Hrósa Má

Það er best að hrósa Má (Guðmundssyni) áður en maður hefst handa við að hrauna yfir Seðlabankann.  Már fær hrós fyrir að átta sig á því núna að það er ekki til óskuldsettur gjaldeyrisvaraforði fyrir þessum Icesave kröfum.

Það sem hann fær hins vegar ekki hrós fyrir er að hafa "ekki" áttað sig á því þegar skuldabréf nýja Landsbankans var gefið út, fyrir ekki svo löngu síðan, að þjóðin myndi stefna í greiðsluþrot í erlendri mynt vegna þessa örlætis í garð Hollendinga og Breta. Af hverju kom Már ekki í veg fyrir að bréfið yrði gefið út í erlendri mynt?

Fyrir ykkur sem hafið ekki áttað ykkur á stærð vandamálsins ennþá þá má minna á að í nýlegri frétt Vísis þá kom það fram að ríki, fyrirtæki því tengd og sveitarfélög þyrftu að greiða 640 milljarða í gjaldeyri af lánum á næstu 4 árum. Þar af 300 milljarða vegna Landsbankabréfsins. Í þessu samhengi má svo nefna að vöruskiptajöfnuður árið 2013 var hagstæður um 70 milljarða króna.  

Það skal tekið fram að nýji Landsbankinn er búinn að vera að safna í sarpinn fyrir skuldum sínum við gamla bankann en það dugar ekki til. Þá er rétt að rifja upp, að spurður að því fyrir ca. tveimur árum síðan hvað nýji Landsbankinn muni gera ef hann nái ekki að skaffa þann gjaldeyri sem hann er búinn að lofa gamla bankanum, þá svaraði talsmaður bankans því til að það yrði nú ekki mikið mál; þeir myndu bara kaupa gjaldeyri á markaði!  Það er auðvitað enginn leið að átta sig á því af hverju bankakerfið á Íslandi fór á hausinn 2008 með ca. 30% endurheimtur þegar tekið er mið af því að öll útibú kerfisins virðast hafa verið stútfull af snillingum og virðast vera það enn. 

Mér sýnist skattgreiðandi góður að það sé í raun alveg sama hversu mikið Má tekst að lengja í skuldabréfinu. Það mun bara kaupa þér lengri frest til þess að borga það sem þú átt ekki að borga. Þú situr einfaldlega uppi með tap upp á ca. 100 milljarða ef ekki tekst að þvinga fram uppgjör á gamla bankanum í krónum eða að þvinga fram lækkun á skuldabréfinu sem tekur mið af mismuninum á aflands- og álandsgengi.

Og vel á minnst. Hver væri staða landsins núna ef að tekist hefði að þvinga fram ríkisábyrgð á Icesave með veði í öllum eigum ríkisins?

   


mbl.is LBI óskar eftir undanþágu frá höftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi skuldabréf geta ekki hafa verið í erlendri mynt, þó einhver reyni ef til vill að halda því fram. Ástæðan er einfaldlega sú að gamli Landsbankinn lánaði þeim nýja aldrei neinn erlendan gjaldeyri. Hann lét hinsvegar af hendi lánasöfn með lánum til íslenskra atvinnufyrirtækja sem eru í krónum, en þó þau væru með ólöglegri gengistryggingu eru það samt lán í íslenskum krónum. Fyrir þessi lánasöfn var greitt með útgáfu umræddra tveggja skuldabréfa (kölluð A og B), og eru afborganir af þeim í raun kaupverðið fyrir þessi lánasöfn sem keypt voru yfir í nýja bankann umfram yfirteknar skuldbindingar á móti. Upphaflega voru bréfin tengd myntkörfu, en áttu svo að umreiknast í evrur þann 31. desember 2012. Slík myntbreyting er dæmigert einkenni framvirkra gengisskiptasamninga og er samskonar ákvæði einnig að finna í mörgum gengistryggðum neytendalánum, sem eins og alkunna er orðið eru ólögleg. Landsbankabréfin hljóta því að vera ólögleg líka, enda falla þau undir sömu lög og önnur gengistryggð lán.

Í öðru lagi er þessi skuldabréfaútgáfa bankans langt yfir 100% af eiginfjárgrunni, en samkvæmt reglum um áhætustýringu fjármálastofnana er óheimilt að leggja meira en 25% undir í eina og sömu áhættuna. Þar af leiðandi var aldrei heimilt að skuldsetja bankann svona mikið í einum gjörningi (eða tveimur gegn sama mótaðilanum).

Í þriðja lagi verður ekki framhjá því litið að um tengda aðila sé að ræða, en svona stórar lánveitingar milli tengdra aðila eru ekki heldur heimilar, og er þetta þar af leiðandi ólöglegt á þeirri forsendu líka.

Vandamálið er því auðleysanlegt, hér eru drög að aðgerðaáætlun í tíu liðum:

1. Rífa bréf A í tætlur.

2. Rífa bréf B í tætlur.

3. Brenna tætlurnar til ösku.

4. Sturta öskunni niður úr klósettinu.

5. Láta alla gömlu bankana fara í gjaldþrot.

6. Bíða á meðan skiptastjórnir borga kröfuhöfum út í krónum.

7. Bjóða svo kröfuhöfunum að skipta þeim í gjaldeyri á hálfvirði (krónanna þ.e.).

8. Senda út tilkynningu um að öllum ólöglegum hlutum snjóhengjunnar verði rift.

9. Fylgjast með hrægömmunum leggja á flótta sem lengst í burtu frá dagsljósi.

10. Gera upp við hina fáu sem þá verða eftir með einhverjar löglegar kröfur.

Svipað hefur verið gert áður, nánar til tekið í Ecudaor. Þeir gátu afskrifað helming sinnar snjóhengju strax og í kjölfarið tókst þeim að ná fjórðungi í viðbót með því að kaupa sjálfir upp restina, sem þá var orðin að rusli, á hálfvirði.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2014 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 918

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband