Og ætli það Steinþór


Nei, það sem hefði verið mikilvægt fyrir íslenskt efnahagslíf hefði verið að semja ekki af sér í upphafi þegar þessi bréf voru gefin út. Ég veit svo sem ekki hversu oft ég er búinn að minnast á að þessi bréf áttu aldrei að vera í erlendri mynt.  Samkvæmt úttekt MBL á nýji bankinn að hafa tekið yfir erlend lánasöfn að upphæð 187 milljarða króna en staða bréfanna er núna 226 milljarðar eftir að búið er að greiða inn á þau 90 milljarða eða eitthvað því um líkt!  Og hvað var stór hluti af þessum 187 milljörðum í gengistryggðum krónulánum?  Þetta er glórulaus skandall og einfaldlega gjafagerningur síðustu ríkisstjórnar til þess að fegra Icesave bókhaldið.

En síðan er eitthvað ótrúlega öfugsnúið við það að nýi Landsbankinn geti yfirleitt lent í vanskilum við gamla bankann. Nýi bankinn tók einfaldlega yfir lánasöfn frá gamla bankanum og ef nýi bankinn á ekki fyrir greiðslum af þessum bréfum þá er það vegna þess að hann er annaðhvort ekki að ná að innheimta það sem til stóð af þessum lánasöfnum, sem strangt til tekið hefði átt að vera vandamál gamla bankans (þrotabúsins), eða þá að nýi bankinn hefur lofað þrotabúinu einhverju sem hann hefði ekki átt að lofa, því hinn kosturinn sem kröfuhafar stóðu frammi fyrir var að þurfa að innheimta lánasöfnin sjálfir.  Í því tilviki þá hefðu þeir aldrei fengið allan þann gjaldeyri inn í þrotabúið sem nýi bankinn er búinn að lofa þeim því lántakendurnir eru strangt til tekið fyrir innan gjaldeyrishöft og því tæplega hægt að skylda þá til þess að greiða af lánum sínum í gjaldeyri jafnvel þó svo að þeir hefðu skuldað bankanum ekta erlend lán en ekki gengistryggð krónulán.

 

Fljótt á litið þá sýnist mér þessi samningur snúast um það að halda niðri lífskjörum á Íslandi næstu 12 árin í formi lægra gengis en hefði verið hægt að ná ef menn hefðu staðið í lappirnar. Ég vona að stjórnvöld fari ekki að gefa kröfuhöfum undir fótinn með að það standi til að hleypa þeim út í gegnum höftin með þessa peninga. Sameinumst öll um það markmið að snýta þeim svo undan svíði.  


mbl.is „Mikilvægt fyrir íslenskt efnahagslíf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sammala siduhofundi. Thetta er med hreinum olikindum og otrulegt hve lagt hefur farid, hvernig stadid var ad fragangi thessara mala. Their sem thad gerdu, gerdu thad orugglega ekki med hag tjodarinnar fyrir brjosti, svo mikid er vist. Hafi their skomm fyrir.

Sidan er reynt ad fegra thetta med ordagjalfri og yfirklori. Hreint ut sagt omurlegt. 

Vaeri oskandi ad umraedan um thetta vaeri meiri, en einhverra hluta vegna virdist fjarmalafyrirtaekjum og their sem theim stjorna, takast ad koma fram i fjolmidlum og leggja a bord hvada yfirlysingu sem er, an nokkurar gagnryni eda eftirfylgni fjolmidla, eda theirra sem thar starfa. Thetta er farid ad lykta svolitid af 2007, thegar kemur ad fjolmidlum. Thar a bae gleypa "bladamenn" opinmynntir vid hvada dellu sem er og hafa ekkert fyrir thvi ad kanna stadreyndir eda sannreyna a nokkurn hatt. Islensk bladamannastett sekkur nedar og nedar med hverju arinu sem lidur, thegar kemur ad fjarmalagerningum islenskra og erlendra banka, sem her starfa. Thad er t.a.m. adeins einn islenskur banki a Islandi i dag (Landsbankinn) Hinir eru erlendir. Hefur einhver kannad thad, hvort innistaedur seu tryggdar i theim, ef illa fer? Thad heyrist ekki ord um thad i fjolmidlum, frekar en um annad sem mali skiptir, fyrir hinn almenna borgara.

Godar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.5.2014 kl. 03:27

2 Smámynd: Benedikt Helgason

Takk fyrir innlitið Halldór Egill.

Benedikt Helgason, 9.5.2014 kl. 05:09

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Halldór Egill: Hvers vegna segirðu að aðeins sé einn íslenskur banki á Íslandi í dag? Eignarhald Arion banka og Íslandsbanka er ekki erlent heldur að meirihluta til innlent, þ.e. Kaupþing og Glitnir eiga þessa banka á móti íslenska ríkinu. Þetta eru innlend hlutafélög sem eru enn í fullum rekstri undir slitastjórn, hafa ekki enn verið gerð gjaldþrota. Ekkert hlutafé sem áður var í eigu innlendra aðila, einstaklinga jafnt sem lögaðila, hefur verið fyrnt eða verið afhent erlendum aðilum endurgjaldslaust. Ef þú áttir hlut í öðrum hvorum bankanum er sá hlutur enn til staðar og í þinni eigu. Það gleymist nefnilega iðulega að hluthafar eru líka kröfuhafar, krafa þeirra er hins vegar aftast í kröfuröð.

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.5.2014 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 916

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband