Hótun ehf.

Jú, jú.  Við sáum þetta í Icesave málinu líka. Matsfyrirtækin reyna að hafa áhrif á atburðarrásina. Núna held ég hins vegar að það sé komin tími á líta aðeins á hvað er í gangi í þessu skuldamáli.

Kjarni málsins er sá að með því að afhenda kröfuhöfum bankana og hverfa þar með frá upphaflegum markmiðum neyðarlaganna, sem var að taka yfir lánasöfn frá gömlu bönkunum, verðmeta þau á raunhæfu verði, para þau síðan á móti innistæðuskuldbindingum, þá tókst norrænu velferðarstjórninni að læsa skuldamálunum í þeim hnút sem þau eru í.  Ég hef áður farið yfir það í færslu hvaða kraftar drifu verkið þegar stjórnin tók þessa ákvörðun á sínum tíma þannig að við skulum láta það liggja á milli hluta ...  að mestu.

Alla vega þá hefur þetta verið réttlætt af SF-liðum alveg fram á þennan dag með því að engin mannlegur máttur geti átt við kröfuhafa (sérstaklega ekki ef þeir eru ESB tengdir). ÁPÁ verður a.m.k. að algjöru slitti þegar minnst er á kröfuhafa og er svo að segja óhuggandi þegar hann er að lýsa því hversu miklu þeir töpuðu á útrásarvíkingunum sem virðast nú samt hafa verið fjárhagslegur bakhjarl Samfylkingarinnar meðan á útrásinni stóð.

Stóra spurningin er hins vegar sú á hvaða verði hefði verið hægt að færa lánasöfnin á milli bankanna ef farin hefði verið sú leið sem lagt var af stað með við setningu neyðarlaganna.  Samkvæmt ÁPÁ þá var ekki hægt að fá neinn afslátt af þeim umfram það sem raunverulega var hægt að kreista út úr lánþegum. Það liggur hins vegar í augum uppi að núna þegar að jafnvel Seðlabankastjóri talar um að kröfuhafar þurfi að afskrifa allt að 75% af krónueignum að það var rými á sínum tíma til þess að færa lánasöfnin yfir á miklum afslætti og fara í framhaldinu í skuldaleiðréttingar. Ástæðan fyrir því að þetta hefði verið hægt er sú að verðmatið á lánsöfnunum endurspeglar þá staðreynd að það eru ekki krónuupphæðirnar sem skipta kröfuhafana neinu máli heldur hversu mikinn gjaldeyri er hægt að komast með úr landi.  Hann er augljóslega miklu minni en sem nemur nafnvirði þessara krónueigna breytt yfir í gjaldeyri á SÍ gengi samanber mat Más Seðlabankastjóra á afskriftarþörfinni.

En maður hefði auðvitað orðið fyrir vonbrigðum ef Samfylkingingin hefði ekki reynt að gera sér mat úr fjárhagslegum ógöngum sem íslensk heimili lentu í við hrunið.  Allt annað hefði verið stílbrot. Og núna er það auðvitað svo að ESB sinnar telja afskriftirnar af lánasöfnunum vera orðna að eign ríkisins sem það geti ráðstafað að vild til þess að greiða niður sínar skuldir svo komast megi nær því að uppfylla ERM II skilyrði um skuldastöðu ríkissjóðs.  Og ef marka má fréttina, sem þessi færsla er athugasemd við, þá eru matsfyrirtækin stöppuð upp í rjáfur af sósíal-demókrötum með ESB blæti.  

Og ef þið eruð ennþá í vafa um hvaða kraftar drifu verkið hjá fyrri ríkistjórn þá má minna á að þeim tókst, ásamt Bretum og Hollendingum, að haga málum í Nýja Landsbankanum þannig að verið er að verðlauna starfsmenn hans með hlutabréfagjöfum fyrir að taka sér stöðu gegn hagsmunum landsins. Þeim mun meira sem Nýji Landsbankinn nær að innheimta fyrir gamla bankann þeim mun hærri verður þrýstingurinn á krónuna fyrir aftan höftin því þessum peningum ætlar þríeykið (velferðarstjórnin, Bretar og Hollendingar) að koma úr landi.

En elsku vinir, hvort sem þið veljið að láta S&P hræða úr ykkur líftóruna eða ekki, þá fyrir alla muni ekki trúa neinu kjaftæði um að það að nota fjármuni í skuldaleiðréttingar, sem losna við að kröfuhafar verða svældir af landi brott, sé ígildi peningaprentunnar. A.m.k. þá skuluð þið áður en þið gerið það spyrja ykkur þeirrar spurningar, að ef allar innistæður í bankakerfinu væru notaðar til þess að greiða niður skuldir, hvort myndi þá peningamagn í umferð aukast eða minnka?
mbl.is Skuldalækkun skilar verri horfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Reyndi að lesa þetta, meira dómadagsbullið.  ALLIR flokkar voru sammála þeirri leið sem var farin varðandi uppgjör bankanna á sínum tíma enda engin önnur leið raunhæf.

Óskar, 26.7.2013 kl. 09:56

2 Smámynd: Benedikt Helgason

Ég sé að Samfylkingin er mætt á síðuna og svo sem ekkert nýtt í því að hún eigi í erfiðleikum með lesskilning.

En svarið er nei Óskar.  Það voru ekki allir sammála um það, einfaldlega vegna þess að það voru bara örfáir þingmenn (og ekki einu sinni allir stjórnarþingmenn) sem raunverulega vissu hvernig samkomulagið við kröfuhafana var útfært. 

Benedikt Helgason, 26.7.2013 kl. 10:06

3 identicon

Matsfyrirtækin hugsa um hag viðskiptavina sinna, sem eru fjármálafyrirtæki. Ef ekki, myndu þau missa viðskipti sín. Öll þessi fyrirtæki misstu allan sinn trúverðugleika í aðdraganda þeirra erfiðleika sem Vesturlöndin glíma nú við. Þar sást augljóslega fyrir hvern fyrirtækin vinna. Sjaldan kemur raunhæf hagræn þjóðhagsleg greining frá þessum fyrirtækjum af þeirri einföldu ástæðu að það sem fjármálageirinn vill er sjaldnast þjóðhagslega hagkvæmt.

Flowell (IP-tala skráð) 26.7.2013 kl. 11:31

4 Smámynd: Benedikt Helgason

Já, matsfyrirtækin hugsa auðvitað um sig Flowell og sína viðskiptavini. En þegar öllu er á botnin hvolft þá grunar mig nú að það sem mestu máli skiptir fyrir fjárfesta, sem gætu haft áhuga á lánshæfi íslenska ríkisins, er hvað íslenska ríkið skuldar í gjaldeyri og hvaða afgangur er á vöruskiptum.

Benedikt Helgason, 26.7.2013 kl. 13:05

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lesið þið endilega notkunarskilmála S&P áður en lengra er haldið.

Kúba norðursins snýr aftur.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2013 kl. 14:18

6 Smámynd: Benedikt Helgason

Nákvæmlega GÁ.

Benedikt Helgason, 26.7.2013 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 878

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband