28.9.2013 | 08:44
En hvað með að setja gamla bankann í gjaldþrotameðferð?
Eftir dóm Hæstaréttar í gær þá gæti það kannski verið möguleiki í stöðunni. Fræðilega séð þá myndi ferlið vera þannig að nýji Landsbankinn kaupir gjaldeyri úr skuldsettum gjaldeyrisforða SÍ til þess að standa skil á skuld sinni við gamla bankann. Eftir það er gamli bankinn settur í gjaldþrotameðferð, erlenda gjaldeyrinum inni í þrotabúinu skipt í krónur í SÍ og kröfuhöfum gamla bankans greiddar út krónurnar.
Þetta gengur svo sem upp á blaði en ég veit svo sem ekki hvaða ljón standa raunverulega í veginum fyrir því að hægt sé að gera þetta. Hins vegar held ég að við séum í fullum rétti til þess að ganga langt á þolinmæði Breta og Hollendinga í þessu máli. Uppbygging nýja Landsbankans er skandall og í raun gjafagerningur settur á svið til þess að koma Bretum og Hollendingum framhjá gjaldeyrishöftunum. Það fæst að minnsta kosti ekki séð hvaða erlendu eignir nýji Landsbankinn tók yfir til þess að réttlæta að hann gæfi út skuldabréf í erlendri mynt og legði það inn í þrotabúið.
![]() |
Þolir ekki stífar endurgreiðslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Benedikt Helgason (Seiken)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1062
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.