4.12.2014 | 21:37
Er ballið að byrja?
Ég er ekkert sérlega trúaður á tilviljanir í þessum málum. Ef ég á að giska á eitthvað þá finnst mér líklegt að Heiðar Már hafi farið fram með þessa beiðni í samráði við stjórnvöld. Seðlabanki Íslands gæti mín vegna hafa verið að máta hugmyndina um 35% útgönguskatt á kröfuhafana í síðasta mánuði til þess að þeir gætu vanist henni. Og svo lært að elska hana þegar þeir sjá fram á að bankarnir gætu verið þvingaðir í þrot af einstökum kröfuhöfum án þess að setja þyrfti um þá aðgerð sérstök lög.
En það er rétt að taka það fram að ég veit svo sem ekkert um þetta en ég tók hins vegar eftir því þegar ég var á netinu í lestinni á leiðinni til Þýskalands í morgun að kröfuhafi í Glitni hefði selt kröfur sínar sem voru 50 milljarðar að nafnvirði. Sem er athyglisverð tímasetning á sölunni í ljósi atburða dagsins. Áræðanlegar upplýsingar um verð hefðu verið áhugaverðar.
En planið virðist sem sagt vera þetta; að hleypa út í gegnum höftin greiðslum upp í forgangskröfur í gamla Landsbankann, sem er það sem gert hefur verið gert í sambandi við forgangskröfur á Glitni og Kaupthing, en dunda sér svo við að snýta almennum kröfuhöfum. Þeir geta valið um 35% útgönguskatt eða gjaldþrot og kröfur greiddar í framhaldinu út í krónum, þ.e.a.s. ef Heiðar Már vinnur sitt mál í Héraðsdómi.
Ég legg til að við lækum þetta hjá Heiðari en hækkum jafnframt útgönguskattinn.
Kv. Seiken
Vill gjaldþrotaskipti á Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Benedikt Helgason (Seiken)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2014 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.