Sirkús ehf.

Ég las þessa frétt og leit svo ofan í glasið mitt sem ég var að klára að súpa úr til þess að vera viss um að ég hefði ekki sett ofan í það kjarnorkuúrgang eða 3-gja ára gamla mjólk.  MBL hefur eftir  Steingrími J. Sigfússyni:

Hann sagði „full­kom­legt ógagn­sæi“ rík­is­stjórn­ar­inn­ar og „möndl henn­ar með kröfu­höf­um bak við lukt­ar dyr“ mikið áhyggju­efni sem veki spurn­ing­ar um hvert Ísland væri að fara.

Er þetta einhver annar Steingrímur J. en sá sem setti á fót samráðsvettfanginn með kröfuhöfum og stjórnvöldum, hvers fundargerðir Víglundur Þorsteinsson gat ekki fengið afhentar fyrr en eftir langa og stranga glímu við kerfið?

Það er vissulega ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að kröfuhafar nái að breyta íslensku eignum þrotabúanna í erlendan gjaldeyri og rétt að nefna það einu sinni enn að allt annað en að kröfuhafar skilji allar íslensku eignirnar eftir fyrir ríkið og Seðlabanka til ráðstöfunnar þýðir þrýsting til lækkunnar á gengi krónunnar. En að verða vitni að því að vinstri vængurinn, sem vel að merkja taldi fyrir síðustu kosningar að ekki væri hægt að ná einni einustu krónu af kröfuhöfunum, er auðvitað áminning um það að það er enginn sirkús án trúða.

Ég minni svo á að Jóhönnu stjórnin ætlaði að leysa þetta mál með því að taka lán hjá evrópska Seðlabankanum og borga kröfuhafana út. Það væri búið að slökkva ljósin í Leifsstöð ef það hefði tekist.      


mbl.is Gagnrýndi afslátt á stöðugleikaskattinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband