14.3.2014 | 13:13
Allsherjarefnahagsátök við ESB?
Það er auðvitað miklu meira í gangi heldur en þessi makríll. Í raun er staðan sú að við eigum brátt í allsherjarefnahagsátökum við ESB. Á meðan norræna velferðarstjórnin sat við völd þá var hægt að halda þessum átökum niðri með því að stjórnvöld gengu einfaldlega að öllu því sem ESB bað um þ.m.t að semja um Icesave og fara vel með kröfuhafa. Það þýðir í huga ESB að íslenska ríkið taki lán til þess að borga út þá erlendu aðila sem eru fastir innan við höftin, m.ö.o. að skapa grískt ástand á Íslandi. Fyrir þessu hefur Samfylkingin í raun barist linnulaust í 5 ár. Á móti þá fengum við hins vegar frið með höftin.
Nú er staðan hins vegar sú að við stjórnvölin eru flokkar sem stefna að því að snýta kröfuhöfum, en afleiðingin er væntanlega sú að hægt er að gleyma aðildarumsókn í bili, en þar fyrir utan þá kemur Seðlabanki Ísland í veg fyrir að forgangskröfur í þrotabú gamla Landsbankans séu greiddar út. Og réttilega því að það myndi stefna greiðslugetu okkar í erlendum myntum í voða. Reynið svo að sjá fyrir ykkur hver staðan væri ef að Icesave hefði verið samþykkt með veði í öllum eigum ríkisins núna þegar þrotabú Landsbankans á bara fyrir Icesave kröfunum að nafninu til en getur í raun ekki greitt þær því þá færi landið á hausinn.
Í raun þá held ég að þessar skærur hafi hafist með IPA styrkjunum en ég tel það ekki tilviljun að þeir voru afturkallaðir um leið og stjórnin birti áætlun sína um skuldamál heimilanna, sem eins og þið munið, byggist m.a. á því að sækja peninga með því að skattleggja þrotabú bankana. Það þýðir að sótt er að kröfuhöfum, sem er það sem velferðarstjórnin forðaðist í einu og öllu allt síðasta kjörtímabil eins og t.d. má lesa úr Víglundarfundargerðunum.
Og núna kemur þessi "saklausa" frétt á Vísi sem birtist fyrr í dag.
http://www.visir.is/spyr-framkvaemdastjorn-esb-um-gjaldeyrishoft-islands/article/2014703149995
Samkvæmt fréttinni þá er þingmaður úr systurflokki framsóknar í Danmörku farinn að ýta við framkvæmdastjórn ESB með að "gæta hagsmuna fyrirtækja innan ESB" sem eru föst fyrir innan höftin en þau eru að megninu til vogunnarsjóðir. Og spurður út í þetta mál þá viðurkennir þingmaðurinn að hann viti í raun ekki mikið um það, sem bendir ekki til annars en að hann sé "stik-i-rend-dreng" fyrir þá sem keyptu kröfur á föllnu bankana.
Ég á ekki von á öðru en að þrýstingurinn á íslensk stjórnvöld muni aukast jafnt og þétt næstu misserin og því liggur nokkuð á að fara að þjarma að kröfuhöfum. En það sem er erfiðast að horfa upp á er t.d. það fólk sem er að kommentera á fréttina sem ég vísa í hér að ofan. Menn berjast fyrir því af öllum lífs og sálarkröftum, og að því er virðist í flestum tilvikum án þess að gera sér grein fyrir því, að fá að valda sjálfum sér eins miklu tjóni og mögulegt er, af því að hatrið gagnvart Laugarvatnsstjórninni er svo botnlaust.
En ef ekki á að fara á eftir kröfuhöfum til þess að koma þjóðinni úr klípunni, hvað vill fólk þá leggja til í staðinn? Grískt ástand?
Krafist refsiaðgerða gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Benedikt Helgason (Seiken)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.