Fundaritarar í veikindaleyfi

Fréttin er reyndar ekki um þetta, en þessi mál eru þó nátengd. Það verður að taka hattinn ofan fyrir Vigdísi Hauks fyrir að gefast ekki upp á að reyna að fá öll gögn um endurreisn bankanna upp á yfirborðið. Víglundur reyndi en það vantaði inn í þau gögn sem hann fékk afhent. Ég býst ekki við að ég sé sá eini sem þykir það örlítið óþægilegt að sami hópur átti að sjá um að passa upp á þessi pappírssnifsi og reyndi að fá þingmenn til þess að samþykkja Icesave samning Svavars án þess að þingmenn fengju að sjá hann. Við erum ekki að tala um neina spaða hérna, þetta er einfaldlega rjóminn úr landsliðinu fyrir vond vinnubrögð á Íslandi.

En það er ekki annað hægt en að dást að embættismönnum fjármálaráðuneytisins fyrir fimlegar varnir í málinu. Það „neistar“ af trésverðunum þegar þau rista hálfan millimetra niður fyrir skjaldarendurnar. Og það er sennilega ekki hægt að toppa þá skýringu á því að 2 fundargerðir vanti í gögnin um endurreisn bankakerfisins, sem að því að mér skilst fyrir „tilviljun“ dekka akkúrat það tímabil þegar verið er að ganga frá hluthafasamkomulagi nýju bankana, að gömul þynnka hafi tekið sig upp hjá ritara stýrihópsins um endurreisn bankakerfisins og þess vegna séu engar fundagerðir til af þessum tveimur lykilfundum hjá nefndinni.

Nú er það svoleiðis að ég lifi af því að naga blýanta og sitja fundi og það sem við gerum alltaf þegar við boðum fundi er að boða aldrei færri en tvo aðila á þá sem kunna bæði að lesa og skrifa. Þannig að ef að annar þeirra kemst ekki vegna óvarkárni í umgengi með áfengi kvöldinu áður, þá getur hinn skrifað fundargerðina. Þeir þurfa ekki að vera þjálfaðir sérstaklega til verksins, þeir þurfa bara að kunna að skrifa. Og Guð blessi Ísland ef það endurspeglar vinnubrögð ráðuneytana okkar að geta ekki haldið í formfestu eins og að rita fundargerðir þegar verið er að taka ákvarðanir um risastóra hagsmuni fyrir íslenskt samfélag. Það hefði bara einhver úr þeirri handfylli af íslenskum embættismönnum sem sat þessa fundi þurft að taka upp penna til þess að bjarga þessu máli. Er það glórulaus samsæriskenning að halda því fram fundergerðirnar hafi í raun verið ritaðar en að þær hafi einfaldlega ekki náð fram í dagsljósið ennþá?

Og þá að fréttinni, að minnsta kosti eins og ég skil hana. Það hefði auðvitað verið stílbrot ef að velferðarstjórnin hefði ekki aðstoðað slitabú Kaupthings við að fjármagna nýja bankann og hjálpa honum svo við að hámarka virði lánasafnsins sem fór inn í Arion svo að slitabúið þyrfti nú örugglega ekki að koma með raunverulegt fé inn í bankann. Mig er farið að gruna að hluthafasamkomulagið og síðustu fundargerðirnar kunni að innihalda samkomulag um að stjórvöld gerðu ekkert sem gæti rýrt möguleika slitabúanna á að innheimta að fullu t.d. ólögleg gengistryggð lánasöfn. Í því efni sýnist mér að hagsmunir stjórnvalda og slitabúanna hafi farið saman því velferðarstjórnin vildi jú hámarka útkomuna úr lánasafni gamla landsbankans sem rann inn í þann nýja til þess að hámarka það sem fengist upp í Icesave.  Þetta myndi að minnsta kosti skýra  margt í sambandi við undarlega hegðun Más Guðmundssonar, Gylfa Magnússonar og Steingríms J. í tengslum við dómsmálin tengdri gengistryggingunni.

En þvílíkt ógæfuplan sem velferðarstjórnin setti saman og gerði tilraun til þess að útfæra. Það var yfirnáttúrulega heimskulegt. Að reyna að hámarka innkomu slítabúanna og þar með tjónið fyrir íslenskt samfélag og leysa það „smámál“ með því að taka upp Evru svo vogunnarsjóðir kæmust með allan hagnaðinn úr landi án þess að vörnum yrði við komið. Það er nokkur huggun í því að þetta hefur haft a.m.k. pólitískar afleiðingar fyrir þann mannskap og þá flokka sem stóðu að þessari helför. Það sýnir manni að það er ennþá von í íslenskum kjósendum. 


mbl.is Áhættan var öll ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband