Þetta líkar mér.

Í rauninni þá var hrunið bremsað í október 2008 með því að setja á gjaldeyrishöft og núna er tekist á um það hver eigi að borga fyrir þann hluta hrunsins sem ennþá er haldið aftur af. Það hefur auðvitað oft komið fram hérna á blogginu hjá mér áður að ég hef litla trú á að efnahagsvandi þjóðarinnar verði leystur öðruvísi en að kröfuhafar gömlu bankanna verði beyttir botnlausri hörku.

Fyrir ykkur sem haldið að það sé hægt að losa gjaldeyrishöftin með upptöku Evru þá er það svo sem fræðilega séð hægt. Vandinn við þá leið er bara sá að til þess að geta farið hana þá sýnist mér að lífskjör á Íslandi þurfi að taka aðra 20-30% dýfu nema að menn trúi því að seðlabanki Evrópu sé að fara að gefa Íslendingum peninga.  Það skortir a.m.k. formdæmi fyrir því að bankinn vinni með þeim hætti. Þið getið spurt Íra, Grikki og Kýpurbúa ef þið trúið mér ekki.

Til þess að fara inn í myntsamstarfið þá þarf að velja skiptigengi sem varið verður með vikmörkum við Evru. Það þýðir væntanleg að ef gengi krónunnar er að falla niður fyrir vikmörk þá mun Seðlabanki Evrópu sjá til þess að SÍ fái nægar Evrur í hendur til þess að kaupa krónur til þess að snúa þeirri þróun við.

Segjum sem svo að skiptigengið væri á morgun valið 160. kr. pr. Evra og höftunum létt þá mun hefjast fjármagnsflótti úr landinu á óþægilegum skala því misvægið í hagkerfinu á núverandi genisskráningu SÍ er ca. 1000-1200 milljarðar króna. Fjármagnsflóttinn verður ekki fjármagnaður öðruvísi en með lántöku SÍ hjá Seðlabanka Evrópu og þar með yrði hann að skuld íslenskra skattgreiðenda sem yrðu trúlega einhverja áratugi að borga hann nema að það finnist olía norður í hafi.

Andri Geir Arinbjarnarson, sem bloggar töluvert um efnahagsmál, telur að fara beri þessa leið af því að við að fara inn í myntsamstarfið þá muni traust á landinu aukast það mikið að fjármagnsflótti verði ekki af þessar stærðargráðu sem ég tel að hann verði. En er einhver tilbúinn til þess að leggja allt íslenska hagkerfið undir í svoleiðis veðmáli? Og það er ekki eins og það skorti fordæmi fyrir því að það geti brostið á með fjármagnsflótta hjá löndum sem eru með Evru.  Ég minni bara á Kýpur í því samhengi sem voru að fá lán frá Seðlabanka Evrópu upp á andvirði 1600 milljarða króna til þess að "leysa" sinn vanda.

Það sem mér finnst hins vegar miklu líklegra að myndi gerast ef við færum inn í myntsamstarfið er að Seðlabanki Evrópu myndi segja við Íslensk stjórnvöld að hann væri til í að taka þátt í að verja gengi sem væri nær 220-240 kr. pr. Evra.  Það sem myndi gerast í framhaldinu væri þá að misvæginu í hagkerfinu væri vissulega eytt og erlendir eigendur krónueigna væru trúlega tilbúnir að vera áfram í landinu, en á móti kæmi að allar eignir og laun Íslendinga myndu rýrna um 20-30% í Evrum talið.  M.ö.o. landsmenn færu í gegnum aðra gengisfellingu sambærilega við þá sem við sáum í mars 2008.  Má heimilisbókhald ykkar við því?

Ég vona að fólk fari að átta sig á því að skársta lausnin á vanda landsins felst í því að skrúfa niður misvægið í hagkerfinu áður en höftum verður létt.  Það er hugsanlega hægt að ná því fram með því að beyta kröfuhafa gömlu bankana hörku af þeirri stærðargráðu sem gefin er í skyn í frétt mbl.is sem þetta blogg vísar í. Í raun þá held ég hins vegar að þessi leikur hafi hafist um helgina þegar stjórnin kynnti lausn á skuldamálum heimilanna sem byggir á því að kröfuhafar borgi.  Svar ESB var að afturkalla IPA styrkina en það þarf varla að minna á að ESB bað íslensk stjórnvöld að fara vel með kröfuhafa rétt eftir hrun samanber frásögn Geirs H. Haarde um helgina.  Þetta var jú kjarnin í efnahagsstefnu Samfylkingarinnar, að kröfuhafar fengju verkfæri til þess að hámarka virði lánasafnanna og að íslensk heimili skyldu borga.

Hanskarnir eru sem sagt farnir af og ég væri hissa ef við færum ekki að sjá einhver alvöru læti núna á næstunni.

  


mbl.is Skoða leiðir til að þrýsta á kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það þarf ekki nýja reglusetningu til að útgreiðsla úr þrotabúi fari fram í krónum.

Slíkar reglur eru nú þegar til og heita lög um gjaldþrotaskipti og lögeyri Íslands.

En stærsti bitinn í snjóhengjunni er ólöglega Landsbankabréfið sem þarf að afskrifa.

Hvers vegna er enginn að tala um það? ???

Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2013 kl. 09:37

2 Smámynd: Benedikt Helgason

Það er ekki víst að það þurfi að setja lög um útgreiðsluna en ég sé enga augljósa ástæðu til þess að gera það ekki.  Það skerpir þá bara þetta atriði í staðinn fyrir að vísa í lögeyrinn.

Hvað Landsbankabréfið varðar þá hefði ég haldið að það mál myndi leysast ef gamli bankinn yrði þvingaður í gjaldþrotameðferð.  Þá getur nýji bankinn haldið áfram að greiða af bréfinu í erlendri mynt eða taka lán hjá SÍ til þess að greiða það upp en þrotabúið þyrfti að skila gjaldeyrinum inn til SÍ aftur.  En þegar ég skrifa "leysast" þá er maður að gera ráð fyrir að það sé ekkert undirliggjandi samkomulag á milli Hollendinga og Breta annars vegar og gömlu velferðarstjórnarinnar hins vegar.  Sú stjórn kann að hafa bundið hendur íslenskra stjórnvalda að einhverju leyti þegar hún var að semja við Icesave kröfuhafana á vormánuðum 2009 þegar grunnurinn að "endureisn" bankakerfisins var lagður.

Benedikt Helgason, 5.12.2013 kl. 09:52

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Hafi stjórnvöld gert einhvern slíkan samning 2009, væri hann ógildur i dag þar sem hann hefur aldrei verið lagður fyrir Alþingi til staðfestingar. Stjórnvöld hafa seinungis sjálfstæða ákvörðunarþætti í fjármálum til jafns við þann pott sem kallaður hefur verið "ráðherrapottur". Aðrar fjárheimildir hafa ráðherrar ekki og engir samningar þeirra eru skuldbindandni fyrr en Alþingi hefur staðfest þá. Svo er aftur á móti hin hliðin, að ráðherrar fara alltof sjaldan eftir lögum og Alþingi og þjóðin, láta það óátalið.

Guðbjörn Jónsson, 6.12.2013 kl. 00:01

4 identicon

Varðandi Landsbankabréfið, þá eru kröfuhafarnir þar á bakvið með mun meira bakland en hinir (Hollendingar og Bretar) og sagan sýnir að þeir eru tilbúnir að beita óhefbundnum aðferðum ef að þeim finnst gengið á sinn rétt, eins og t.d. að stimpla okkur sem hryðjuverkamenn.

Agni Ásgeirsson (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 10:32

5 Smámynd: Benedikt Helgason

Já, það er rétt Guðbjörn að ef hann er til þá væri hann sennilega ólöglegur.

En ég geri ráð fyrir að mér fyrirgefist að vera tortrygginn í garð síðustu stjórnar.  Það eru ekki liðnar nema nokkrar vikur síðan að Ögmundur sagði okkur frá því að hann hafi verið kallaður á fund Jóhönnu og SJS þegar Icesave samkomulagið hans Svavars lá fyrir og verið tjáð af þeim skötuhjúum að hann (Ögmundur) gæti ekki fengið að sjá samninginn því um væri að ræða samkomulag um "einkaréttarlegan ágreining" (með ríkisábyrgð!!!). Ég á eiginlega engin orð til þess að lýsa hvað mér finnst um þetta framferði.      

Benedikt Helgason, 6.12.2013 kl. 22:18

6 Smámynd: Benedikt Helgason

Það er rétt Agni.  Bretar og kannski enn frekar Hollendingar hljóta að hugsa okkur þegjandi þörfina og munu sjálfsagt ekki hika við að beyta áhrifum sínum (AGS?) ef við tökum til alvöru varna í sambandi við Landsbankabréfið.

En ég sé einhvern veginn fyrir mér að sæstrengur gæti endað sem einhvers konar "friðarpípa" á milli Breta og Íslendinga. A.m.k. þá vilja Bretarnir fá strenginn ef ég skil það mál rétt og eru sjálsagt tilbúnir til þess að gleyma öllu um Icesave meðan ekki er búið að blása strenginn af.  Það dugar Hollendingum þó sennilega ekki ... eða?  Hvernig var þetta annars, á ekki Philips kaplaverksmiðju?    

Benedikt Helgason, 6.12.2013 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband