Frjįlshyggja fyrir alifugla

Ég veit eiginlega ekki hvašan žessi hugmynd kemur, aš sś hękkun sem hefur oršiš į verštryggšum lįnum ķ kjölfar hrunsins, sé einhvern veginn oršiš aš eign sem aš rķkissjóšur geti rįšstafaš ķ aš greiša nišur skuldir.  En hugmyndin er aušvitaš ķ takt viš annaš frjįlshyggjurugl, aš žaš sem sé hagkvęmt fyrir Višskiptarįš sé gott fyrir almenning og ķ takt viš mįlflutning Péturs Blöndal, sem ég hef žó nokkuš įlit į, og svo Vilhjįlms Bjarnasonar, sem ég hef ekkert įlit į. Žetta liš er einfaldlega į eftir ókeypis hįdegisverši ķ žessu mįli.

En žaš mį kannski einu gilda hvaša frjįlshyggjusnillingur lét sér detta žetta ķ hug, žaš sem skiptir mįli er aš sś hękkun sem oršiš hefur į verštryggšum lįnum, vegna sóšaskapar innan fjįrmįlakerfisins fyrir hrun og ręnuleysis stjórnvalda og eftirlitsašila, er ekki lįntakendum aš kenna. Skašann sem žeir hafa oršiš fyrir į einfaldlega bara aš bęta. Aš menn séu meš eitthvert mśšur og hįlfkįk viš žaš er einfaldlega bara dónaskapur.

Jś, žaš er vissulega rétt aš sś bęting žarf lķka aš nį inn Ķbśšalįnasjóš og žaš mun kosta peninga og žeir peningar eiga aš koma frį žrotabśunum hvaš sem lķšur öllum milliskrefum.  En žaš veršur aš teljast alveg einstakt afrek ķ kjarkleysi aš rķkiš skuli ekki fyrir löngu hafa fariš į eftir žrotabśnum til žess aš tryggja aš sį skaši sem hefur oršiš į lįnasafni ĶBLS fari ekki óbęttur hjį garši og ķ leišinni tryggja aš verštryggš lįnasöfn bankana sjįlfra verši fęrš nišur.

Ég minni į aš ĶBLS er gjaldžrota og žeir sem ennžį trśa žvķ aš žaš sé hęgt aš horfa į hann og gera ekkert žurfa aš kvarša hjį sér reiknistokkinn. Žaš vantar fé inn ķ sjóšinn og žaš į aš sękja af algerlega gengdarlausri hörku inn ķ žrotabś bankana. Fyrir utan aš vera réttlįtt žį er žaš lķka žjóšhagslega hagkvęmt žvķ žaš minnkar snjóhengjuna. En sķšasta rķkisstjórn lét ekki bara hjį leišast aš sękja bęturnar heldur viršist hśn hafa tekiš aš sér aš borga tap bankana, sem varš frį hruni og fram aš "endurreisn" žeirra, ef ég hef skiliš Vķglundarfundargerširnar rétt. Žaš liggur ķ augum uppi aš žrotabśin įttu aš borga allt tap sem varš į bönkunum į žessum tima žvķ žaš tap endurspeglar einfaldlega aš lįnasöfnin eru ekki aš skila rentu. Žaš er vandamįl eigenda lįnasafnanna (žrotabśanna) en ekki rķkisins.

Pétri Blöndal er vonandi hęgt aš bjarga en ég į minni von fyrir Vilhjįlm Bjarna. Vilhjįlmur óttast fordęmiš sem kann aš skapast ef fariš veršur ķ leišréttingar; undirritašur óttast hins vegar mun meira fordęmiš sem skapast ef žaš veršur ekki gert. Vilhjįlmur viršist žess utan vera alveg śti į žekju standandi, Guš hjįlpi mér, sjįlfur ķ mįlaferlum viš banka eša fyrrverandi bankaeigendur vegna forsendubrests ķ sķnum višskiptum. En hvaš sem žvķ lķšur žį žurfa bęši Pétur og Vilhjįlmur aš venjast žeirri hugsun aš žurfa aš borga fyrir sinn eigin hįdegisverš og lįta žaš eiga sig aš snķkja hann hjį žeim sem eiga nóg meš aš greiša fyrir sinn eigin kost, hvaš žį annarra.

 

 


mbl.is Greiši frekar nišur skuldir
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Gušbjörn Jónsson

Aš vanda hįrbeitt og fķn greining hjį žér. En sem gamall hagdeildarmašur śr banka žykist ég sjį ķ hendi mér aš IBLS sé ekki eins illa staddur og tölurnar gefa til kynna. Viš žurfum aš hafa ķ huga aš sjóšurinn hefur keypt mikinn fjölda ķbśša į naušungaruppbošum fyrir c. a. 10 − 30% af markasverši. Bókfęrir eignina į žvķ verši og setur skuldina sem ekki telst innheimtanleg į afskriftareikning. Ef viš gefum okkur aš IBLS eigi 1.000 ķbśšir, keyptar į naušungaruppboši fyrir 3 − 5 milljarša, er eins lķklegt aš sjóšurinn selji žessar eignir aftur 40 − 60 milljarša. Einhverstašar heyrši ég aš eignir sjóšsins ķ öllum flokkum vęru nįlęgt žremur žśsundum, sem gęti žżtt c. a. 150 milljaršar ķ óbókfęršum eignum. Eitthvaš nį žeir svo aš innheimta hjį fólkinu sem žeir höfšu ķbśširnar af fyrir smįnarverš og fį svo skattaafslįtt og aršsgreišslulękkun yfir hluta af ętlušu tapi.

Ég er žvķ alls ekki svo viss um aš staša IBSL sé eins slęm og af er lįtiš, žegar raunveršmętin eru skošuš og veršlögš til sölumešferšar. Staša sjóšsins er lķka žung vegna hinna einkennilegu lįnaskipta sem sjóšurinn stóš ķ viš banka og sparisjóši į sķnum tķma, (fyrir hrun). Ég hef óljósar grunsemdir um aš alla vega einhver hluti žeirra lįna sem upp voru gefin sem yfirtekin af IBLS, hafi bankarnir ekki geta skilaš frumritum. Žar af leišandi gęti allt eins veriš aš IBLS vęri aš innheimta lįn sem ekki vęru eign sjóšsins. Kanski vegna žess aš bankarnir hafi veriš bśnir aš selja frumritin ķ skuldabréfavafningum til śtlanda, eins og einhver dęmi munu vera til um. Ég hef į tilfinningunni eftir fréttir af nokkrum ašilum sem fengiš hafa žęr fréttir ķ banka sķnum aš IBLS eigi nś lįniš žeirra, en eignfęrsla į žvķ lįni viršist ekki finnast hjį IBLS. Žar gęti veriš nokkuš stór eignfęrslupakki sem ekki er skrįšur. Ég er eiginlega hęttur aš žora aš efast um allar žęr vitleysur sem mašur heyrir af, eftir žęr upplifanir sem ég hef rekiš mig į undanfarna mįnuši.

Gušbjörn Jónsson, 25.4.2014 kl. 22:42

2 identicon

Žessi hugmynd um aš hękkun verštryggšra skulda sé eign rķkissjóšs į lķklega ęttir sķnar aš rekja til žeirra sömu og sögšu aš afslįtturinn sem kröfuhafar föllnu bankanna veittu į lįnasöfnunum sem flutt voru yfir ķ nżju bankanna vęri eign nżju bankanna. Hinsvegar veittu kröfuhafar afslįttinn m.a. vegna žess aš ekki var tališ lķklegt aš meira myndi innheimtast mišaš viš framtķšarhorfur į žessum tķma ķ efnahags- og atvinnumįlum. Var kannski logiš aš kröfuhöfunum.

Einkennilegt er aš veriš sé aš taka viš rįšleggingum frį višskiptarįši, ekki sķst ķ ljósi žess aš rįšgjöf frį žessu (ó)rįši kom okkur ķ žau vandręši sem viš höfum žurft aš glķma viš sķšustu 6 įr og valdiš hefur žungum bśsifjum og žjįningum tugžśsundum heimila.

Višskiptarįš hvatti til žess aš žjóšin tęki į sig drįpsklyfjar icesave eins og Gśstaf Adolf bendir į ķ bloggi viš žessa frétt. Vęri heišarleiki og réttsżni leišarljós stjórnvalda vęru žessir ašilar allir sem einn sóttir til saka fyrir stušning sinn viš breta og hollendinga ķ icesavestrķšinu.

Toni (IP-tala skrįš) 4.5.2014 kl. 17:00

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Benedikt Helgason (Seiken)

Höfundur

Benedikt Helgason
Benedikt Helgason

Býr og starfar erlendis. Óflokksbundinn áhugamaður um þjóðmál en með ímugust á skipulögðu stjórnmálastarfi. Andsetinn af fluguveiðidellu.

Það er ekki reiknað með að nokkur lesi þetta blog en ef svo ólíklega vill til að einhver geri það þá er viðkomandi velkomið að skilja eftir sig athugasemd. Kjósi menn að hreyta ónotum í síðuhöfund þá gæti mér ekki verið meira sama en ég bið ykkur að halda slíku innan velsæmismarka gagnvart öðrum.

Fęrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frį upphafi: 1010

Annaš

  • Innlit ķ dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir ķ dag: 1
  • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband