Heiðar Már - spot on

Ég sé ekki betur en að Heiðar Már sér algjörlega "spot on" í þessari grein.  Það þarf að vinda ofan af þessum gjafagerningi Jóhönnu stjórnarinnar því hann er að setja þjóðarbúið í þrot í erlendri mynt.  Ég sé þrjár leiðir:

a) Setja gamla bankann í þrot, greiða út kröfurnar í krónum og ná þannig gjaldeyrinum aftur inn í seðlabankann. Kröfuhafar þurfa þá að greiða fyrir gjaldeyrinn á aflandskrónu gengi eins og allir aðrir aðilar sem eru fastir innan hafta, þegar þeir ætla út úr landinu með peninginn.

b) Skiptigengisleið Lilju Móses en fyrir þeirri leið talar ekki bara Lilja heldur líka aðrir marktækir einstaklingar eins og Gunnar Tómasson og Jóhannes Björn.

c) Létta ekki höftunum ef kröfuhafar eru með derring og dunda sér svo við að skattleggja eignirnar niður næstu árin.  

Aðalatriðið er að kröfuhafar mega aldrei komast með allt þetta fé úr landi. Það myndi hafa mjög neikvæð áhrif á lífskjór á Íslandi næstu árin ef þeim tekst það. Munið að hrunið var stöðvað með því að setja á gjaldeyrishöft og nú er barist um hvort þið eigið að greiða fyrir restina af hruninu eða þeir.  Ég segi að þeir eigi að greiða fyrir það. 


mbl.is Lengingin flýtir ekki afnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

d) Dómstólaleiðin. Landsbankabréfið er nefninlega að öllum líkindum ólöglegt.

Riftum því og þá bráðnar hálf snjóhengjan.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.5.2014 kl. 09:49

2 Smámynd: Benedikt Helgason

Gott Guðmundur. Ein leið í viðbót.

Benedikt Helgason, 12.5.2014 kl. 10:00

3 identicon

Spot on Seiken. Ég gæti vel séð fyrir mér einhverskonar þjóðarsátt um aðgerðir til að aflétta höftunum þar sem markmiðið væri að þjóðin bæri nær engan kostnað en kröfuhafar/krónueigendur nær allan kostnaðinn.

Afnám verðtryggingar væri auðvitað eitt af fyrstu skrefunum ásamt því að lækka vexti í 0,0%. Þá væri næsta skref að gera upp gjaldeyrislán IMF. Taka upp þrjú skattþrep á fjármagntekjur þar sem þriðja þrepið væri yfir 90% skattur. Leggja skatt á útstreymi, samt ekki of háan. Afnema höftin og leyfa krónunni að falla eins stein í frjálsu falli. Þetta myndi ganga yfir á nokkrum dögum og snjóhengjan yrði ekkert meira en smá spýja sem færi út á aðeins broti af því sem hún er í dag. Helstu óþægindin væru þau að innflutningur myndi stoppa í nokkra daga, aðallega á vörum sem almenningur er lítið að kaupa s.s. bifreiðar og dýr fatnaður og annað þ.h. og allir í strætó í nokkra daga.

Eina sem ég er að reyna að segja með ofangreindu er að með smá samstöðu er hægt að láta hina sk. fjárfesta bera tjónið að fullu og að óþægindin yrðu minniháttar fyrir þjóðina.

Toni (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 12:15

4 Smámynd: Benedikt Helgason

Flott Toni.  Þetta er þá fimmti möguleikinn.

Benedikt Helgason, 12.5.2014 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband