31.10.2013 | 09:15
Almennt eðli eignaskatta?
Er það ekki almennt eðli eignaskatta, að verið er að skattleggja eignir hvers verðmæti þarf að áætla?
Það er nákvæmlega það sem gerist þegar húseigendur eru að borga fasteignaskatta sem miðast við fasteignamat. Og væntanlega á það sama við þegar verið er að reikna út auðlegðarskatt; þá þarf að verðmeta undirliggjandi eignir og ekki víst að matið nái að fanga nákvæmlega það sem fengist fyrir þær ef þær yrðu seldar.
Ég geri mér grein fyrir því að það er hlutverk slitastjórna að hámarka virði eigna þrotabúanna, sem er auðvitað rót þeirra kvartanna sem fréttin fjallar um. Okkur ber hins vegar engin skylda til þess að aðstoða þær við slíka iðju. Þvert á móti þá hníga rök til þess að við vinnum gegn því með öllum tiltækum ráðum, því hver einasta króna sem fer inn í þessi þrotabú seinkar endurreisn íslensks efnhagslífs. Reyndar er eina athugasemdin sem ég hef við skattinn á þrotabúinn sú, að hann mætti vera hærri.
Skattur lagður á óljós verðmæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2013 | 06:53
75% er alltof lítið.
Þetta eru ekki góðar fréttir ef rétt er hermt af morgunblaðinu.
Ég sé ekki betur en að hér sé verið að leggja upp með að ríkið eða SÍ taki lán til þess að koma kröfuhöfum úr landi og þá er ekki einu sinni komin lausn á því hvernig losna á við upphaflegu snjóhengjuna (jöklabréf á höfuðbók 27). Það væri hræðileg niðurstaða.
Menn verða að fara að sameinast um að verðfella krónueignir kröfuhafa og jöklabréfaeigenda. Það gerist ekki nema að lífeyrisjóðir og SÍ/ríkið hætti að gefa eigendum þessara eigna undir fótinn með að það standi til þess að kaupa þetta af þeim.
Vilja lágmark 75% afslátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
14.10.2013 | 17:38
Mænudeyfing og drop á morgun
Ef þið haldið að ég sé að fara að horfa á þennan Noregs-leik á morgun þá er það rangt hjá ykkur. Ég ætla að liggja uppi í rúmmi, mænudeyfður, með drop í æð og bíða þar af mér það versta. Það er best fyrir húsgögnin og heimilisfriðinn. Háspennuleikir eru ekki mín sterkasta hlið.
Ég segi kannski ekki, að ef ég næði nú að Jóga mig í gegnum daginn, drekka gríðarlegt magn af róandi Abend Te og leggja kaldan bakstur á ennið, að ég myndi ekki horfa á Sviss-Slóvenía í gegnum fingurna með lófana yfir andlitinu.
En hvað sem verður þá er frúin byrjuð að undirbúa sig. Hún er að hlaða rafstuðsbyssuna inni í eldhúsi, en henni beitir hún gjarnan á mig rétt áður en ég fíra helv... sjónvarpinu fram af svölunum þegar okkar menn hafa brennt af færi.
Ég mun hins vegar ekki draga af mér eitt augnablik ef að íslenska liðið kemst í fyrsta sinn í umspil. Ég er nefninlega gríðarlega sterkur í fagnaðarlátum.
Síðasta tvennan gegn Noregi fyrir 26 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2013 | 10:44
Það var mikið
Það er margt athyglsivert að gerast í umræðunni um þessi mál þessa dagana. Kanarífuglarnir eru byrjaðir að syngja. Núna Jónas en fyrr í vikunni Ásgeir Jónsson hagfræðingur.
En því ber auðvitað að fagna að fólk sem einhver nennir að hlusta á, eða að minnsta kosti rífast við, byrjar að gagnrýna uppbyggingu bankakerfisins. Ég hef öskrað mig hásan í netheimum frá því fyrir seinni Icesave atkvæðagreiðsluna um að útgáfa á skuldabréfi í erlendri mynt, af hálfu nýja Landsbankans til þess að greiða fyrir lánasöfn úr gamla bankanum, jafngildi árás á efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Útkoman úr því ferli má einungis verða annað að tvennu; að gamli bankinn verði settur í gjaldþrotameðferð og í framhaldinu gerður upp í krónum en ef það tekst ekki að þá verði þeir ráðherrar sem stóðu að útgáfu á þessu skuldabréfi látnir svari fyrir gerðir sínar fyrir Landsdómi, því tjónið verður hægt að sanna. En hver tekur svo sem mark á okkur vitleysingunum á blogginu.
En það eru fleiri byrjaðir að syngja og renna stoðum undir "samsærirskenningar". Ég sé að Arnar Guðmundsson, sem mér skilst að sé fermdur inn í Samfylkinguna (ritari), skilur eftir sig þessa athugasemd við frétt um Jónas Fr. á Pressunni/Eyjunni:
"Ef ég man rétt var vandinn sá að Íslendingar höfðu ekki sjálfdæmi um verðmat á búum föllnu bankanna. Til að tryggja fullt gagnsæi og jafnræði innlendra og erlendra kröfuhafa (forsenda þess að það tókst að halda oopnum viðskiptum við umheiminn sem var fjarri því sjálfgefið eins og margir þekkja af eigin raun) voru fengin tvö alþjóðleg fyrirtæki. Annað bjó til matsaðferðina, hitt mat eignir á grundvelli hennar og svo voru niðurstöður yfirfarnar af fyrra fyrirtækinu. Auðvitað hefði verið gott að geta sett verðmiða einhliða".
Hér er í raun verið að segja að stjórnvöld hafi látið hóta sér til þess að byggja upp bankakerfið með þeim hætti að kröfuhafar næðu að hámarka innheimtur með hjálp stjórnvalda og geta núna tekið hagnaðinn af uppfærslu lánasafnanna inn, hvort sem hann kemur fram í nýju bönkunum eða þrotabúunum. Og leyfið mér að giska. Hin raunverulega "hótun" sem velferðarstjórnin stóð frammi fyrir var sú að ESB umsóknin fengi ekki framgang nema að sleikjugangur við evrópska kröfuhafa væri innbyggður í endurreisn bankakerfisins. Skuldabréfaútgáfa nýja Landsbankans ber þessu glöggt vitni.
Og afleiðingarnar af þessu eru hrikalegar. En gleymið því aldrei lesendur góðir að þetta er hin raunverulegi kostnaður við ESB umsóknina. En það þurfti auðvitað sérstaka snillinga til þess að velja að fara þessa leið í stað þess að klára hrunmálin og fara svo í ESB umsóknina í framhaldinu þegar skútan væri laus af strandstað.
Og talandi um strand. Ég hef svo sem ekki viljað álasa Jónasi eða t.d. Geir fyrir frammistöðuna á strandstað. Þar heppnaðist margt vel. En það firrir menn hins vegar ekki ábyrgð á strandinu í sjóprófum.
Seldi ríkið bankana of lágu verði? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2013 | 17:02
Hvað er aftur enska orðið yfir "skjaldborg"?
Ja, hvar værum við ef við hefðum ekki menn eins og ÁPÁ til þess að tala máli lítilmagnans á erlendum vetfangi? Evrópa hlýtur að anda léttar. ÁPÁ að segja þeim frá "we built a shield around the homes" og SJS væntanlega á leið til Grikklands því þaðan hafa borist fréttir af kröfuhöfum sem á eftir að sleikja upp.
Grínlaust þá leyfi ég mér að efast um að það sé undirliggjandi eftirspurn eftir aðkomu jafnaðarmanna að "vernd" almennings gegn fjármálaöflunum.
Koma þurfi böndum á fjármálakerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2013 | 08:44
En hvað með að setja gamla bankann í gjaldþrotameðferð?
Eftir dóm Hæstaréttar í gær þá gæti það kannski verið möguleiki í stöðunni. Fræðilega séð þá myndi ferlið vera þannig að nýji Landsbankinn kaupir gjaldeyri úr skuldsettum gjaldeyrisforða SÍ til þess að standa skil á skuld sinni við gamla bankann. Eftir það er gamli bankinn settur í gjaldþrotameðferð, erlenda gjaldeyrinum inni í þrotabúinu skipt í krónur í SÍ og kröfuhöfum gamla bankans greiddar út krónurnar.
Þetta gengur svo sem upp á blaði en ég veit svo sem ekki hvaða ljón standa raunverulega í veginum fyrir því að hægt sé að gera þetta. Hins vegar held ég að við séum í fullum rétti til þess að ganga langt á þolinmæði Breta og Hollendinga í þessu máli. Uppbygging nýja Landsbankans er skandall og í raun gjafagerningur settur á svið til þess að koma Bretum og Hollendingum framhjá gjaldeyrishöftunum. Það fæst að minnsta kosti ekki séð hvaða erlendu eignir nýji Landsbankinn tók yfir til þess að réttlæta að hann gæfi út skuldabréf í erlendri mynt og legði það inn í þrotabúið.
Þolir ekki stífar endurgreiðslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2013 | 09:38
Enga eftirgjöf takk.
Þetta er flott. Fyrsta markmið ríkisins og seðlabankans hlýtur að vera að ekki verði stofnað til skulda í erlendri mynt til þess að koma kröfuhöfum úr landi. Til þess að skerpa á þeirri stefnu er spurning hvort ekki megi skila bróðurpartinum af skuldsetta gjaldeyrisvaraforðanun, gera þrotabúin upp í krónum og byrja að skattleggja þau, en þess utan tryggja að lífeyrissjóðirnir komi ekki heim með erlendu eignir sínar til þess að leysa kröfuhafa úr snörunni.
Það er númer eitt, tvö og þrjú að ekki má undir neinum kringumstæðum veifa gjaldeyri framan í kröfuhafa meðan ekki næst samkomulag um að þeir afhendi innlendu eignirnar gegn því að fá erlendu eignirnar í hendur. Það er rétt að hafa í huga að kostnaður/fé sem falla kann á ríkið eða SÍ í þeim tilgangi að losna við kröfuhafa mun ekki verða notaður í að byggja upp Landspítalann eða í aðra velferð.
Og hvað varðar sölu á Aríon og Íslandsbanka þá er erfitt að sjá fyrir sér að nokkur erlendur aðili muni snerta við þeim fyrr en búið er að finna lausn á því hvernig gjaldeyrishöftum verður aflétt. Þar til annað kemur í ljós að minnsta kosti, þá mun ég líta á það sem hluta af áróðursherferð að starfsmenn þrotabúanna séu að gefa það í skyn að það sé einhver eftirspurn eftir eignarhlutnum í þessum bönkum úti í heimi.
Þetta snýst um að standa saman kæru landsmenn og þar undir getur heyrt að stífa þurfi af samfylkingarfólk og aðra kröfuhafa grúppíur með girðingarstaurum til þess að fylla upp í töluna á vígvellinum. Ef þessi orrusta vinnst þá er Ísland á grænni grein.
Kröfuhafar orðnir óþolinmóðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2013 | 20:52
Ekki leiðinlegt að vera í Sviss núna.
Ég er að horfa á Alan Sutter og þulinn í svissneska sjónvarpinu að brasa við að útskýra hvað gerðist í seinni hálfleik, en þetta tekur sjáanlega á þá.
Það skal tekið fram að ég varð ekki var við það í fjölmiðlum hér fyrir leikinn að menn teldu sig geta valtað yfir íslenska liðið. Heimamenn voru ásáttir um að eiga góða möguleika á að tryggja sér farseðilinn til Brasilíu í leiknum en það var víða varað við að íslenska liðið væri erfitt viðureignar og þá sérstaklega sóknin.
En þetta var frábært hjá okkar mönnum og gaman að þeir skuli ennþá eiga þokkalegan séns á að komast á stórmót þegar 3 leikir eru eftir í riðlinum. Það er ekki hægt að biðja um meira.
Það skal tekið fram að ég hef ekki lengur taugar í að horfa á landsleiki hvort sem það er í handbolta eða fótbolta. Ég laumast hins vegar til þess að kíkja öðru hverju á beinu handskrifuðu lýsingarnar á netinu, en þannig losna ég við að taka kvíðastillandi og fá ábendingar frá frúnni um að ég þurfi að fara á reiðistjórnunnarnámskeið.
Jóhann bjargaði stigi með þrennu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2013 | 17:19
ÍBLS-Endurtekið efni
Ég, veit að ég hef sagt þetta áður en ég segi það þá bara aftur. Það hlýtur að koma til skoðunnar að skipta á íbúðabréfunum og skattinum sem eftir á að innheimta af inngreiðslum í lífeyrissjóðina.
Teiknað á bakhliðina á servíettu að minnsta kosti, þá lítur það þannig út að það myndi auðvelda stjórnvöldum að vinda ofan af þessum samhangandi vanda sem Friðrik Jónsson hefur marglýst, sem eru sjóðirnir, skuldavandinn etc. Við þessa aðgerð þá ætti fjárfestingarþörf sjóðanna að minnka því eignasafnið færi niður um ca. 30-40% og ríkið ætti lánasafn ÍBLS skuldlítið og hefði þá eign upp í þessar framtíðarskatttekjur sem ekki kæmu þá í ríkiskassann eins og nú er reiknað með. Þá myndi þetta væntanlega líka auðvelda alla framkvæmd á skuldaleiðréttingum, afnámi verðtryggingar og leysa uppgreiðsluvanda ÍBLS að mestu.
En ok. ég geri mér grein fyrir að þetta er flókið og til þess að fara svona leið þá þarf vilja allra aðila sem virðist ekki vera til staðar. Annars er ég ekki hrifinn að þeirri hörku sem sjóðirnir sína þegar kemur að því að leysa þessi mál. Lífeyriskerfið á Íslandi verður ekkert traustara við það að auka bara skuldir lífeyrisþeganna við kerfið þegar gefur á bátinn. Þær skuldir nema nú þegar ca. helmingi af áætluðum eignum sjóðanna.
Gæti þurft að brúa 170 milljarða gat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.8.2013 | 10:35
En hvað með skuldajöfnun?
Sjálfsagt er eitthvað sem ég sé ekki í gegnum sem kemur í veg fyrir að hægt sé að fara þá leið, en ég hefði viljað sjá menn kanna þann möguleika að ríkið fái HFF bréfin sem sjóðirnir eiga sem greiðslu fyrir þann tekjuskatt sem ríkið á eftir að innheimta af inngreiðslum í sjóðina. Ef lífeyrissjóðirnir/lífeyrisþegarnir eiga að nafninu til 2500 miljarða af eignum þá gæti hlutur ríkisins í þeirri upphæð verið af stærðargráðunni 800-1000 milljarðar. Það er ca. og það sama og sjóðirnir eiga af HFF bréfum ef ég hef skilið skrif um þessi mál rétt. Ef það tækist að vinda ofan af ÍBLS vandanum á þennan hátt þá mætti væntanlega losna við stærsta hlutan af yfirvofandi 170 milljarða uppgreiðslutjóni.
Annars er það tragíókómískt að bréfin skuli bera skammstöfunina HFF. Það rifjar að minnsta kosti upp fyrir mér að ég á bol með áletruninni Helvítis Fokking Fokk.
Neita að bera kostnað vegna ÍLS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Benedikt Helgason (Seiken)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar