Að hóta sjálfum sér lífláti

Ég þykist vita að þegar farið er að fjúka í Össur karlinn að þá eru menn farnir að finna fyrir endalokunum í samfylkingarbyrginu. Hann er vanur að taka hlutunum með stóískri ró en undanfarna daga er ljóst að mótlætið er farið pirra hann.  Og lái honum hver sem vill. Ef þessi tillaga um að draga umsóknina til baka verður samþykkt á næstu dögum þá er einfaldlega verið að enda einhverja háðulegustu skógarferð sem nokkurt stjórnmálaafl hefur lagt upp í.

Og stjórnarandstæðingar eru til skiptis mórauðir af háði og bræði þegar Vigdís Hauks hendir í þá beini til þess að naga.  Nú veit ég svo sem ekki hvort þetta myndband er ekki nógu ekta til þess að fjölmiðlar nenni að sinna því, en ef þetta er heiðarlega klippt saman þá er ég ekki viss um að Samfylkingin ætti að vera að hæðast að því sem Vigdís lætur út úr sér.  Ég tek það fram að ég þurfti að gera nokkrar atlögur að því að horfa á þetta til enda en það hafðist þegar ég var búinn að taka af mér leðurbeltið og bíta í það af öllu afli á meðan ég hlustaði á stækkunnarstjóra ESB niðurlægja utanríkisráðherrann fyrrverandi sem virðist ekki hafa hugmynd um, um hvað hann var að sækja. 

https://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8&feature=share


mbl.is „Fyrr skal ég dauður liggja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér sýnist sendinefnd ESB líka óska ser að eiga belti að bíta í eða jafnvel hverfa ofan í jörðina. Þeir eru rauðflekkóttir í framan af pínlegheitum og blessaður Garðálfurinn skilur ekkert hvað Fúli er að segja og hefur ekki náð því enn.

Takk fyrir stórskemmtilega lýsingu. Ég ætla að deila þessu myndbandi á mínu bloggi.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 21:15

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta getur ekki verið skýrara, og ég ætla að fá leyfi til að setja þetta inn á fésbókina mína.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2014 kl. 22:01

3 Smámynd: Benedikt Helgason

Já Jón Steinar, maður veltir því fyrir sér hvaða hugsanir fljúga í gegnum höfuðin á ESB fulltrúunum meðan þeir hlusta á Össur draga glerbrot niður krítartöflu. Og fyrir alla muni, deildu þessu myndbandi. 

Benedikt Helgason, 25.2.2014 kl. 06:41

4 Smámynd: Benedikt Helgason

Endilega Ásthildur.  Inn á fésbókina með þetta.

Benedikt Helgason, 25.2.2014 kl. 06:42

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk búin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2014 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1009

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband