En hvað með skuldajöfnun?

Sjálfsagt er eitthvað sem ég sé ekki í gegnum sem kemur í veg fyrir að hægt sé að fara þá leið, en ég hefði viljað sjá menn kanna þann möguleika að ríkið fái HFF bréfin sem sjóðirnir eiga sem greiðslu fyrir þann tekjuskatt sem ríkið á eftir að innheimta af inngreiðslum í sjóðina.  Ef lífeyrissjóðirnir/lífeyrisþegarnir eiga að nafninu til 2500 miljarða af eignum þá gæti hlutur ríkisins í þeirri upphæð verið af stærðargráðunni 800-1000 milljarðar.  Það er ca. og það sama og sjóðirnir eiga af HFF bréfum ef ég hef skilið skrif um þessi mál rétt.  Ef það tækist að vinda ofan af ÍBLS vandanum á þennan hátt þá mætti væntanlega losna við stærsta hlutan af yfirvofandi 170 milljarða uppgreiðslutjóni. 

Annars er það tragíókómískt að bréfin skuli bera skammstöfunina HFF.  Það rifjar að minnsta kosti upp fyrir mér að ég á bol með áletruninni Helvítis Fokking Fokk. 

 


mbl.is Neita að bera kostnað vegna ÍLS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skuldajöfnun er góð hugmynd. Þessir sjóðir skulda einmitt félagsmönnum sínum allar inngreiðslur frá upphafi með 3,5% raunávöxtun. Ekki er hinsvegar innstæða fyrir þeirri skuld og mun aldrei verða það, svo þá hlýtur að mega fella hana niður gegn því að fella niður skuldir heimila á móti. Þórey S. Þórðardóttir virðist ekki alveg átta sig á því hvað hún er í raun að segja um sína eigin vinnuveitendur þegar hún ber fyrir sig eignarrétti, hann nær nefninlega til atvinnutekna líka og ég veit ekki betur en að allir launþegar í landinu hafi fullnaðarkvittun fyrir að hafa greitt hluta tekna í lífeyrirssjóði.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.8.2013 kl. 12:57

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Hugmynd: Ég vil að lífeyrissjóðirnir stofni banka og eignist öll íbúðalán landsmanna á miklum afslætti. Það er pottþétt rakin gróðaleið og hægt að mjólka þessa 500 milljarða til baka á ca. 5 árum. Það þarf ekki mikla yfirbyggingu. Gæti verið netbanki með 1 gaur og tengingu við reiknistofu bankanna (eða hvað þetta heitir í dag) og 2 skjái: Einn fyrir öryggismyndavélina fyrir útidyrnar og hinn fyrir flott wallpaper. Hægt að vera með app til að skoða stöðu dagsins í símanum. Tær snilld!

Erlingur Alfreð Jónsson, 8.8.2013 kl. 21:24

3 Smámynd: Benedikt Helgason

Það er auðvitað hugmynd Erlingur.

Ég læt mig hins vegar dreyma um að málin verði leyst með eftirfarandi hætti sem er væntanlega glórulaus bjartsýni en draumar kosta auðvitað ekki neitt.

1) Ríkið fær HFF bréfin í skiptum fyrir ógreiddan tekjuskatt.

2) Aðrir eigendur HFF bréfa fái boð um að leggja þau inn sem eiginfjárframlag í nýjan íbúðalánabanka sem aðrir fjárfestar fái líka að koma að t.d lífeyrissjóðir. Þar með erum við búin að leysa vanda ÍBLS og stofna nýtt húsnæðislánakerfi.

3) Eftir það á ríkið lánasöfn ÍBLS skuldlaust og færir þau niður með almennri aðgerð og breytir lánum í verðtryggð lán á markaðsvöxtum. Ríkið hefur þar með aftengt lausn skuldavanda heimila og lausn snjóhengju vandans. Verðtrygging verði bönnuð til þess að varðveita fjármálastöðugleika og treysta stjórntæki SÍ.

4) Lífeyrissjóðirnir sem eftir þessa fléttu ættu ca. 1500 milljarða verði aflagðir í núverandi mynd og einn sjóður tekinn upp fyrir alla landsmenn. Eigendur fái greitt úr gamla lífeyriskerfinu þegar þeir fara á eftirlaun miðað við núverandi stöðu réttinda. Nýji sjóðurinn verði 3-gja súlu sjóður að t.d. svissneskri fyrirmynd. Súla 1 er samtryggingin sem allir greiða og þeir ríku greiða meira í súluna en þeir fá út. Súla 2 er séreign sem tryggir ásættanlegt íburðarlaust líf á efri árum. Súla 3 er séreign sem er ætluð fyrir hreinan lúxus.

5) Súlur 2 og 3 verði hægt að nota til þess að greiða upp lán á 1. veðrétti í íbúðarhúsnæði ætlaðu til eigin nota. Þær inngreiðslur verði ekki aðfararhæfar við gjaldþrot heldur renni inn í séreignarlífeyrissjóð viðkomandi (súlur 2 og 3) verði bú einstaklings gert upp. Að nota séreignina til þess að greiða inn á 1. veðrétt gerir fólki kleift að ráða við greiðslubyrði óverðtryggðra lána fyrstu ár eftir íbúðakaup.

6) Þrotabú bankana verði gerð upp í íslenskum krónum og ríkið/SÍ tekur yfir allar íslenskar eignir þrotabúanna og í staðinn fá kröfuhafar, þar undir upphaflegir jöklabréfaeigendur með innistæður á höfuðbók 27, að fara úr landi með því að skipta erlendum eignum þrotabúanna bróðurlega á milli sín. Gengið yrði ca 240 kr. per Evru. Ríkið notar innlendu eignirnar til þess að greiða niður innlendar skuldir.

7) Gjaldeyrisvarasjóði SÍ verði skilað til AGS og lánveitenda eins og frekast er kostur. Gjaldeyrisþörf í snjóhengjulausu hagkerfinu verði dekkuð með afgangi af vöruskiptum við útlönd.

8) Settar verði mjög strangar reglur til þess að takmarka peningaprentun bankana eða tekið upp heildarforðakerfi.

Er nokkuð mál að hrinda þessu í framkvæmd?

Benedikt Helgason, 8.8.2013 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband