Grein viðskiptablaðs Morgunblaðsins um kröfuhafa gömlu bankanna frá því í dag er skyldulesning!

Ég er búinn að bíða lengi eftir því að einhver tæki saman lista yfir þá Íslendinga sem eru að vinna gegn hagsmunum landsins í þessu máli.

Í guðanna bænum ekki hlusta nokkurn tímann á sjálfsréttlætingu fólks sem tekur þátt í þessu því við skulum ekki gleyma því eitt augnablik að á endanum á þessu veðmáli vogunnarsjóða og annarra kröfuhafa er íslenska velferðarkerfið og þau lífskjör sem íslenskur almenningur mun þurfa að búa við næsta áratuginn eða áratugina ef allt fer á versta veg.  Við erum að tala um laun hjúkrunnarfræðinga, lækna og kennara; framlög til sjúkrahúsa, öldrunnarheimila, menntunnar, vísindastarfa, menningar, lista ... und, und, und ... eins og Svisslendingar myndu orða það.

Og viti menn! Er ekki ídeólógískur farastjóri samfylkingarinnar, talsmaður norrænu velferðarstjórnarinnar, að skrapa sér salt í grautinn með því að vinna fyrir þennan hóp aðila sem eru að reyna að sannfæra stjórnvöld um að taka lán til þess að niðurgreiða í þá gjaldeyri.  Og hvaða þingmenn voru það sem í mars 2013 milduðu tillögu Seðlabankans um breytingu á lögum um gjaldeyrishöftin? Þarf að minna einhvern á hvað gerðist síðast þegar stjórnmálaflokkur taldi það vera skyldu sína að vera í "góðu talsambandi" við fjármálageirann?

Það rifjast a.m.k. upp fyrir mér að Helgi Hjörvar kom í útvarpsviðtal einhvern daginn eftir að lögin voru sett í mars 2013, þar sem hann varði þá ráðstöfun að ekki bæri að færa erlendar eignir þrotabúanna undir höftin. En að koma í veg fyrir að þessar erlendu eignir komist í hendur kröfuhafa áður en búið er að semja um krónueignirnar er trúlega eina alvöru vörn landsmanna gegn því að kröfuhafar setji landið endanlega á hausinn. 

Sem betur fer, alveg sama hvað fólki finnst um framsókn og íhaldið, þá er þrátt fyrir allt dálítið annar bragur á viðbrögðum núverandi stjórnar við þessum vanda en síðustu stjórnar. Ég fullyrði að sú stjórn stefndi að því að nota skuldsettan gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar til þess að frelsa kröfuhafa úr prísundinni og hvarf ekki frá því plani fyrr en að það rann loksins upp fyrir þeim að varaforðinn dugar ekki einu sinni til, til þess að bræða snjóhengjurnar. Þær sömu snjóhengjur sem endalaust hefur verið hlaðið í allt síðasta kjörtímabil með því að afhenda kröfuhöfum bankana svo þeir gætu hámarkað afrakstur innheimtustarfsins.


mbl.is „Herra Ísland“ ræður ferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1009

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband