27.9.2013 | 09:38
Enga eftirgjöf takk.
Þetta er flott. Fyrsta markmið ríkisins og seðlabankans hlýtur að vera að ekki verði stofnað til skulda í erlendri mynt til þess að koma kröfuhöfum úr landi. Til þess að skerpa á þeirri stefnu er spurning hvort ekki megi skila bróðurpartinum af skuldsetta gjaldeyrisvaraforðanun, gera þrotabúin upp í krónum og byrja að skattleggja þau, en þess utan tryggja að lífeyrissjóðirnir komi ekki heim með erlendu eignir sínar til þess að leysa kröfuhafa úr snörunni.
Það er númer eitt, tvö og þrjú að ekki má undir neinum kringumstæðum veifa gjaldeyri framan í kröfuhafa meðan ekki næst samkomulag um að þeir afhendi innlendu eignirnar gegn því að fá erlendu eignirnar í hendur. Það er rétt að hafa í huga að kostnaður/fé sem falla kann á ríkið eða SÍ í þeim tilgangi að losna við kröfuhafa mun ekki verða notaður í að byggja upp Landspítalann eða í aðra velferð.
Og hvað varðar sölu á Aríon og Íslandsbanka þá er erfitt að sjá fyrir sér að nokkur erlendur aðili muni snerta við þeim fyrr en búið er að finna lausn á því hvernig gjaldeyrishöftum verður aflétt. Þar til annað kemur í ljós að minnsta kosti, þá mun ég líta á það sem hluta af áróðursherferð að starfsmenn þrotabúanna séu að gefa það í skyn að það sé einhver eftirspurn eftir eignarhlutnum í þessum bönkum úti í heimi.
Þetta snýst um að standa saman kæru landsmenn og þar undir getur heyrt að stífa þurfi af samfylkingarfólk og aðra kröfuhafa grúppíur með girðingarstaurum til þess að fylla upp í töluna á vígvellinum. Ef þessi orrusta vinnst þá er Ísland á grænni grein.
Kröfuhafar orðnir óþolinmóðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Benedikt Helgason (Seiken)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.