26.2.2014 | 15:43
Ætlar enginn að andmæla Jóni Bjarnasyni?
Ef þið eruð ekki að lesa það sem Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra í Jóhönnustjórninni, er að skrifa á sitt blogg þessa dagana um ESB aðildarferlið, þá eruð þið að missa af þó nokkru. Ég mæli með þessum pistli:
http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/1359221/
Og þessum pistli:
http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/1358735/
Og svo þessum pistli:
http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/1358343/
Jón fer í sínum skrifum öfga- og upphrópunnarlaust yfir stöðuna í aðildarviðræðunum eins og hún kom honum fyrir sjónir sitjandi í því ráðuneyti sem fer með þann málaflokk, þar sem trúlega mest ber í milli hjá Íslendingum og ESB.
Og takið eftir því að þið fenguð í sjálfu sér aldrei neinar upplýsingar um stöðu viðræðanna frá síðustu ríkisstjórn fyrr en þær voru settar á ís fyrir kosningarnar. Jón rekur það skilmerkilega að það sé vegna þess að þegar þar var komið við sögu, þá var krafa ESB sú að Ísland hæfi aðlögun sem gengi lengra en það umboð sem Alþingi veitti ríkisstjórninni, þegar lagt var af stað í þessa ESB vegferð 16. júlí, 2009. Allt tal stjórnarandstæðinga um svik núverandi stjórnvalda er merkingarlaus froða þar til þeir eru búnir að svara skrifum Jóns. Af hverju var sjávarútvegskaflinn ekki opnaður og hvaða afleiðingar hefur það í för með sér að halda áfram viðræðum núna? Þýðir það það að Ísland verður að lofa því að stjórn fiskveiða flyst til Brussel ef að opna á sjávarútvegskaflann?
Ég ætla ekki að leyna ykkur því að ég hef dáðst af baráttu Jóns í þessu máli. Hann var tilbúinn að fórna sínum pólitíska ferli fyrir málstað sem hann trúir á, og hann gerði það. Steingrímur J. var hins vegar tilbúinn að fórna okkur öllum fyrir sinn pólitíska feril og ástina á AGS.
Jón var hæddur og spottaður af velferðarbandalaginu allt síðasta kjörtímabil, en ef það er eitthvað sem við höfum lært af norrænu velferðinni þá var það það, að aldrei voru liðsmenn hennar hræddari, ósvífnari, árásargjarnari og fyrirlitlegri en þegar farið var persónulega á eftir því fólki sem yfirvegað og faglega færði rök fyrir því að keisarinn væri brókalaus. Það geta t.d. Atli Gíslason, Guðfríður Lilja, Lilja Mósesdóttir, Marínó G. N., Jón Bjarnason og svo núna síðast Sigmundur Davíð vitnað um.
![]() |
Ekki verið að þæfa málið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Benedikt Helgason (Seiken)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1058
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Varðveisla auðlinda nær ekki aðeins til reglna um leyfilegan hámarksafla og tæknilegar verndarráðstafanir heldur einnig til reglna um markaðsmál og skiptingu kvóta milli aðildarríkjanna og fleiri atriða“.(úr tilvitaðri grein Jóns Bjarnasonar)
Ég hef kíkt í pakkan og mér hugnast ekki það sem ég sé, ég segi því nei við aðild Íslands að ESB.
ps. Atli, Lilja,Jón og jafnvel Guðfríður eru einu stjórnarþingmenn síðustu ríkisstjórnar sem geta með nokkrum rétti gengið keik. (Ögmundur kanski) Fólk sem hefur staðið (og fallið með) við sannfæringu sína í grundvallarmálum.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 16:54
Takk fyrir innlitið Bjarni.
Ég hef dvalið langdvölum í tveimur ESB ríkjum og það er ekkert að því, en það er heldur ekki neitt til þess að missa sig yfir og byrja að pikka upp alla reikninga sem ESB hendir á gólfið eins og vinstrivængurinn gerði í Icesave málinu og reyndar í endurreisninni allri, bara til þess að reyna að komast inn í sambandið. Ef fólk vill þetta þá er svo sem ekki mikið við því að segja en ég hef engan áhuga eftir það sem á undan er gengið. Ég hef t.d. þá megin reglu að ganga ekki í hjónaband með konu sem hefur sambandið við mig á að draga mig fyrir (EFTA) dómstóla, í markvissri tilraun til þess að setja mig í þrot vegna skulda sem ég stofnaði ekki til.
Benedikt Helgason, 26.2.2014 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.