Af hverju hefjum við ekki bara aftur viðræður við ESB?

Já, ég velti því fyrir mér hvort að besti kosturinn í stöðunni fyrir stjórnina sé ekki bara að svæla út minkana, þ.e.a.s. að þvinga upp á yfirborðið hvers vegna það virðist í raun hafa verið ESB sem stöðvaði viðræðurnar, ef marka má skýringar Jóns Bjarnasonar.

http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/1358343/

Hvernig á að útfæra það er svo kannski ekki augljóst en það mætti hugsa sér að opna bara viðræðurnar aftur af Íslands hálfu og gera svo kröfu um að sjávarútvegskaflinn verði opnaður. Ef ESB segir að það sé ekki hægt nema að við lofum því að gefa eftir stjórn fiskveiða þá er það bara orðið ljóst. 

Ég geri svo ráð fyrir að það kæmi annað hljóð í strokkinn ef að það blasir við fólki að fórna þurfi sjávarútvegnum fyrir aðild að sambandinu, nema náttúrulega að LÍÚ hafi gengið svo langt á þolinmæði landsmanna að landsmenn séu til í að fórna þeim fyrir fjölbreyttara úrval af ostum og skinkum. Það er auðvitað ekki hægt að útiloka það því LÍÚ er í raun eins og gangandi almannatengslaslys, svo illa hafa þeir hugað að ímynd sinni undanfarin ár.

En kosturinn við þessa leið er klárlega sá að það þarf þá ekki að rífast um hvort að Jón Bjarnason eða Össur Skarphéðinsson er að segja satt til um afstöðu ESB.  Við fáum bara sambandið sjálft til þess að segja okkur hvern djöfullinn þeir vilja.


mbl.is Fella ekki einhliða niður tolla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta virkar bara ekki svona. Ferlið er ekki samningaviðræður í hefðbundnum skilningi þess orðs og umsóknarríkið ekki í stöðu til að gera neinar kröfur. Umsóknarríkið bíður þolinmótt eftir rýniskýrslu ESB sem afhendir hana þegar ESB hentar. Sama gildir um samningsafstöðu. ESB er ekki bundið af neinum tímamörkum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 2.3.2014 kl. 19:48

2 Smámynd: Benedikt Helgason

Ég veit alveg hvernig þetta virkar Hans. 

En nú er rifist um af hverju það hefur ekki tekist að fá t.d. sjávarútvegskaflann opnaðan sem er í raun fáránlegt því við áttum í viðræðum við aðila sem heldur á svarinu. Í stað þess að fylkingarnar skiftist á að úthúða Jóni og Össuri þá legg ég til að ESB segi okkur það bara af hverju ekki tókst að opna kaflann (að fá ESB rýniskýrsluna birta). Ef Jón hefur rétt fyrir sér, sem ég geri ráð fyrir, þá mun ESB væntanleg segja okkur að ekki sé hægt að opna kaflann fyrr en að við lofum því að stjórn fiskveiða muni flytjast til Belgíu í fyllingu tímans.

Benedikt Helgason, 2.3.2014 kl. 20:06

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ástæða þess að framsalskaflarnir voru ekki opnaðir er sú að til þess skortir heimild í stjórnarskrá. Um það snerist jú allur sá sirkús, þótt enginn þyrði fyrir sitt litla líf að opnbera það.

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Af hverju mistókst stjornlagaraði ætlunarverk sitt? Jú, ESA var fengið til að gefa álit og gaf það út að m.a. Væru of margir fyrirvarar á framsalsákvæðum, svo þessi samsuða þeirra þýddi no go.

Gallinn var að megnið af stjórnlagaráði var í algeru myrkri um það hver tilætluð niðurstaða ætti að vera vegna feluleiksins með markmiðin.

Ég get lofað þér að ef vinstri stjórn kemst að völdum aftur verður það hennar fyrsta verk að ráðast á stjórnarskrána, ekki að endurvekja viðræðurnar við ESB.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2014 kl. 20:20

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

21. Grein stjornarskrarinnar hljomar svona:

Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.

Þetta er einn af nokkrum fyrirvörum, sem þarf að eyða.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2014 kl. 20:22

5 Smámynd: Benedikt Helgason

Takk fyrir innlitið Jón Steinar.

Já, ég las þessa færslu á síðunni þinni um stjórnarskránna og þessi skýring þín er að mínu mati sennileg.  Ég vil hins vegar gjarnan fá það svart á hvítu hvað sambandið segir sjálft um þetta.

Benedikt Helgason, 2.3.2014 kl. 20:25

6 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ástæða þess að samningskaflar um sjávarútveg, landbúnað og fleiri kafla sem Íslendingar gera stjórnunarkröfur um, voru ekki opnaðir, var vegna þess að í reglum ESB eru skýr ákvæði um að ESB eigi að stjórna umræddum köflum. ENGIN ákvæði eru í reglum eða stofnsáttmála ESB sem heimili framsal á þessari allsherjarskyldu. Meðan Ísland heldur stíft við stjórnuanrkröfur sínar í nefndum málaflokkum, verður ekki hægt að semja um þá. Hins vegar er verið að smokra okkur hægt en markvisst inn í ESB, með hinum nýju vinnubrögðum; að taka fyrir einn kafla í einu, klára aðlögun stjórnkerfis, stofnana og laga að þeim kafla og loka honum ekki fyrr en aðlögun er að fullu komin á, eða aðlögunarfrestur staðfestur af ÖLLUM aðildarríkjum auk umsóknarríkis. Ætlunin var greinilega að láta ríkisstjórn okkar standa frammi fyrir því að vera búin að aðlaga þjóðina að ESB að öllu öðru leyti en lyti að fyrrgreindum stjórnunarköflum, láta síðast reyna á þá kafla, þann mikilvægasta síðast, og freista þess að ljúka þeim með aðlögunarfresti. Stjórnendur ESB geta ekki vænst þess að þjóðir sambandsins samþykki eftirgjöf stjórnunarþáttar, því með slíkri undanþágu gagnvart einum, hrynur allt þeirra samstöðukerfi.

Guðbjörn Jónsson, 2.3.2014 kl. 22:28

7 Smámynd: Benedikt Helgason

Takk fyrir innlitið Guðbjörn.

Ég á ekki í nokkrum vanda með að sjá fyrir mér að það hafi í raun verið ESB sem stöðvaði viðræðurnar vegna þess að þær strönduðu á þessum atriðum. Vandamálið er bara að það er alveg sama hversu oft við segjum það, eða hversu oft er vitnað t.d. í Ágúst Þór Árnason sem skrifaði um þetta í skýrslu Hagfræðistofunnar,

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/03/02/vidraedunum_vid_esb_sjalfhaett/

það mun einfaldlega enginn viðræðusinni taka sönsum fyrr en að þetta kemur skorið út í pappa frá ESB.  Þess vegna legg ég til þessa kaldhæðni að halda bara þessum viðræðum áfram til þess að þvinga þennan ágreining upp á yfirborðið.

Og talandi um að taka engum sönsum þá er hérna gott dæmi um að þetta er farið að snúast um að fá að kjósa um bara eitthvað en málefnið skiptir ekki lengur neinu máli að því er virðist vera. 

http://finnur.blog.is/blog/finnur/entry/1360637/

Bið að heilsa í Kríuna.

Benedikt Helgason, 3.3.2014 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband