo.
Greiðslubyrði lækkar um 15% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.10.2014 | 10:11
Um stýrivexti
Kannski er það bara innbyggða "samsæringa-kenninga-eðlið" mitt sem fær mig til þess að hafa vantrú á skýringum peningastefnunefndar, en nefndin virðist sjá mikið drama í uppsiglingu á hverjum einasta vaxtafundi án þess að restin af þjóðinni komi auga á það. Ég gæti best trúað að það sem drífi verkið hjá þeim sé fyrst og fremst að halda upp verðmæti skulda sem SÍ, ÍBLS og nýju bankarnir eiga.
Núverandi stýrivextir, sem hafa verið óbreyttir í langan tíma, virðast mynda einhvers konar gólf fyrir peningastefnunefnd jafnvel þó svo að þeir séu verulega hærri en verðbólgan.
Það er spurning hvort að þetta gólf sé ekki lagt þar sem það er til þess að koma í veg fyrir uppgreiðslutap hjá ÍBLS sem væntanlega myndi aukast ef stýrivextir lækka, endurreisn bankanna er síðan væntanlega byggð á ákveðnum forsendum um vaxtamun (smbr. Víglundarfundargerðir ef ég man rétt). Rúsínan í pylsuendanum er svo væntanlega sú að útkoman úr eignasöfnum SÍ verður hærri eftir því sem stýrivextir eru hærri, en ég geri ekki ráð fyrir að tryggir lesendur síðunnar hafi gleymt því hversu ríka áherslu Már og Gylfi Magnússon lögðu á það að gengistryggð lánasöfn yrðu sett á SÍ vexti þegar dómur féll um lögmæti gengistryggingar.
Ég segi svona.
Óbreyttir vextir í tvö ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2014 | 10:51
Hvers virði er Landsbankinn?
Væntanlegur kaupandi á hlut ríkisins í Landsbankanum þarf væntanlega að setja nokkra fyrirvara í kaupsamninginn.
1) Álit EFTA dómsstólsins virðist benda til þess að það sé óheimilt að skipta út vaxtaákvæðum gengistryggðra lána (SÍ vextir í staðinn fyrir t.d. Libor) en ef ég hef tekið rétt eftir þá mun eitt svoleiðis mál vera í gangi einhvers staðar í dómskerfinu. Þetta gæti þýtt frekari niðurfærslu gengistryggðra neytendalána.
2) Álit EFTA dómsstólsins virðist renna stoðum undir málflutning t.d. HH um að útfærsla verðtryggðra neytendalána sé ekki í samræmi við lög. Ef það er rétt þá þýðir það væntanlega að færa þarf niður verðtryggð lánasöfn bankans.
3) Bankinn á ekki fyrir skuldum sínum í erlendri mynt og er að því leytinu til eins staddur og hrun bankarnir í október 2008 nema hvað að í dag þá er SÍ með aðgengi að erlendu lánsfé til þess að bjarga bankanum frá greiðsluþroti. Það er ekki fyrirséð hvernig undið verður ofan af þessu og þá hvaða kostnaður fellur á bankann ef honum verður yfirleitt bjargað.
Sjálfur myndi ég ekki snerta á þessum banka með eldtöngum fyrr en það er búið að komast til botns í þessum málum en ég dreg það ekki í efa eitt augnablik að lífeyrissjóðir landsins klæji í fingurnar eftir því að fá að henda í þetta peningum. En er eitthvað eiginfé eftir í Landsbankanum ef þetta fer allt á versta veg séð frá sjónarhóli bankans?
Selja á 30% í Landsbankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.8.2014 | 18:00
Maraþon undirbúningur
Ég hef verið latur að skrifa undanfarið en mér til varnar get ég sagt að ég hef verið nokkuð á flakki um heiminn þetta sumarið vegna vinnu. En aldrei þessu vant þá ætla ég ekki að nöldra í þágu einhvers vonlauss málstaðar; ég ætla að blogga um "hlaup".
Það var nánast upp á dag fyrir ári síðan að við ákváðum nokkrir félagar heima á Íslandi að stefna að því að hlaupa maraþon í Zurich í apríl 2015. Nú er svo komið að því að rapportera um hvernig undirbúningurinn hefur gengið hér suðurfrá. Auðvitað var mér það ljóst frá upphafi að þó að mér tækist að hlaupa þetta þá myndi ég líklega bara sjá félagana tvisvar á keppnisdaginn þ.e. við ráslínuna og svo þegar við værum að halda upp á "afrekið" um kvöldið að því gefnu að ég væri ennþá á lífi. Málið er að þeir eru frá náttúrunnar hendi skornir eins og gazellur, hannaðir fyrir langhlaup. Ég er hins vegar tiltölulega óverkaður frá náttúrunnar hendi.
En þetta smá kemur. Ég hef bara einu sinni þurft að fá saltvatn í æð á sjúkrahúsi vegna ofþornunnar og er farinn að hlaupa hálft maraþon með reglulegu millibili. Það sem ég hef hins vegar komist að er að hálft maraþon er bara hálft maraþon. M.ö.o. að þegar ég næ að skríða upp að hurð nær dauða en lífi eftir hafa farið 21 km þá er ég í raun bara hálfnaður með þá vegalengd sem ég er búinn að lofa að hlaupa í apríl á næsta ári.
En ég er auðvitað með plan eins og góðum tæknimanni sæmir. Mér sýnist að ef að náttúran nær að skera mig niður um 4-5 kg í viðbót við það sem þegar er farið af og að ég næ að bæta mig í vegalengd um ca. 4-5 km í ofan á þá 4-5 km sem ég geri ráð fyrir að þyngdartapið skili mér, þá er ég kominn vel norðan meginn við 30 km. Restina hlýtur að mega komast á hreinni örvæntingu sem hefur fram að þessu skilað mér þó nokkrum kílómetrum.
Sem liður í þessu plani hjá mér var að reyna við 23 km í dag en það var heitt og reyndar svo heitt að frúin, sem undanfarið hefur tekið að sér að vera héri fyrir mig, neitaði að hlaupa. Ég lagði hins vegar af stað, án héra, fullur af bjartsýni sem var horfin vega allrar veraldar eftir einungis 2000 metra þrátt fyrir að ég væri í nýjum hlaupabomsum og með nýja derhúfu. Eftir það var þetta bara ströggl við að koma sér styttri leiðina heim sem er 13.5 km.
Næsta vika býður upp á þægilegra hlaupaveður hér suðurfrá og ég geri ráð fyrir að reyna aftur við 22-25 km einhvern næstu daga. Ef heilsan helst svo góð þá stefni ég að því að skrá mig til leiks í Lausanne hálfmaraþon í október. Ég læt ykkur vita hvernig það gengur en ekki búast við miklu. Ég verð ykkur hins vegar ekki til skammar, ég er vanur að hlaupa í bol með íslenska fánann á réttunni og norska fánann á röngunni. Ef illa gengur þá sný ég norska fánanum út á við rétt áður en ég kem í mark. Menn geta þá dundað sér við að hæðast að "norska" hálvitanum sem varð sér til skammar á keppnisdag en við það tekur íslenskt orðspor engan skaða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2014 | 10:06
Meira af Jóni Gnarr og Hönnu Birnu
Ég er að skemmta mér við að lesa fleiri ummæli frá sjöllunum sem eru að reyna að búa til einhvers konar áfall fyrir Jón Gnarr út úr úrslitum kosninganna um síðustu helgi.
Og þetta er í raun fyndið því eini flokkurinn sem virðist hafa tekið sneiðina til sín, þ.e.a.s. þá pólitísku ádeilu sem Besti flokkurinn var, eru sjallarnir og þá kannski aðallega náhirðararmurinn; honum virðist a.m.k. svíða undan ádeilunni enda veit hann upp á sig sökina. Viðbrögðin hafa svo sem verið fyrirsjáanleg, reynt hefur verið að gera lítið úr Jóni með klassískri náhirðar-aulahóts-fyndni um hans persónu, menn kalla hann trúð en átta sig ekki á því í leiðinni að þar með eru menn að segja að þeir hafi verið jarðaðir í kosningunum 2010 af trúð.
Svo er angi af þessum málflutning í þá veru að borginni hafi verið eitthvað sérstaklega illa stjórnað á síðasta kjörtímabili. Þó vissulega hafi komið upp krítísk mál eins og í hvaða lit ætti að mála einhverjar götuþrengingar, sem dramadrottningar af báðum kynjum nenntu að velta sér upp úr, þá er það hvorki meira né minna vesen en búast má við þegar verið er að reka sveitarfélag óháð því hver er við völd.
Ég skal hins vegar segja ykkur hvað er vondur rekstur á sveitarfélagi og fyrirtækjum þeim tengdum. Það er að taka stöndugt fyrirtæki eins og Orkuveituna og skuldsetja hana eins og fábjánar vegna rækjueldis, höfuðstöðva, útrásar, virkjana sem fjármagnaðar eru með erlendum lánum án þess að vera með tilsvarandi tekjur í erlendri mynt, eða annarar álíka heimsku og gera svo eins og Hanna Birna rétt fyrir kosningarnar 2010 að halda því fram að fyrirtækið væri í góðum málum korteri áður en íslendingar voru að missa það í hendurnar á erlendum kröfuhöfum.
Í þessu samhengi þá er rétt að gleyma því ekki að eitt af stóru vandamálunum við afnám haftanna er að því að mér skilst þörf OR fyrir erlendan gjaldeyri til þess að greiða af sínum lánum. Það má rekja þann vanda 100% til íslenskra stjórnmálamanna. Almenningur í Reykjavík er ekki bara að greiða fyrir þessi afglöp með auknum kostnaði við kyndingu heldur eru allir Íslendingar að borga fyrir þetta í gegnum veikingu krónunnar og viðleitni Seðlabankans til þess að halda kaupgetu almennings niðri með háum vöxtum, svo fólk sé ekki að keppa við kröfuhafa um kaup á þeim litla gjaldeyri sem er til skiptanna.
Það kom í hlut Besta Flokksins og Samfylkingarinnar að taka til í þessum hroða eftir kosningarnar 2010 og menn geta gagnrýnt Planið, sem hefur þýtt verulega auknar álögur á borgarbúa til þess að bjarga fyrirtækinu, en staðreyndin er engu að síður sú að það var enginn af þeim sauðum sem setti fyrirtækið í þrot með plan. Rétt er þó sennilega að undanskilja Alfreð Þorsteinsson sem mun hafa látið hafa það eftir sér að til hefði verið lánalína í Landsbankanum sem hefði getað teygt andlát OR um einhverja mánuði. Svar forstjóra fyrirtækisins var hins vegar eitthvað sem maður ætti að láta prenta á stuttermaboli: "Orkuveita Reykjavíkur verður ekki rekin með því að greiða laun með yfirdrætti". Síðan hefur ekkert spurst til Alfreðs.
En hvað Hönnu Birnu varðar þá held ég að hún ætti að þakka Guði sínum fyrir hverjar þær kosningar sem Jón Gnarr býður sig ekki fram á móti henni. Mér finnst það líklegt að jafnvel á besta degi Hönnu Birnu í þessu jarðlífi, þá ætti hún engan möguleika gegn Jóni Gnarr í keppni um hylli kjósenda og það í leik (stjórnmál) sem á að vera hennar sérgrein en er hans aukabúgrein. Hún var mæld og veginn gegn honum í kosningunum 2010 og reyndist of léttvæg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2014 | 20:09
Nei, Hanna Birna
Þetta eru makalaus ummæli ef rétt er eftir henni haft. Jón Gnarr og Besti flokkurinn buðu ekki fram. Bitist var um fylgið þeirra í gær og það virðist hafa farið mest til SF og eitthvað til Bjartrar Framtíðar. Sjallarnir sáu minnst af því.
Staðreyndin er sú að Jón Gnarr yfirgaf sviðið sem stór sigurvegari, hann niðurlægði uppskáldaða pólitíkusa eins og Hönnu Birnu og sýndi fram á að fólkið í landinu þarf ekkert að óttast þó að það greiði einstaklingum eða flokkum atkvæði sitt jafnvel þó það sé ekki skilgetið afkvæmi hins íslenska fjórflokkakerfis.
Það er rétt að minna á að það var ekki Jón Gnarr eða Besti Flokkurinn sem setti Orkuveituna á hausinn. Það nægir að skoða þróun skulda OR til þess að átta sig á því að fjórflokkurinn í borginni, eins og hann leggur sig, tók með einum eða öðrum hætti þátt í því, þann rúma áratug sem póltíkin var að dunda sér við að fokka upp því fyrirtæki.
Úrslitin mikið áfall fyrir Jón Gnarr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.6.2014 | 19:41
Við útlendingarnir
Ég átti erindi við ræðismanninn fyrir rúmri viku síðan út af einhverju vegabréfs smámáli. Það er alltaf tilhlökkun í mér að fara þangað niður eftir, ræðismaðurinn er fróður um marga hluti bæði íslenska og svissneska og við ræðum að jafnaði málin í nokkrar mínútur eftir að ég lýk erindum mínum hjá honum. Ég var spurður að því í þessari heimsókn hvort ég ætlaði að nýta ferðina og kjósa en ég eyddi talinu því ég hef engan áhuga á sveitastjórnakosningum. Að minnsta kosti ekki nóg til þess að greiða einhverjum flokki atkvæði mitt. Þegar það er sagt þá hef ég fylgst nokkuð vel með umræðunum í aðdraganda kosninganna á Íslandi og þær vekja mann til umhugsunnar um nokkra hluti.
Mál málanna er auðvitað þetta mosku-mál í borginni. Að sumu leyti er ég hissa á viðbrögðum vinstri vængsins við þessu útspili xB og þá sérstaklega heiftinni sem virðist vera botnlaus. Og þegar dagsfarsprúðir menn eins og Egill Helgason kalla konur: "rasista-beljur" á götum úti fyrir að skrifa um kvennréttindi og trúarbrögð þá veit ég eiginlega ekki á hvaða leið við erum.
Í fljótu bragði þá sýnist mér að vinstri vængurinn sé að falla í sömu gryfju og sosíaldemókratar á norðurlöndum fyrir 20 árum síðan þegar svona umræða var áberandi. Þegar ég bjó í Danmörku um miðjan 10. áratug síðustu aldar þá voru tveir flokkar sem gerðu út á útlendingapólitík og voru án mikils fylgis eins og ég man þetta. Annars vegar var um að ræða leifar af Fremskridtspartiet, sem Mogens Glistrup stofnaði, sem var að deyja út og svo klofningur frá honum sem heitir núna Dansk Folkeparti og var stofnað 1995. Fyrir sósialdemókrötum á þessum tíma fór forsætisráðherrann, Paul Nyrup Rasmussen, sem var steríótýpu sósíaldemókrati í þeim skilningi að hann var stútfullur af hinum klassíska yfirlætis hroka sem gjarnan einkennir þá. Það er eins og að um leið og þeir hafa náð sér í eina BA gráðu þá hafa þeir í leiðinni náð að innbyrða sannleikann, allar aðrar skoðanir eru óæðri og einstaklingar eru flokkaðir í menntað og ómenntað fólk. Sem dæmi um þessa hegðun mætti kannski nefna það þegar ónefndur forsetaframbjóðandi á Íslandi, sem þá var starfandi við sjónvarp, missti það út úr sér að von væri á tölum úr Reykjavík í Icesave kosningum og að tölurnar yrðu væntanlega aðrar en þær sem kæmu frá landsbygðinni því menntunarstigið væri hærra í Reykjavík.
Alla vega, Paul Nyrup talar á þessum tíma niður þessa flokka sem gera út á útlendingapólitík með yfirlætislegum tón við hvert tækifæri, nasistavæðir þá og til verður sú hugmynd um að þessir flokkar séu ekki "stueren" sem er í raun orðalag sem notað er um hunda sem stjórna illa hægðum sínum. Það var ekki að sökum að spyrja að fylgið við Dansk Folkeparti ca. tvöfaldaðist og hefur haldist þar síðan. Á þessum tíma þá var atvinnuleysi á meðal sumra hópa innflytjenda 50-60% á meðan það var almennt í landinu á bilinu 8-10%. Það var alveg ljóst að aðlögun þessara hópa innflytjenda að samfélaginu hafði mistekist hverju svo sem um var að kenna. Í þessu samhengi má nefna að krakkar sem voru með sömu menntun og ég fengu ekki starfsviðtöl ef þau gáfu upp rétt erlend nöfn sín en fengu starfsviðtöl ef þau gáfu upp dönsk nöfn. Þessi æfing var endurtekin í nokkrum fjölmiðlum og útkoman var alltaf sú sama. M.ö.o. að samfélagið eða að minnsta kosti vinnumarkaðurinn var að hafna þeim. Þetta var vatn á myllu þeirra sem vildu þessa þjóðfélagshópa út því þeir gátu beitt því fyrir sig að "þetta lið" lifði bara á samfélaginu án vinnu, en ekki víst að það hafi verið sérlega sanngjarnt í ljós þess sem skrifað er hér að ofan.
Kjarni málsins var hins vegar sá að mínu mati að það var vandamál í samfélaginu sem forsætisráðherrann var að reyna að koma í veg fyrir að yrði rætt. Hluti af þessu vandamáli var án efa ótti við útlendinga í bland við fordóma en fólk vildi fá að ræða þetta. Það eina sem kom út úr þessu var að ráðherrann sópaði fylginu að andstæðingum sínum.
Ég held að lexían af þessu (og vel á minnst þetta er ekkert einsdæmi; ég bý t.d. í landi þar sem óttinn við að það sem þjóðlegt er muni með tímanum hverfa vegna þess að innflytjendum fjölgar og heimamönnum fækkar) sé sú að það er ekki hægt að þaga þessa umræðu í hel eða að reyna að gera hana skítuga. Það mun trúlega bara gera kjósendur pirraðaðri og þeir munu fá útrás fyrir það á kjörstað. Það er öllum fyrir bestu að þeir útlendingar sem flytja til landsins nái að aðlagast vel að íslensku samfélagi, alveg eins og við sem búum erlendis reynum að aðlagast þeim samfélögum sem við búum í. Þar undir heyrir að virða þau gildi sem þessi samfélög eru byggð á. Leiki vafi á því að það sé gert ber að ræða það með opnum huga og ef að sá ótti er ástæðulaus þá mun það einfaldlega koma í ljós ef að um málin er rætt af yfirvegun. Að óttast þá umræðu er veikleikamerki.
Dagur ræðir við þrjá flokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2014 | 08:46
Heiðar Már - spot on
Ég sé ekki betur en að Heiðar Már sér algjörlega "spot on" í þessari grein. Það þarf að vinda ofan af þessum gjafagerningi Jóhönnu stjórnarinnar því hann er að setja þjóðarbúið í þrot í erlendri mynt. Ég sé þrjár leiðir:
a) Setja gamla bankann í þrot, greiða út kröfurnar í krónum og ná þannig gjaldeyrinum aftur inn í seðlabankann. Kröfuhafar þurfa þá að greiða fyrir gjaldeyrinn á aflandskrónu gengi eins og allir aðrir aðilar sem eru fastir innan hafta, þegar þeir ætla út úr landinu með peninginn.
b) Skiptigengisleið Lilju Móses en fyrir þeirri leið talar ekki bara Lilja heldur líka aðrir marktækir einstaklingar eins og Gunnar Tómasson og Jóhannes Björn.
c) Létta ekki höftunum ef kröfuhafar eru með derring og dunda sér svo við að skattleggja eignirnar niður næstu árin.
Aðalatriðið er að kröfuhafar mega aldrei komast með allt þetta fé úr landi. Það myndi hafa mjög neikvæð áhrif á lífskjór á Íslandi næstu árin ef þeim tekst það. Munið að hrunið var stöðvað með því að setja á gjaldeyrishöft og nú er barist um hvort þið eigið að greiða fyrir restina af hruninu eða þeir. Ég segi að þeir eigi að greiða fyrir það.
Lengingin flýtir ekki afnámi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Benedikt Helgason (Seiken)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar